Fréttayfirlit

FUNDARBOÐ 458. fundar sveitarstjórnar

FUNDARBOÐ 458. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, mánudaginn 26. janúar 2015 og hefst kl. 15:00
21.01.2015

Kjör íþróttamanns UMSE 2014

Kjör íþróttamanns UMSE fer fram að Rimum í Svarfaðardal næsta fimmtudag, 22. janúar kl. 18:00. Árið 2014 var gott íþróttaár á starfssvæði UMSE og munu um fimmtíu einstaklingar fá viðurkenningu að þessu sinni. Hápunkturinn að venju verður svo lýsing á kjöri íþróttamanns UMSE 2014. Tíu einstaklingar eru í kjörinu að þessu sinni.
19.01.2015

Sorphirðudagatal 2015

Sorphirðudagatal ársins 2015 má nú sjá hér á heimasíðunni undir þjónustu í valstikunni hér að ofan.
19.01.2015

Þorrablót Eyjafjarðarsveitar 2015

Þorrablót Eyjafjarðarsveitar verður haldið í íþróttahúsi Hrafnagilsskóla laugardaginn 31. janúar næstkomandi. Húsið verður opnað kl. 19:45 og blótið sett kl. 20:30. Veislustjóri kvöldsins er kerling Gullna hliðsins, María Pálsdóttir frá Reykhúsum, og verður kvöldið hlaðið gríni og glensi. Hljómsveitin Einn og sjötíu leikur fyrir dansi og heldur uppi fjörinu langt fram á nótt. Aldurstakmark er 1998.
13.01.2015

Landsskipulagsstefna og skipulagsgerð sveitarfélaga

Skipulagsstofnun kynnir auglýsta tillögu að Landsskipulagsstefnu 2015-2026 á opnum fundi á Hótel Kea þann 21. janúar kl. 15-17. Á fundinum verður tillagan kynnt auk þess sem að fjallað verður sérstaklega um framfylgd landsskipulagsstefnu í skipulagsgerð sveitarfélaga svo sem við endurskoðun aðalskipulags. Jafnframt verður bein útsending frá kynningu í Reykjavík þann 29. janúar kl. 15-17 og má sjá hana á heimasíðu Skipulagsstofnunar.
12.01.2015

Hross á afrétt

Vakin er athygli á því að óheimilt er að hafa hross í afrétt eftir 10. janúar. Samkvæmt búfjársamþykkt Eyjafjarðarsveitar er vörsluskylda á öllu búfé neðan fjallsgirðingar allt árið. Allt búfé er á ábyrgð umráðamanns sem er skylt að sjá til þess að búfé sé haldið innan afmarkaðs svæðis og gangi ekki laust utan þess, sbr. reglugerð nr. 59/2000, um vörslu búfjár.
07.01.2015

Tæming endurvinnslutunnunnar

Áætlað var að tæma endurvinnslutunnur í Eyjafjarðarsveit þann 28. og 29. desember. Vegna veður og færðar hefur verið ákveðið að fresta tæmingu á þeim þar til veður og færð batnar.
29.12.2014

Kveðjur

Eyjafjarðarsveit óskar öllum gleðilegrar hátíðar og farsældar á nýju ári með þökk fyrir samskiptin á því sem nú er að renna sitt skeið.
29.12.2014

Opnunartími skrifstofu Eyjafjarðarsveitar um jól og áramót

Opnunartími skrifstofu Eyjafjarðarsveitar er alla virka frá kl. 10:00-14:00. Lokað verður á aðfangadag og gamlársdag en opið aðra virka daga.
22.12.2014

Eyvindur kominn á netið

Nú er hægt að lesa Eyvind á netinu. Blaðið er fjölbreytt og efnismikið að vanda.
19.12.2014