Verðbreyting á verðskrá Norðurorku hf. fyrir vatnsveitu
Á 303. fundi stjórnar Norðurorku hf. 22. október 2024 var afgreidd fjárhagsáætlunar fyrir árið 2025. Í undirbúningi fjárhagsáætlunar voru forsendur verðbreytinga skilgreindar. Í þeirri vinnu var horft til fjölmargra þátta svo sem verðlagsþróunar, spár um verðlagsþróun, rekstrarkostnað, viðhaldsþarfa en ekki síst til uppbyggingarþarfa í einstökum veitum fyrirtækisins. Samhliða gerð fjárhagsáætlunar var einnig unnin áætlun um nýfjárfestingar og meiriháttar viðhaldsverkefni til ársins 2030. Við ákvörðun um breytingar á verðskrá var m.a. stuðst við svokallaða vísitölu Norðurorku og í öðru lagi var horft til framkvæmda og fjárfestinga.
04.12.2024
Fréttir