Fréttir og tilkynningar

Vegagerðin stefnir á að hefja snjómokstur í nótt ef aðstæður leyfa

Vegagerðin stefnir á að hefjast handa við snjómokstur í sveitarfélaginu í nótt en þó má reikna með að töluverðan tíma taki að opna allar leiðir. Snjómokstur er hafinn í Hrafnagilshverfi.
Fréttir

Tilkynning frá leikskólanum Krummakoti - nánari upplýsingar um opnun leikskólans klukkan 9:00 í fyrramálið

Enginn skóli verður frá 7:30-9:55 en skoðað verður með að opna kl: 10 fyrir þá nemendur sem að komast. Opnunin verður einnig skoðuð með tilliti til hvort starfsfólk komist til vinnu. Nánari upplýsingar klukkan 9:00 í fyrramálið.
Fréttir

Tilkynning frá Hrafnagilsskóla - nánari upplýsingar um skólastarf fimmtudags klukkan 9:00 í fyrramálið.

Enginn skóli verður frá 8:15 - 9:55 en skoðað verður með að opna skólann kl. 10:00 fyrir þá nemendur sem komast. Ekki verður hægt að fylgja stundaskrá og opnunin verður einnig skoðuð með tilliti til hvort starfsfólk komist til vinnu. Við biðjum ykkur að fylgjast vel með tilkynningum í fyrramálið í gegnum upplýsingasíma skólans 8781603, á heimasíðu eða með netpósti en ekki er öruggt að svarað verði í skólasímann strax í fyrramálið. Upplýsingar um skólahald munu liggja fyrir ekki seinna en klukkan níu á morgun.
Fréttir

Óvíst með snjómokstur og færð á fimmtudag - skólabílar ekki á ferð

Að svo stöddu telur Vegagerðin ólíklegt að hægt verði að moka í sveitarfélaginu fyrr en á morgun og er því útlit fyrir að ófært verði í sveitarfélaginu hið minnsta fyrri hluta dags. Ljóst er að skólabílar munu ekki verða á ferð á fimmtudag og má reikna með að færðin hafi áhrif á skólastarf fimmtudags. Hvetjum við foreldra til að fylgjast vel með upplýsingum frá skólunum.
Fréttir

Viðburðir í Eyjafjarðarsveit

Fleiri viðburðir