Fréttayfirlit

Bókasafn Eyjafjarðarsveitar

Bókasafnið opnar aftur fyrir almenning þriðjudaginn 2. september. Þá er safnið opið sem hér segir: Þriðjudaga frá 14.00-17.00 Miðvikudaga frá 14.00-17.00 Fimmtudaga frá 14.00-18.00 Föstudaga frá 14:00-16:00 Á safninu er fjöldi bóka, tímarita og upplýsingaefnis, bæði til útláns, lestrar og skoðunar á staðnum. Komið við á bókasafninu og kynnið ykkur hvað þar er að finna. Bókasafnið er staðsett í kjallara íþróttahúss Hrafnagilsskóla og er gengið inn að austan. Ekið er niður með skólanum að norðan. Einnig er hægt að nota sundlaugarinnganga og ganga úr anddyri niður í kjallara.
28.08.2025
Fréttir

Rammahluti aðalskipulags - Þróun byggðar í Vaðlaheiði

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar samþykkti á fundi sínum 26. júní 2025 breytingu á aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar – Rammahluti aðalskipulags - Þróun byggðar í Vaðlaheiði.
27.08.2025
Fréttir

Íþróttamiðstöðin opnar eftir endurbætur og viðhald

Framkvæmdir við nýjan dúk í sundlaugarkari íþróttamiðstöðvarinnar gengu framar vonum og var því opnað á nýjan leik laugardaginn 23. ágúst og skipt þá yfir í vetraropnunartímann frá þeim degi: Mánudagar til fimmtudaga kl. 06.30 – 8 og 14 – 22. Föstudagar kl. 06.30 - 8 og 14 – 19. Laugardagar og sunnudagar kl. 10 – 19.
26.08.2025
Fréttir

Fundarboð 660. fundar sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar

FUNDARBOÐ 660. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, fimmtudaginn 28. ágúst 2025 og hefst kl. 08:00.
26.08.2025
Fréttir

Gangnaseðlar 2025

Gangnaseðlar 2025 vegna sauðfjár liggja nú fyrir og má nálgast hér fyrir neðan.
22.08.2025
Fréttir

Laus er til umsóknar 70-100% staða við Hrafnagilsskóla

Við óskum eftir að ráða: Þroskaþjálfa eða iðjuþjálfa og Skólaliða eða stuðningsfulltrúa Hrafnagilsskóli er grunnskóli í dreifbýli um 12 km. fyrir innan Akureyri og eru um 180 nemendur í skólanum. Sýn Hrafnagilsskóla byggir á skilningi, fagmennsku og dyggðum. Agastefna skólans er Jákvæður agi og meðal einkenna skólans er umhverfismennt, öflug list- og verkgreinakennsla ásamt nýtingu tækni til náms. Heimasíða Hrafnagilsskóla er www.krummi.is.
21.08.2025
Fréttir

Leikskólinn Krummakot opnar í nýju húsnæði

Kæru íbúar, upp er runninn sérlega ánægjulegur dagur sem margir hafa beðið eftir í langan tíma, leikskólinn Krummakot hefur flutt í nýtt húsnæði og hefur starfsemi sína þar í dag. Þetta er stór stund fyrir okkar sveitarfélag.
19.08.2025
Fréttir

Akstursáætlun 2025-2026

Akstursáætlun 2025-2026 Pdf skjal fyrir neðan listann. Skólabílar keyra heim alla daga kl. 14:00.
14.08.2025
Fréttir

Frístund skólaárið 2025-2026

Frístund er starfrækt í Hrafnagilsskóla. Þar býðst nemendum í 1. – 4. bekk að dvelja eftir skóla frá kl. 14:00 til kl. 16:00. Það skal tekið fram að sækja þarf börnin í síðast lagi kl. 16:00 en þá er lokað í frístund. Foreldrar og forráðamenn geta valið um þrenns konar dvalartíma.
14.08.2025
Fréttir

Mötuneyti Hrafnagilsskóla skólaárið 2025-2026

Eyjafjarðarsveit býður nemendum við Hrafnagilsskóla gjaldfrjálsar skólamáltíðir veturinn 2025 – 2026. Eftir sem áður greiða foreldrar og forráðamenn fyrir ávaxtaáskrift barna sinna og er gjaldinu skipt í tvær greiðslur með gjalddögum í október og mars. Veittur er systkinaafsláttur af áskriftinni, tvö elstu systkinin greiða fullt gjald, þriðja barn greiðir hálft gjald og ekki er greitt fyrir fleiri systkini. Hækkun frá síðasta skólaári er 4,0% og gjaldið er 66 kr. pr. dag. Heildargjald hvers nemandi á skólaárinu er 11.418 kr. eða 5.709 kr. pr. gjalddaga. Snæbjörn Kristjánsson, matreiðslumaður sér um rekstur mötuneytis en innheimta er í höndum starfsmanna á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar.
14.08.2025
Fréttir