Fréttayfirlit

Hrafnagil tilnefnt sem ræktunarbú ársins 2025

Fagráð í hrossarækt valdi alls 12 hrossaræktarbú til árlegrar heiðursviðurkenningar Bændasamtaka Íslands, sem ræktunarbú ársins og var Hrafnagilsbúið eitt af þessum 12 sem tilnefnd voru. Upphaflega stóð valið á milli 56 búa sem náðu athyglisverðum árangri á árinu.
10.11.2025
Fréttir

Endurskoðun aðalskipulags Eyjafjarðarsveitar

Tillögur frá íbúum og áform landeiganda Í vinnslu er endurskoðun aðalskipulags fyrir Eyjafjarðarsveit þar sem sett er fram stefna sveitarfélagsins um landnotkun og þróun byggðar til næstu 12 ára. Íbúar eru hvattir til að senda inn hugmyndir og tillögur sem nýtast við mótun skipulagsins. Mögulegt er að koma ábendingum og gögnum á skipulagsráðgjafa verkefnisins til 1. desember n.k. á netfangið atli@landslag.is eða skriflega á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar. Sé þörf á ráðgjöf vegna erinda tekur skrifstofustjóri á móti beiðnum í síma 463-0600 Skipulagsfulltrúi Eyjafjarðar
05.11.2025
Fréttir

Fundarboð 665. fundar sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar

665. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, fimmtudaginn 6. nóvember 2025 og hefst kl. 08:00.
04.11.2025
Fréttir

Frestur til að sækja um styrk 2025 er til og með 15. desember 2025

• Íþrótta- og tómstundastyrkur barna • Lýðheilsustyrkur eldri borgara • Styrkveitingar vegna keppnis- og æfingaferða Nánari upplýsingar um styrkina er að finna á heimasíðu Eyjafjarðarsveitar.
03.11.2025
Fréttir

Lokað verður á bókasafni Eyjafjarðarsveitar 6. og 7. nóvember - bókaklúbburinn verður samt kl. 16:30 þann 6. nóv.

Vegna óviðráðanlegra orsaka verður lokað á bókasafni Eyjafjarðarsveitar fimmtudaginn 6. og föstudaginn 7. nóvember. Beðist er velvirðingar á þessu. Bókaklúbburinn verður samt sem áður kl. 16:30 á bókasafninu, fimmtudaginn 6. nóvember.
03.11.2025
Fréttir

Skrifstofur Eyjafjarðarsveitar og SBE loka kl. 12:00 föstudaginn 31. okt.

Skrifstofur Eyjafjarðarsveitar og Skipulags- og byggingarfulltrúa Eyjafjarðar, loka kl. 12:00 föstudaginn 31. október. Skrifstofurnar opna aftur á hefbundnum tíma mánudaginn 3. nóvember. Skrifstofur Eyjafjarðarsveitar og SBE.
30.10.2025
Fréttir

Auglýsing um skipulagsmál í Eyjafjarðarsveit

Breytingar á aðal- og deiliskipulagi Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar hefur samþykkt að auglýsa tillögur að breytingum á aðal- og deiliskipulagi Eyjafjarðarsveitar í samræmi við 31. gr. og 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
30.10.2025
Fréttir

Viðurkenningar á Uppskeruhátíð ferðaþjónustunnar á Norðurlandi 2025

"Uppskeruhátíð ferðaþjónustunnar á Norðurlandi var haldin í Skagafirði í gær. Farið var í heimsóknir til ýmissa ferðaþjónustufyrirtækja á svæðinu, sem bjóða bæði afþreyingu, mat og gistingu ásamt ýmsu öðru."
24.10.2025
Fréttir

Fuglainflúensa greinist í refum

"Matvælastofnun hvetur almenning til að tilkynna stofnuninni um veika og dauða fugla og villt spendýr sem það finnur. Það er gert með því að smella á „ábendingar og fyrirspurnir“-hnappinn á forsíðu www.mast.is. Mikilvægt er að lýsa staðsetningu vel, helst með hnitum, og láta mynd fylgja með."
23.10.2025
Fréttir

Fundarboð 664. fundar sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar

FUNDARBOÐ 664. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, fimmtudaginn 23. október 2025 og hefst kl. 08:00.
21.10.2025
Fréttir