Fréttayfirlit

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun Eyjafjarðarsveitar fyrir árið 2015 svo og árin 2016 - 2018 var tekin til síðari umræðu 5. desember s.l. Áætlunin endurspeglar sterka stöðu Eyjafjarðarsveitar og var samhliða áætluninni samþykkt fjárfestingar- og viðhaldsáætlun fyrir árið 2014 kr. 40,4 millj. og fyrir árin 2016 - 2018 kr. 200 millj.
12.12.2014

Jólatrésskemmtun

Hin árlega jólatrésskemmtun kvenfélagsins Hjálparinnar verður haldin í Funaborg sunnudaginn 28. desember kl. 13:30 – 16:00. Dansað verður í kringum jólatréð, góðir gestir koma í heimsókn og á eftir verður boðið upp á veitingar. Allir hjartanlega velkomnir. Kvenfélagið Hjálpin
10.12.2014

Opnunartími Íþróttamiðstöðvarinnar yfir hátíðarnar

Opnunartími í Íþróttamiðstöðvarinnar yfir hátíðarnar verður eftirfarandi
09.12.2014

Fundur um menningararf Eyjafjarðarsveitar

Þriðjudagskvöld 9. desember verður fundur um menningararf Eyjafjarðarsveitar í Félagsborg og hefst hann kl. 20:00. Valdimar Gunnarsson mun segja okkur lífsreynslusögur úr grúskinu, annars vegar um verslun og viðskipti hreppstjórans á Öngulsstöðum við Gudmansverslun 1863 - 1879 og hins vegar eitthvað um sönglíf í sveitinni. Allir velkomnir
09.12.2014

Úttekt á mötuneyti Hrafnagilsskóla

Matseðlar þeir bestu sem næringarráðgjafi hefur séð hingað til.
08.12.2014

FUNDARBOÐ 457. fundar sveitarstjórnar

457. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarstofu 1, Skólatröð 9, föstudaginn 5. desember 2014 og hefst kl. 16:00
03.12.2014

Fræðsla fyrir íþróttafólk

UMSE mun standa fyrir tveim fyrirlestrum á Hrafnagili þriðjudaginn 2. desember. Fyrirlestrarnir eru ætlaðir íþróttafólki, 11 ára og eldri. Þeir fara fram í Hrafnagilskóla og hefjast kl. 17:00 og 18:15. Stutt hlé verður á milli þeirra og boðið upp á léttar veitingar. Ekkert þátttökugjald er að fyrirlestrinum og eru foreldrar sérstaklega velkomnir.
27.11.2014

Æfingabúðir í borðtennis á vegum UMSE og Umf. Samherja á Hrafnagili um næstu helgi

Næstu helgi stendur borðtennisnefnd UMSE fyrir æfingabúðum í borðtennis í samstarfi við Umf. Samherja. Kennari í æfingabúðunum kemur frá Borðtennissambandi Íslands. Einnig verður aðili frá Pingpong.is með í för og ætlar að vera með hluta af vöruúrvalinu sínu meðferðis. Æfingabúðirnar fara fram á Hrafnagili og verða í þremur lotum. Fyrsta lotan er milli kl. 9:00 og 12:00 laugardaginn 29. nóvember og önnur milli kl.14:00 og 17:00 sama dag. Þriðja lotan verður svo frá kl. 9:00 til 12:00 á sunnudaginn 30. nóvember. Opið borðtennismót hefst kl. 13:00.
26.11.2014

FUNDARBOÐ 456. fundar sveitarstjórnar

FUNDARBOÐ 456. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, miðvikudaginn 19. nóvember 2014 og hefst kl. 15:00
17.11.2014

Afmælisboð

Þann 25. október varð kvenfélagið Hjálpin 100 ára. Miklar breytingar hafa orðið á þessum 100 árum eins og í samgöngum en þá ferðuðust konur um fótgangandi eða á hestum. Boð voru látin ganga í opnu bréfi með ákveðnu skipulagi á milli bæja og voru kirkjuferðir jafnan notaðar til að koma boðum áleiðis og ræða tiltekin mál. Í dag nýtum við tölvutæknina til að koma þeim skilaboðum áleiðis að við ætlum að vera með afmælisveislu í Funaborg þann 16. nóvember kl. 14.00 Af því tilefni langar okkur að bjóða sveitungum og velunnurum okkar og þá sérstaklega íbúum Saurbæjarhrepps hins forna og fyrrverandi félagskonum að koma og fagna þessum tímamótum með okkur. Kvenfélagið Hjálpin
13.11.2014