Fréttayfirlit

VILTU VERÐA HLUTI AF SUMRINU Í EYJAFJARÐARSVEIT?

Við leitum að tveimur lífsglöðum tjaldvörðum til að gera sumarið enn betra á tjaldsvæðinu okkar!
06.02.2025
Fréttir

Íþróttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar opin í dag 6. febrúar milli kl. 16 og 22

Veðurspá gerir ráð fyrir því að veðrið verði að mestu gengið niður seinni partinn í dag og því opnar Íþróttamiðstöðin kl. 16 og verður opin til kl. 22.
06.02.2025
Fréttir

Skólahaldi aflýst á morgun fimmtudaginn 6. febrúar 2025 og bókasafnið verður lokað

Þar sem almannavarnir hafa gefið út rauða viðvörun fyrir svæðið milli klukkan 10 og 16 á morgun fimmtudag, hefur verið ákveðið að aflýsa öllu skólahaldi í Eyjafjarðarsveit á morgun. Skólarnir verða því lokaðir og ekkert starfsfólk í húsi. Þá verður bókasafnið einnig lokað. Íþróttamiðstöðin verður opin til klukkan 8:00 en ákvörðun um síðdegisopnun verður tekin í fyrramálið.
05.02.2025
Fréttir

Leikskólinn Krummakot í Hrafnagilshverfi leitar eftir starfsfólki í framtíðarstörf

*Leikskólakennara eða starfsmann með aðra háskólamenntun sem nýtist í starfi. Um er að ræða 100% ótímabundna stöður á deild. *Starfsfólk í afleysingu inn á deild. Leikskólinn er í Hrafnagilshverfi, aðeins tíu kílómetra sunnan Akureyrar. Á Krummakoti eru 86 dásamleg börn sem eru á aldrinum 1 - 6 ára. Svæðið í kringum skólann er sannkölluð náttúruperla, útikennslusvæðið stórt og gönguleiðir víða. Við leggjum áherslu á jákvæðan aga, söguaðferð og útikennslu. Starfsmannahópurinn á Krummakoti er öflugur og stendur þétt saman. Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningum sveitarfélaga við Kennarasamband Íslands eða Einingu Iðju.
03.02.2025
Fréttir

Leikskólinn Krummakot auglýsir eftir starfsmanni tímabundið í móttökueldhús

Um er að ræða 100% stöðu eða e.t.v tvær 50% stöður. Æskilegt er að byrja 15. febrúar fram að sumarlokun. Með möguleika á áframhaldandi ráðningu við önnur störf innan skólans. Allur matur er eldaður í eldhúsinu í Hrafnagilsskóla þannig að það þarf að taka á móti matnum og græja fyrir bæði matsal og vagna. Síðan er það frágangur og uppvask sem og að sjá um allan þvott, þar sem að hann er mikill á svona stóru heimili.
28.01.2025
Fréttir

Þróun íbúðarbyggðar í Vaðlaheiði – Rammahluti aðalskipulags, samstarfsverkefni Eyjafjarðarsveitar og Svalbarðsstrandarhrepps – auglýsing tillögu

Sveitarstjórnir Eyjafjarðarsveitar og Svalbarðsstrandarhrepps samþykktu á fundum sínum 3. og 8. október 2024 að vísa skipulagstillögu fyrir rammahluta Aðalskipulags Eyjafjarðarsveitar 2018-2030 og Aðalskipulags Svalbarðsstrandarhrepps 2008-2020, sem felur í sér breytingu á núgildandi aðalskipulögum, í auglýsingarferli samkvæmt 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
24.01.2025
Fréttir

Sorphirða

Reikna má með töfum á sorphirðu í vikunni vegna færðar og veðurs. Beðist er velvirðingar á því.
20.01.2025
Fréttir

Þorrablót Eyjafjarðarsveitar 2025

Laugardaginn 1. febrúar í íþróttamiðstöðinni Miðasala fer fram 16. janúar til 23. janúar. Hægt er að panta miða á Facebook en einnig verður hægt að hringja og panta miða 20. janúar kl. 17-19 og 21. janúar kl. 19-21. Þið getið hringt í Elínu í síma 868-0226 eða Maríu í síma 771-1903. Miðaverð: 14.000 kr Húsið opnar klukkan 19:00 og borðhald hefst klukkan 20:00 Veislustjórinn í ár er Theodór Ingi og Hljómsveitin Meginstreymi mun leika fyrir dansi. Miðaafhending fer fram mánudaginn 27. janúar milli kl. 16:00 og 20:00 og þriðjudaginn 28. janúar milli kl. 18:00 og 22:00 í anddyri íþróttamiðstöðvar Eyjafjarðarsveitar. Þá þarf að greiða fyrir miðana. ATHUGIÐ: EKKI er posi á staðnum en tekið er við millifærslum. Við reynum eftir bestu getu að verða við sætisóskum en best er ef þeir sem vilja sitja saman, panti miða saman.
20.01.2025
Fréttir

Sorphirðudagatal 2025

Sorphirðudagatal 2025 er komið á heimasíðu Eyjafjarðarsveitar
06.01.2025
Fréttir

Jólakveðjur

Sendum öllum íbúum Eyjafjarðarsveitar bestu óskir um gleðileg jól og farsæld á komandi ári. Þökkum ánægjuleg samskipti á árinu sem er að líða. Sveitarstjórn og starfsfólk á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar.
30.12.2024
Fréttir