Bókmenntahátíð barnanna
Bókmenntahátíð barnanna verður haldin í félagsheimilinu Laugarborg í Hrafnagilshverfi fimmtudaginn 4. desember 2025. Um er að ræða samvinnuverkefni fjögurra skóla á Norðurlandi; Hrafnagilsskóla í Eyjafjarðarsveit, Valsárskóla á Svalbarðseyri, Reykjahlíðarskóla og Stórutjarnaskóla í Þingeyjarsveit. Nemendur í 5. – 8. bekk hafa skrifað bækur, hannað bókakápur og myndskreytt bækurnar. Þegar bók er gefin út þarf að sjálfsögðu að stofna bókaforlag fyrir útgáfuna og útbúa merki forlagsins og það hefur hver skóli gert. Viðburðurinn fer fram milli kl. 16:00 og 18:00. Dagskrá hefst á upplestrum, umræðum og skemmtiatriði.
25.11.2025
Fréttir