Fréttayfirlit

Hefur þú áhuga á að sjá um Smámunasafn Sverris Hermannssonar í sumar

Eyjafjarðarsveit leitar eftir áhugasömum aðila til að taka að sér sýningu Smámunasafn Sverris Hermannssonar á Sólgarði í sumar. Leitað er eftir aðila sem er til í að taka að sér sambærilega opnun sýningarinnar og verið hefur undanfarin ár. Viðkomandi fær tekjur af aðgangseyri safnsins óskertar til sín og á tök á að auka tekjur sínar með kaffisölu og/eða sölu á eigin munum á svæðinu þar að auki. Ekki er um að ræða stöðu starfsmanns hjá Eyjafjarðarsveit heldur er auglýst eftir sjálfstæðum aðila sem hefur áhuga á að láta reyna á eigið frumkvæði og getu til að blómstra í skemmtilegu umhverfi Smámunasafns Sverris Hermannssonar. Áhugasamir sendi inn fyrirspurnir á finnur@esveit.is þá er einnig hægt að fá frekari upplýsingar um verkefnið á virkum dögum hjá Stefáni í síma 463-0600. Umsóknir skal senda á esveit@esveit.is, skal þeim fylgja kynningarbréf á einstaklingnum eða hópnum sem vill taka að sér verkefnið sem og hvaða sýn viðkomandi aðili, eða aðilar, hafa á nálgun verkefnisins. Umsóknarfrestur er til og með 11. apríl 2023.
21.03.2023
Fréttir

Páskaopnun í Íþróttamiðstöðinni 2023

Páskaopnun í Íþróttamiðstöðinni 6.4. Skírdagur kl. 10:00-19:00 7.4. Föstudagurinn langi kl. 10:00-19:00 8.4. Laugardagur kl. 10:00-19:00 9.4. Páskadagur kl. 10:00-19:00 10.4. Annar í páskum kl. 10:00-19:00 Verið velkomin.
20.03.2023
Fréttir

Staða sveitarfélagsins sterk og reksturinn í góðu jafnvægi

Ársreikningur Eyjafjarðarsveitar fyrir árið 2022 var tekinn til fyrri umræðu á fundi sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar 16. mars. Rekstur sveitarfélagsins gekk vel á árinu 2022. Staða sveitarfélagsins er sterk, reksturinn er í góðu jafnvægi og sveitarfélagið vel í stakk búið til að takast á við þau stóru verkefni sem eru hafið þ.e. bygging leikskóla og viðbygging við grunnskólann.
16.03.2023
Fréttir

Sumarstarf á tjaldsvæði Eyjafjarðarsveitar

Eyjafjarðarsveit auglýsir lausar stöður í sumar. Um er að ræða tvær 100% stöður í vaktavinnu á tjaldsvæði ásamt öðrum störfum. Líflegt og jákvætt umhverfi þar sem markmiðið er að veita góða þjónustu. Helstu verkefni eru m.a.: Umsjón og umhirða tjaldsvæðis og þjónusta við gesti Þrif á aðstöðu tjaldsvæðis Sláttur Vöktun á gámasvæði Eftirlit með fasteignum sveitarfélagsins Önnur verkefni Hæfniskröfur: Umsækjendur verða að vera orðnir 20 ára Áhersla er lögð á sjálfstæð vinnubrögð Hæfni í mannlegum samskiptum Þjónustulund Hafa gott vald á íslensku og ensku Stundvísi Jákvæðni Næsti yfirmaður er forstöðumaður eignasjóðs. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Umsóknum þarf að fylgja ferilskrá og upplýsingar um meðmælendur. Tekið er á móti umsóknum á netfangið karlj@esveit.is Nánari upplýsingar um starfið og fyrirkomulag vakta gefa Elmar í síma 891-7981 og Karl í síma 691-6633.
14.03.2023
Fréttir

