Fréttayfirlit

Hátíðarmessur á páskadag í Grundarkirkju og Kaupangskirkju

Tvær hátíðarmessur fara fram í sveitinni á páskadag. Hátíðarmessa í Grundarkirkju kl. 11 Kirkjukór Grundarsóknar syngur undir stjórn Þorvaldar Arnar Davíðssonar organista. Meðhjálpari Hjörtur Haraldsson og prestur Jóhanna Gísladóttir. Hátíðarmessa í Kaupangskirkju kl. 13.30 Söngfélagar við Kaupangskirkju syngja undir stjórn Petru Bjarkar Pálsdóttur organista. Meðhjálpari er Hansína María Haraldsdóttir og prestur Jóhanna Gísladóttir. Verið öll hjartanlega velkomin!
08.04.2025
Fréttir

Bókasafnið fer í páskafrí

Síðasti opnunardagur safnsins fyrir páska er föstudagurinn 11. apríl. Þá er opið frá kl. 14.00-16.00. Opnum aftur eftir páska þriðjudaginn 22. apríl. Minnum annars á opnunartíma safnsins: Þriðjudagar frá 14.00-17.00. Miðvikudagar frá 14.00-17.00. Fimmtudagar frá 14.00-18.00. Föstudagar frá 14.00-16.00 Best er að ganga um dyr að austan (kjallari íþróttahúss) eða um sundlaugarinngang.
08.04.2025
Fréttir

Fundarboð 653. fundar sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar

FUNDARBOÐ 653. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, fimmtudaginn 10. apríl 2025 og hefst kl. 08:00.
08.04.2025
Fréttir

Lausar stöður í Hrafnagilsskóla Eyjafjarðarsveit

Hrafnagilsskóli er grunnskóli í dreifbýli um 12 km fyrir innan Akureyri og eru um 180 nemendur í skólanum. Hrafnagilsskóli hefur sýn sem byggir á skilningi, fagmennsku og dyggðum. Agastefna skólans er Jákvæður agi og meðal einkenna skólans er umhverfismennt, öflug list- og verkgreinakennsla ásamt nýtingu tækni til náms. Heimasíða Hrafnagilsskóla er www.krummi.is. Óskað er í eftirfarandi stöður frá og með 1. ágúst 2025: Kennari í heimilisfræði 80% starf. Afleisingastaða - íþróttakennari í hlutastarf 60% starf. Starfsfólk í fístund - vinnutími milli kl. 14-16 a.v.d. og einhverja daga frá kl. 12. Skólaliði í 75% starf.
08.04.2025
Fréttir

Rafrænn kynningarfundur á veskislausn í íþróttamiðstöð og klippikort gámasvæðis

Eyjafjarðarsveit efnir til rafræns kynningarfundar fimmtudagskvöldið 3. apríl kl. 20:00 um innleiðingu svokallaðrar veskislausnar fyrir kaup og umsýslu korta í sund og líkamsrækt íþróttamiðstöðvarinnar og svo fyrir klippikort gámasvæðis. Á fundinum mun Karl Jónsson forstöðumaður fara yfir þessar breytingar og sýna þátttakendum hvernig þetta nýja fyrirkomulag gengur fyrir sig. Fundurinn fer fram á Teams og er hlekkur á hann hér neðar í textanum.
01.04.2025
Fréttir

Uppfært 2. apríl: Aprílgabb - Fyrsti sjálfvirki heyvagninn kominn og verður til sýnis í Klauf í dag milli 15-17

Uppfært 2. apríl: Aprílgabb! Til að bæta nýtingu í landbúnaði og minnka kolefnisspor verður floti af rafknúnum, sjálfkeyrandi heyvögnum tekinn í notkun í Eyjafjarðarsveit og þeir fyrstu verða teknir í notkun í Klauf sumarið 2025. Vagnarnir munu skynja beitarsvæði, forðast kýr og önnur dýr og sækja rúllur sjálfkrafa og fara með í stæður, í hlöðu eða á önnur beitarsvæði. Öllu er stýrt í appi og bændur geta bæði stillt ferðahraða og slóða. Til að byrja með verður fjárfest í þremur vögnum en með tíð og tíma verður þeim fjölgað. Fyrsti vagninn er þegar kominn á svæðið og verður hægt að skoða hann á milli kl. 15:00 og 17:00 í Klauf í dag.
01.04.2025
Fréttir

Íþróttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar auglýsir eftir karlmanni í sumarafleysingastöðu

Íþróttamiðstöðin í Eyjafjarðarsveit leitar að samviskusömum og þjónustulunduðum karlkyns einstaklingi í sumarafleysingarstarf sundlaugarvarðar. Starfið er unnið á vöktum og er ráðningartími frá lokum maí og fram í ágúst. Það snýst um öryggisgæslu í sundlaug, þjónustu við gesti, afgreiðslu og þrif. Í boði er líflegt og skemmtilegt starf, í mjög jákvæðum og skemmtilegum starfsmannahópi.
31.03.2025
Fréttir

Fundarboð 652. fundar sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar

FUNDARBOÐ 652. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, fimmtudaginn 27. mars  og hefst kl. 8:00.
25.03.2025
Fréttir

Óskað eftir umsóknum um styrk til menningarmála

Velferðar-& menningarnefnd vekur athygli á því að hægt er að sækja um styrk til menningarmála hér á heimasíðu sveitarfélagsins. Rafrænt eyðublað má finna á hlekknum hér í fréttinni og undir dálknum stjórnsýsla – skjöl og útgefið efni – umsóknir. Rafrænt eyðublað: https://www.esveit.is/is/stjornsysla/skjol-og-utgefid-efni/eydublod/umsokn-um-styrk-til-menningarmala Úthlutunarreglur menningarsjóðsins: https://www.esveit.is/static/files/ErindisbrefNefnda/Menningarsjodur.pdf Opið verður fyrir umsóknir til klukkan 12:00 mánudaginn 7. apríl.
25.03.2025
Fréttir

Brúarland - íbúðarsvæði breyting á Aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2018-2030 – kynning skipulagslýsingar

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar samþykkti á fundi sínum þann 26. febrúar sl. að vísa skipulagslýsingu vegna breytingar á Aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2018-2030 fyrir íbúðarsvæði ÍB15 í landi Brúarlands í Eyjafjarðarsveit í kynningu skv. 1. mgr. 30 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin felst í því að tvö af þremur íbúðarsvæðum ÍB15 verða skilgreind sem verslunar- og þjónustusvæði, en þó standa eftir tvær lóðir sem verða áfram skilgreindar sem íbúðarbyggð en það eru lóðirnar Brúnagerði 1 og 15. Breytingin er til komin vegna áforma landeiganda að hafa gistiþjónustu á svæðinu.
19.03.2025
Fréttir