Fréttayfirlit

Leikskólinn Krummakot auglýsir eftir metnaðarfullum deildarstjórum og leikskólakennurum

Nú vantar okkur áhugasama og metnaðarfulla deildarstjóra og leikskólakennara til starfa. Leikskólinn Krummakot flytur í nýtt og glæsilegt húsnæði þar sem öll aðstaða fyrir nemendur og starfsfólk verður til fyrirmyndar og hugað er sérstaklega að góðri hljóðvist og lýsingu.
28.04.2025
Fréttir

Fundarboð 654. fundar sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar

FUNDARBOÐ 654. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, þriðjudaginn 29. apríl 2025 og hefst kl. 08:00.
25.04.2025
Fréttir

Lausar stöður í Hrafnagilsskóla Eyjafjarðarsveit

Hrafnagilsskóli er grunnskóli í dreifbýli um 12 km fyrir innan Akureyri og eru um 180 nemendur í skólanum. Sýn Hrafnagilsskóla byggir á skilningi, fagmennsku og dyggðum. Agastefna skólans er Jákvæður agi og meðal sérkenna skólans er umhverfismennt, öflug list- og verkgreinakennsla ásamt nýtingu tækni til náms. Heimasíða Hrafnagilsskóla er www.krummi.is.
23.04.2025
Fréttir

Stóri Plokkdagurinn sunnudaginn 27. apríl 2025

Atvinnu- og umhverfisnefnd hvetur íbúa sveitarinnar til að tína rusl í veðurblíðunni og e.t.v. stinga upp illgresi í kringum sig. Kjörið er að nýta Stóra Plokkdaginn, sem er landsátak í ruslatínslu, til útveru og tiltektar.  Ýmislegt rusl liggur nú í vegköntum og rúlluplast á girðingum hér og þar eftir snjóléttan vetur. Með sameiginlegu átaki gerum við sveitina okkar fallega.
23.04.2025
Fréttir

Umferðaröryggisáætlun - kallað eftir ábendingum frá íbúum sveitarfélagsins

Atvinnu- og umhverfisnefnd kallar eftir ábendingum frá íbúum Eyjafjarðarsveitar um hvar umferðaröryggi er ábótavant í sveitarfélaginu. Ábendingar óskast sendar á netfangið esveit@esveit.is fyrir 21. maí nk. Umhverfisáætlun 2022 er að finna á heimasíðu Eyjafjarðarsveitar https://www.esveit.is/static/files/Umferdaroryggismal/22.05.06-umferdaroryggisaaetlun-eyjafjardarsveitar-utgefin.pdf
22.04.2025
Fréttir

Opnar dyr í Eyjafjarðarsveit á sumardaginn fyrsta 24. apríl 2025 kl. 13:00-17:00

Opnar dyr í Eyjafjarðarsveit á sumardaginn fyrsta 24. apríl 2025 kl. 13:00-17:00
15.04.2025
Fréttir

Leifsstaðir II, Eyjafjarðarsveit – kynning skipulagslýsingar

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar samþykkti á fundi sínum þann 13. nóvember sl. að vísa skipulagslýsingu vegna breytingar á Aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2018-2030 og vegna breytingar á deiliskipulag fyrir Leifsstaði II L152714 ...
14.04.2025
Fréttir

Hátíðarmessur á páskadag í Grundarkirkju og Kaupangskirkju

Tvær hátíðarmessur fara fram í sveitinni á páskadag. Hátíðarmessa í Grundarkirkju kl. 11 Kirkjukór Grundarsóknar syngur undir stjórn Þorvaldar Arnar Davíðssonar organista. Meðhjálpari Hjörtur Haraldsson og prestur Jóhanna Gísladóttir. Hátíðarmessa í Kaupangskirkju kl. 13.30 Söngfélagar við Kaupangskirkju syngja undir stjórn Petru Bjarkar Pálsdóttur organista. Meðhjálpari er Hansína María Haraldsdóttir og prestur Jóhanna Gísladóttir. Verið öll hjartanlega velkomin!
08.04.2025
Fréttir

Bókasafnið fer í páskafrí

Síðasti opnunardagur safnsins fyrir páska er föstudagurinn 11. apríl. Þá er opið frá kl. 14.00-16.00. Opnum aftur eftir páska þriðjudaginn 22. apríl. Minnum annars á opnunartíma safnsins: Þriðjudagar frá 14.00-17.00. Miðvikudagar frá 14.00-17.00. Fimmtudagar frá 14.00-18.00. Föstudagar frá 14.00-16.00 Best er að ganga um dyr að austan (kjallari íþróttahúss) eða um sundlaugarinngang.
08.04.2025
Fréttir

Fundarboð 653. fundar sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar

FUNDARBOÐ 653. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, fimmtudaginn 10. apríl 2025 og hefst kl. 08:00.
08.04.2025
Fréttir