Fréttayfirlit

Fundarboð 654. fundar sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar

FUNDARBOÐ 654. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, þriðjudaginn 29. apríl 2025 og hefst kl. 08:00.
25.04.2025
Fréttir

Lausar stöður í Hrafnagilsskóla Eyjafjarðarsveit

Hrafnagilsskóli er grunnskóli í dreifbýli um 12 km fyrir innan Akureyri og eru um 180 nemendur í skólanum. Sýn Hrafnagilsskóla byggir á skilningi, fagmennsku og dyggðum. Agastefna skólans er Jákvæður agi og meðal sérkenna skólans er umhverfismennt, öflug list- og verkgreinakennsla ásamt nýtingu tækni til náms. Heimasíða Hrafnagilsskóla er www.krummi.is.
23.04.2025
Fréttir

Stóri Plokkdagurinn sunnudaginn 27. apríl 2025

Atvinnu- og umhverfisnefnd hvetur íbúa sveitarinnar til að tína rusl í veðurblíðunni og e.t.v. stinga upp illgresi í kringum sig. Kjörið er að nýta Stóra Plokkdaginn, sem er landsátak í ruslatínslu, til útveru og tiltektar.  Ýmislegt rusl liggur nú í vegköntum og rúlluplast á girðingum hér og þar eftir snjóléttan vetur. Með sameiginlegu átaki gerum við sveitina okkar fallega.
23.04.2025
Fréttir

Umferðaröryggisáætlun - kallað eftir ábendingum frá íbúum sveitarfélagsins

Atvinnu- og umhverfisnefnd kallar eftir ábendingum frá íbúum Eyjafjarðarsveitar um hvar umferðaröryggi er ábótavant í sveitarfélaginu. Ábendingar óskast sendar á netfangið esveit@esveit.is fyrir 21. maí nk. Umhverfisáætlun 2022 er að finna á heimasíðu Eyjafjarðarsveitar https://www.esveit.is/static/files/Umferdaroryggismal/22.05.06-umferdaroryggisaaetlun-eyjafjardarsveitar-utgefin.pdf
22.04.2025
Fréttir

Opnar dyr í Eyjafjarðarsveit á sumardaginn fyrsta 24. apríl 2025 kl. 13:00-17:00

Opnar dyr í Eyjafjarðarsveit á sumardaginn fyrsta 24. apríl 2025 kl. 13:00-17:00
15.04.2025
Fréttir

Leifsstaðir II, Eyjafjarðarsveit – kynning skipulagslýsingar

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar samþykkti á fundi sínum þann 13. nóvember sl. að vísa skipulagslýsingu vegna breytingar á Aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2018-2030 og vegna breytingar á deiliskipulag fyrir Leifsstaði II L152714 ...
14.04.2025
Fréttir

Hátíðarmessur á páskadag í Grundarkirkju og Kaupangskirkju

Tvær hátíðarmessur fara fram í sveitinni á páskadag. Hátíðarmessa í Grundarkirkju kl. 11 Kirkjukór Grundarsóknar syngur undir stjórn Þorvaldar Arnar Davíðssonar organista. Meðhjálpari Hjörtur Haraldsson og prestur Jóhanna Gísladóttir. Hátíðarmessa í Kaupangskirkju kl. 13.30 Söngfélagar við Kaupangskirkju syngja undir stjórn Petru Bjarkar Pálsdóttur organista. Meðhjálpari er Hansína María Haraldsdóttir og prestur Jóhanna Gísladóttir. Verið öll hjartanlega velkomin!
08.04.2025
Fréttir

Bókasafnið fer í páskafrí

Síðasti opnunardagur safnsins fyrir páska er föstudagurinn 11. apríl. Þá er opið frá kl. 14.00-16.00. Opnum aftur eftir páska þriðjudaginn 22. apríl. Minnum annars á opnunartíma safnsins: Þriðjudagar frá 14.00-17.00. Miðvikudagar frá 14.00-17.00. Fimmtudagar frá 14.00-18.00. Föstudagar frá 14.00-16.00 Best er að ganga um dyr að austan (kjallari íþróttahúss) eða um sundlaugarinngang.
08.04.2025
Fréttir

Fundarboð 653. fundar sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar

FUNDARBOÐ 653. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, fimmtudaginn 10. apríl 2025 og hefst kl. 08:00.
08.04.2025
Fréttir

Lausar stöður í Hrafnagilsskóla Eyjafjarðarsveit

Hrafnagilsskóli er grunnskóli í dreifbýli um 12 km fyrir innan Akureyri og eru um 180 nemendur í skólanum. Hrafnagilsskóli hefur sýn sem byggir á skilningi, fagmennsku og dyggðum. Agastefna skólans er Jákvæður agi og meðal einkenna skólans er umhverfismennt, öflug list- og verkgreinakennsla ásamt nýtingu tækni til náms. Heimasíða Hrafnagilsskóla er www.krummi.is. Óskað er í eftirfarandi stöður frá og með 1. ágúst 2025: Kennari í heimilisfræði 80% starf. Afleisingastaða - íþróttakennari í hlutastarf 60% starf. Starfsfólk í fístund - vinnutími milli kl. 14-16 a.v.d. og einhverja daga frá kl. 12. Skólaliði í 75% starf.
08.04.2025
Fréttir