Tryggvi Jóhann Heimisson hlýtur viðurkenningu fyrir framúrskarandi námsmat í skólaíþróttum
Tryggvi íþróttakennari við Hrafnagilsskóla hlaut viðurkenningu fyrir framúrskarandi beitingu námsmats í skólaíþróttum þann 28. maí síðastliðinn. Viðurkenningin er veitt af Íþróttafræðideild Háskólans í Reykjavík sem vill með henni varpa ljósi á áhrifaríkar og hvetjandi aðferðir við kennslu í skólaíþróttum. Í ár var óskað eftir umsóknum og tilnefningum sem lýsa framúrskarandi notkun námsmats og voru íþróttakennarar heiðraðir sem hafa nýtt námsmat á árangursríkan og hvetjandi hátt fyrir nemendur í skólaíþróttum og þannig skapað jákvætt námsumhverfi í faginu.
03.06.2025
Fréttir