Fréttayfirlit

Opið fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð Norðurlands eystra og er umsóknarfrestur til kl. 12:00 þann 22. október. Uppbyggingarsjóður er samkeppnissjóður sem hefur það hlutverk að styrkja við verkefni sem falla að Sóknaráætlun Norðurlands eystra í þremur flokkum, atvinnulífs, blómlegra byggða og stofn- og rekstrarstyrkir á sviði menningar. Rafrænn kynningarfundur fyrir umsækjendur fer fram 30. september kl. 12:15 – skráning á fundinn fer fram hér. Nánari upplýsingar um Uppbyggingarsjóð má nálgast bæði á íslensku og ensku.
18.09.2025
Fréttir

Opið fyrir umferð til suðurs úr Hrafnagilshverfi

Vegna gatnaframkvæmda innan Hrafnagilshverfis hefur verið opnað tímabundið á umferð inn og út úr hverfinu að sunnanverðu fram hjá Hrafnagilsbúinu. Búast má við að þessi leið verði opin í einhverjar vikur meðan farið verður í lokafrágang gatna í hverfinu en því mun fylgja umtalsvert meira ónæði á næstu vikum þar til búið er að leggja nýtt malbik á Hrafnatröðina sem gengur gegnum allt hverfið.
18.09.2025
Fréttir

Aðal- og deiliskipulagsbreyting Brúarlands í Eyjafjarðarsveit

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar samþykkti á fundi sínum þann 5. júní sl. að kynna vinnslutillögu aðalskipulagsbreytingar vegna skilgreiningar verslunar- og þjónustusvæðis að Brúarlandi ásamt breytingu á greinargerð deiliskipulags fyrir íbúum og hagsmunaaðilum skv. 2. mgr. 30. gr. og 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
16.09.2025
Fréttir

Umhverfisverðlaun 2025 - Ábendingar óskast fyrir 18. september

Umhverfisnefnd Eyjafjarðarsveitar hefur reglubundið veitt verðlaun fyrir framúrskarandi umgengni og snyrtimennsku. Atvinnu- og umhverfisnefnd óskar hér með eftir tilnefningum frá íbúum Eyjafjarðarsveitar fyrir annars vegar fyrirtæki eða bújörð og hins vegar fyrir íbúðarhús og nærumhverfi þess.
15.09.2025
Fréttir

Rafmagnsleysi í Hrafnagilshverfi 15.09.2025

Rafmagnslaust verður í Hrafnagilhverfi þann 15.9.2025 frá kl 13:00 til kl 15:00 vegna vinnu við dreifikerfið. Mögulega kemur rafmagn á í stuttan tíma undir lok straumleysis vegna prófunar Nánari upplýsingar veitir stjórnstöð í síma 5289000. Sjá hér https://www.rarik.is/rof 
15.09.2025
Fréttir

Miðstigsopnun Hyldýpis

Félagsmiðstöðin Hyldýpi verður opin tvisvar í viku fyrir nemendur miðstigs Hrafnagilsskóla til reynslu fram að áramótum skv. ákvörðun sveitarstjórnar. Opið verður milli kl. 14 og 16 mánudaga og miðvikudaga og verður opnunum skipt á milli bekkja miðstigs. Þannig byrjar 7. bekkur mánudaginn 15. september, 6. bekkur miðvikudaginn 17. og 5. bekkur á sína fyrstu opnun mánudaginn 22. september. Starfsáætlunin verður send í tölvupósti til foreldra, en einnig mun hún hanga uppi í skólastofum miðstigs.
12.09.2025
Fréttir

Geðlestin verður á Akureyri miðvikudaginn 24. september kl. 20:00 í Menningarhúsinu Hofi

Kæru Eyfirðingar. Geðlestin verður á Akureyri miðvikudaginn 24. september kl. 20:00 í Menningarhúsinu Hofi. Við bjóðum ykkur öllum til samtals um geðrækt og mikilvægi hennar út lífið og eiga með okkur góða stund sem lýkur með stuttum tónleikum þeirra félaga Emmsjé Gauta og Þormóðs. Aðgangur er ókeypis og boðið verður upp á kaffi og með‘í.
09.09.2025
Fréttir

Fundarboð 661. fundar sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar

FUNDARBOÐ 661. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, fimmtudaginn 11. september 2025 og hefst kl. 08:00.
08.09.2025
Fréttir

Helgihald í kirkjum Eyjafjarðarsveitar á haustdögum og til áramóta

21. september - messa í Kaupangskirkju kl. 13:30 28. september -messa í Hólakirkju kl. 13:00 5. október - afmælismessa í Grundarkirkju kl. 13:00 19. október - messa í Munkaþverárkirkju kl. 13:00 2. nóvember - Allra heilagra messa í Möðruvallakirkju kl. 20:00 7. desember - aðventukvöld í Grundarkirkju kl. 20:00 24. desember - aftansöngur í Grundarkirkju kl. 22:00 25. desember - hátíðarmessa í Kaupangskirkju kl. 13:30 26. desember - hátíðarmessa í Munkaþverárkirkju kl. 13:00
08.09.2025
Fréttir

Göngur og réttardagar 2025

Réttardagar Þverárétt kl. 10 sunnudaginn 7. sept. Möðruvallarétt laugardagur 6. sept. þegar komið er að. Hraungerðisrétt laugardagur 6. sept. þegar komið er að. Vatnsendarétt kl. 10 sunnudagur 7. sept. Vallarétt kl. 10 sunnudagur 7. sept. Í aukaréttum þegar komið er að.
05.09.2025
Fréttir