Fréttayfirlit

Tryggvi Jóhann Heimisson hlýtur viðurkenningu fyrir framúrskarandi námsmat í skólaíþróttum

Tryggvi íþróttakennari við Hrafnagilsskóla hlaut viðurkenningu fyrir framúrskarandi beitingu námsmats í skólaíþróttum þann 28. maí síðastliðinn. Viðurkenningin er veitt af Íþróttafræðideild Háskólans í Reykjavík sem vill með henni varpa ljósi á áhrifaríkar og hvetjandi aðferðir við kennslu í skólaíþróttum. Í ár var óskað eftir umsóknum og tilnefningum sem lýsa framúrskarandi notkun námsmats og voru íþróttakennarar heiðraðir sem hafa nýtt námsmat á árangursríkan og hvetjandi hátt fyrir nemendur í skólaíþróttum og þannig skapað jákvætt námsumhverfi í faginu.
03.06.2025
Fréttir

Fundarboð 657. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar

FUNDARBOÐ 657. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, fimmtudaginn 5. júní 2025 og hefst kl. 08:00.
03.06.2025
Fréttir

Endurskoðun aðalskipulags Eyjafjarðarsveitar – auglýsing skipulagslýsingar

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar samþykkti á 652. fundi sínum þann 27. mars sl. að vísa skipulagslýsingu fyrir endurskoðun Aðalskipulags Eyjafjarðarsveitar 2025-2037 í kynningu samkvæmt 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
02.06.2025
Fréttir

Fyrirtækjakönnun landshlutanna 2025

Nú stendur yfir Fyrirtækjakönnun landshlutanna. Könnunin er ætluð öllum þeim sem eru í sjálfstæðum atvinnurekstri en líka fyrirtækjum og stofnunum hins opinbera, einyrkjum og öðrum sem hafa fólk í vinnu. Markmið könnunarinnar er að safna gögnum um stöðu og horfur fyrirtækja, sem nýtast við stefnumótun, atvinnuuppbyggingu og forgangsröðun verkefna. Þín skoðun skiptir máli og hefur áhrif. Það tekur um 11 mínútur að svara könnuninni. SMELLTU HÉR til að taka þátt eða settu eftirfarandi slóð inn í vafrann þinn: https://www.surveymonkey.com/r/FK2025 Einnig er hægt að skanna QR kóðann á myndinni.
30.05.2025
Fréttir

Fermingar í Eyjafjarðarsveit

Fermd verða tuttugu ungmenni í tveimur athöfnum þetta vorið. Athöfnin í Grundarkirkju sunnudaginn 8. júní er að sjálfsögðu öllum opin en þó má gera ráð fyrir fullri kirkju vegna fjölda fermingarbarna. Frátekin sæti verða fyrir fjölskyldur fermingarbarna. Fermd verða á vormisseri 2025:
30.05.2025
Fréttir

Bændur beðnir um að hafa veðurspá um hret í huga - sleppingar

Skjótt skipast veður í lofti! Þrátt fyrir að sleppingar séu leyfðar frá og með 1. júní nk. eru bændur beðnir um að hafa í huga veðurspá um hret eftir næstu helgi. Fyrri frétt 26.05.2025 "Sleppingar sauðfjár verða heimilar frá og með 1. júní nk. vegna óvenju góðs tíðarfars og aðstæðna."
30.05.2025
Fréttir

Íþróttavika Evrópu 2025

Undirbúningur er hafinn við skipulagningu Íþróttaviku Evrópu sem haldin er ár hvert frá 23. september til 30. september. Markmið íþróttavikunnar er að kynna íþróttir og hreyfingu fyrir almenningi í Evrópu og er hún ætluð öllum óháð aldri, bakgrunni eða líkamlegu ástandi. Leitað er til heimamanna sem bjóða upp á hreyfi- eða vellíðunarúrræði að staðaldri og annarra sem hafa áhuga á að bjóða upp á dagskrá í þessari tilteknu viku í anda hennar.
27.05.2025
Fréttir

Tilkynning um sleppingar, búfjárbeit og göngur 2025

Sleppingar sauðfjár verða heimilar frá og með 1. júní nk. vegna óvenju góðs tíðarfars og aðstæðna. Sleppingar stórgripa verða heimilar frá og með 15. júní. Beitartímabili nautgripa lýkur 1. október og hrossa 10. janúar á næsta ári. Áhersla er lögð á að fjallsgirðingar skulu fjár- og gripheldar fyrir 1. júní og séu það til 10. janúar. Mælst er til þess að fullorðnum hrútum sé ekki sleppt á afrétt.
26.05.2025
Fréttir

Sleppingar sauðfjár 1. júní – fjallsgirðingar yfirfarnar

Vegna óvenju góðs tíðarfars og aðstæðna er stefnt á að sleppingar sauðfjár verði færðar fram og því heimilar frá og með 1. júní nú í ár. Mikilvægt er að landeigendur hugi því vel að fjallsgirðingum sínum næstu daga og gangi úr skugga um að þær séu fjárheldar. Sveitarstjóri.
22.05.2025
Fréttir

Ársreikningur 2024 lagður fram

Ársreikningur Eyjafjarðarsveitar fyrir árið 2024 var tekinn til síðari umræðu í dag 22. maí og samþykktur samhljóða. Fyrri umræða fór fram 8. maí 2025. Rekstur sveitarfélagsins á árinu 2024 gekk áfram vel og fjárhagsleg staða þess er sterk. Sveitarstjórn leggur áherslu á að halda áfram að tryggja stöðugleika í rekstri og ábyrga fjármálastjórn til að skapa traustan grundvöll undir áframhaldandi uppbyggingu í sveitarfélaginu.
22.05.2025
Fréttir