Fréttayfirlit

Fyrri umræða um fjárhagsáætlun 2026

Fjárhagsáætlun Eyjafjarðarsveitar fyrir árið 2026 sem lögð var fram til fyrri umræðu þann 20. nóvember 2025 gerir ráð fyrir 342 m.kr. rekstrarafgangi af A-hluta og 418 m.kr. afgangi af rekstri samstæðu.
20.11.2025
Fréttir

Alþjóðlegur minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa

"Dagurinn er til að minnast þeirra sem látist hafa í umferðinni, leiða hugann að ábyrgð hvers og eins í umferðinni en ekki hvað síst að þakka þeim viðbragðsaðilum sem veita hjálp og björgun. Að þessu sinni er sérstök áhersla lögð á notkun öryggisbelta."
14.11.2025
Fréttir

Finnastaðir var líka tilnefnt sem ræktunarbú ársins 2025

Fagráð í hrossarækt valdi alls 12 hrossaræktarbú til árlegrar heiðursviðurkenningar Bændasamtaka Íslands, sem ræktunarbú ársins og var hrossarækt á Finnastöðum eitt af þessum 12 og annað þeirra úr Eyjafjarðarsveit, sem tilnefnd voru. Upphaflega stóð valið á milli 56 búa sem náðu athyglisverðum árangri á árinu.
11.11.2025
Fréttir

Hrafnagil tilnefnt sem ræktunarbú ársins 2025

Fagráð í hrossarækt valdi alls 12 hrossaræktarbú til árlegrar heiðursviðurkenningar Bændasamtaka Íslands, sem ræktunarbú ársins og var Hrafnagilsbúið eitt af þessum 12 sem tilnefnd voru. Upphaflega stóð valið á milli 56 búa sem náðu athyglisverðum árangri á árinu.
10.11.2025
Fréttir

Endurskoðun aðalskipulags Eyjafjarðarsveitar

Tillögur frá íbúum og áform landeiganda Í vinnslu er endurskoðun aðalskipulags fyrir Eyjafjarðarsveit þar sem sett er fram stefna sveitarfélagsins um landnotkun og þróun byggðar til næstu 12 ára. Íbúar eru hvattir til að senda inn hugmyndir og tillögur sem nýtast við mótun skipulagsins. Mögulegt er að koma ábendingum og gögnum á skipulagsráðgjafa verkefnisins til 1. desember n.k. á netfangið atli@landslag.is eða skriflega á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar. Sé þörf á ráðgjöf vegna erinda tekur skrifstofustjóri á móti beiðnum í síma 463-0600 Skipulagsfulltrúi Eyjafjarðar
05.11.2025
Fréttir

Fundarboð 665. fundar sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar

665. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, fimmtudaginn 6. nóvember 2025 og hefst kl. 08:00.
04.11.2025
Fréttir

Frestur til að sækja um styrk 2025 er til og með 15. desember 2025

• Íþrótta- og tómstundastyrkur barna • Lýðheilsustyrkur eldri borgara • Styrkveitingar vegna keppnis- og æfingaferða Nánari upplýsingar um styrkina er að finna á heimasíðu Eyjafjarðarsveitar.
03.11.2025
Fréttir

Lokað verður á bókasafni Eyjafjarðarsveitar 6. og 7. nóvember - bókaklúbburinn verður samt kl. 16:30 þann 6. nóv.

Vegna óviðráðanlegra orsaka verður lokað á bókasafni Eyjafjarðarsveitar fimmtudaginn 6. og föstudaginn 7. nóvember. Beðist er velvirðingar á þessu. Bókaklúbburinn verður samt sem áður kl. 16:30 á bókasafninu, fimmtudaginn 6. nóvember.
03.11.2025
Fréttir

Skrifstofur Eyjafjarðarsveitar og SBE loka kl. 12:00 föstudaginn 31. okt.

Skrifstofur Eyjafjarðarsveitar og Skipulags- og byggingarfulltrúa Eyjafjarðar, loka kl. 12:00 föstudaginn 31. október. Skrifstofurnar opna aftur á hefbundnum tíma mánudaginn 3. nóvember. Skrifstofur Eyjafjarðarsveitar og SBE.
30.10.2025
Fréttir

Auglýsing um skipulagsmál í Eyjafjarðarsveit

Breytingar á aðal- og deiliskipulagi Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar hefur samþykkt að auglýsa tillögur að breytingum á aðal- og deiliskipulagi Eyjafjarðarsveitar í samræmi við 31. gr. og 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
30.10.2025
Fréttir