Fréttayfirlit

Leifsstaðabrúnir (Oddi, Birkitröð Kvos), Eyjafjarðarsveit – Endurauglýsing deiliskipulagstillögu

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar samþykkti á 649. fundi sínum þann 26. febrúar 2025 að auglýsa að nýju tillögu að deiliskipulagi íbúðarsvæðis í Leifsstaðabrúnum skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Deiliskipulagið tekur til þriggja íbúðarhúsalóða á svæði sem auðkennt er íbúðarsvæði ÍB16 í gildandi aðalskipulagi sveitarfélagsins.
12.05.2025
Fréttir

Hinsegin hátíð á Norðurlandi eystra verður haldin í fyrsta skiptið í sumar

Hinsegin hátíð á Norðurlandi eystra verður haldin í fyrsta skiptið dagana 18.–22. júní 2025. Öll sveitarfélög á Norðurlandi eystra standa að hátíðinni og stefnt er að því að viðburðir fari fram sem víðast í öllum landshlutanum.
12.05.2025
Fréttir

Vaðlaugin lokuð 12.-13. maí vegna viðhalds og viðgerða

Vegna viðhalds og viðgerða verður vaðlaugin (vá, mörg vöff!) lokuð í dag mánudaginn 12. maí og á morgun þriðjudaginn 13. maí. Biðjumst velvirðingar á ástandinu sem ekki var umflúið. Starfsfólk Íþróttamiðstöðvar.
12.05.2025
Fréttir

Katta- og hundahald

Nú er varptíminn í algleymingi og vert að minna á 15. gr. samþykktar um hunda og kattahald, en þar segir: „Eigendum og forráðamönnum katta ber að taka tillit til fuglalífs á varptíma, t.d. með því að takmarka útiveru þeirra og eftir atvikum hengja á þá bjöllu.”
06.05.2025
Fréttir

Fundarboð 655. fundar sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar

FUNDARBOÐ 655. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, fimmtudaginn 8. maí 2025 og hefst kl. 08:00.
06.05.2025
Fréttir

Vinnuskóli 2025

Opið er fyrir rafrænar skráningar í vinnuskólann sumarið 2025 – miðað er við að skráningu sé lokið 20. maí.
05.05.2025
Fréttir

Klippikort fyrir gámasvæði

Frá og með þriðjudeginum 6.maí verður eingöngu hægt að greiða með rafrænu klippikorti á gámasvæði/endurvinnslustöð sveitarfélagsins í Hrafnagilshverfi. Klippikortið tekur mið af gjaldskrá sveitarfélagsins og er eitt klipp fyrir hverja 0,25 rúmmetra af gjaldskildum úrgangi. Samsvarar það um einum stórum ruslapoka.
29.04.2025
Fréttir

Skráning nýrra nemenda í Hrafnagilsskóla, vorið 2025

Dagana 5. – 10. maí stendur yfir skráning nýrra nemenda í Hrafnagilsskóla. Foreldrar og forráðamenn eru beðnir um að skrá nemendur í verðandi 1. bekk (börn fædd 2019) og einnig aðra nýja nemendur sem væntanlegir eru í skólann næsta haust. Á sama tíma er tekið á móti tilkynningum um flutning nemenda af svæðinu.
28.04.2025
Fréttir

Sumarstarf flokkstjóra vinnuskóla Eyjafjarðarsveitar

Starfstími vinnuskólans er frá byrjun júní fram í ágúst. Nánari upplýsingar um starfið gefur Davíð forstöðumaður eignasjóðs, í síma 894-3118 eða á david@krummi.is 
28.04.2025
Fréttir

Leikskólinn Krummakot auglýsir eftir metnaðarfullum deildarstjórum og leikskólakennurum

Nú vantar okkur áhugasama og metnaðarfulla deildarstjóra og leikskólakennara til starfa. Leikskólinn Krummakot flytur í nýtt og glæsilegt húsnæði þar sem öll aðstaða fyrir nemendur og starfsfólk verður til fyrirmyndar og hugað er sérstaklega að góðri hljóðvist og lýsingu.
28.04.2025
Fréttir