Fundarboð 606. fundar sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar

FUNDARBOÐ 606. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, fimmtudaginn 16. mars 2023 og hefst kl. 08:00 Dagskrá: Forgangserindi 1. Ársreikningur Eyjafjarðarsveitar fyrir árið 2022, fyrri umræða. - 2303009 2. Hrafnagilsskóli viðbygging - útboð á byggingu leikskóla - 2212004 Fundargerðir til staðfestingar 3. Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 386 - 2303003F 3.1 2208016 - Ytri-Varðgjá 3 - íbúðir og hótel 3.2 2209020 - Espihóll deiliskipulag og breyting á aðalskipulagi 3.3 2301017 - Raðhúsalóðir við götu D, lóð 4 og 6 - ósk um að reisa fjögurra íbúða raðhús í stað þriggja íbúða 3.4 2202004 - Þjóðkirkjan-Biskupsstofa - Umsókn um stofnun lóðar - Syðra-Laugaland lóð 3.5 2303010 - Leifsstaðir II - ósk um breytingu á deiliskipulagi Fundargerðir til kynningar 4. HNE - Fundargerð 228 - 2302026 5. Norðurorka - Fundargerð 282. fundar - 2302028 6. Molta - 108. fundur stjórnar og ársreikningur 2022 - 2302029 7. Samband íslenskra sveitarfélaga - fundargerð 919 - 2303003 Almenn erindi 8. HNE - Fundargerð 227 - 2302025 9. SSNE - Samstarfssamningur Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra (HNE) - 2303002 10. Húsnæðisáætlun 2023 - 2303007 Sveitarstjóri hefur gert drög að uppfærðri húsnæðisáætlun fyrir sveitarfélagið og þarfnast hún samþykkis sveitarstjórnar áður en hún birtist á vef Húsnæðis og Mannvirkjastofnunnar. 11. Samningur um Barnaverndarþjónustu Eyjafjarðar, síðari umræða - 2302002 12. Samþykkt um fullnaðarafgreiðslu mála hjá Barnaverndarþjónustu Eyjafjarðar, síðari umræða - 2302003 13. Samþykkt um breytingu á stjórn Eyjafjarðarsveitar, síðari umræða - 2302030 14. SSNE - Boð um þátttöku í Grænum skrefum - 2301024 SSNE býður sveitarfélögum svæðisins að taka þátt í Grænum skrefum SSNE. Tilgangur verkefnisins er að efla umhverfisstarf á svæðinu og styðja sveitarfélögin við að uppfylla lögbundnar skyldur í loftslagsmálum. 15. Endurskoðun á regluverki Jöfnunarsjóðs - Samráðsgátt - 2303016 14.03.2023 Stefán Árnason, skrifstofustjóri.
14.03.2023
Fréttir

Smámunasafn Sverris Hermannssonar áfram í Sólgarði

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar og Fjárfestingafélagið Fjörður, í eigu Kristjáns Vilhelmssonar og Kolbrúnar Ingólfsdóttur, hafa gert með sér samkomulag þess efnis að Smámunasafn Sverris Hermannssonar verði áfram hýst í sólgarði og haldið opnu á sambærilegan máta og verið hefur fram til dagsins í dag. Með opnun sýningarinnar fyrir sjónum þá lána hjónin sveitarfélaginu aðstöðu undir safnið og sýningu þess í Sólgarði en skrifað var undir kaup félagsins á húsinu í dag.
07.03.2023
Fréttir

Sumarafleysing í heimaþjónustu

Sveitarfélagið óskar eftir áhugasömum aðilum til að sinna, í verktöku, sumarafleysingu í heimaþjónustu. Frekari upplýsingar um verkefni heimaþjónustunnar veitir Sandra Einarsdóttir á sandra@esveit.is eða í síma 463-0600. Áhugasamir sendi erindi á sandra@esveit.is með tengiliðaupplýsingum.
03.03.2023
Fréttir

Bakverðir heimaþjónustunnar

Sveitarfélagið auglýsir eftir áhugasömum aðilum sem gætu tekið að sér tilfallandi verkefni í heimaþjónustu í verktöku. Hefur verkefnið verið kallað bakverðir heimaþjónustunnar. Almennt er um að ræða afleysingar þegar útlit er fyrir að mikilvæg þjónusta falli annars niður af óviðráðanlegum orsökum. Því miður þá hefur þessi staða skapast nokkrum sinnum og er brýnt fyrir sveitarfélagið að leita leiða til að geta betur brugðist við þegar svo gerist, sérstaklega þar sem þörfin er mest. Frekari upplýsingar um verkefni heimaþjónustunnar veitir Sandra Einarsdóttir á sandra@esveit.is eða í síma 463-0600. Áhugasamir sendi erindi á sandra@esveit.is með tengiliðaupplýsingum.
03.03.2023
Fréttir

Fundarboð 605. fundar sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar

FUNDARBOÐ 605. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, fimmtudaginn 2. mars 2023 og hefst kl. 8:00. Dagskrá: Fundargerðir til staðfestingar 1. Framkvæmdaráð - 129 - 2302004F 1.1 2212004 - Hrafnagilsskóli viðbygging - útboð á byggingu leikskóla 1.2 2208006 - Staða framkvæmda 2022 1.3 1901017 - Húsnæðismál grunn- og leikskóla 2. Framkvæmdaráð - 130 - 2302006F 2.1 2212004 - Hrafnagilsskóli viðbygging - útboð á byggingu leikskóla 2.2 2208006 - Staða framkvæmda 2022 3. Skólanefnd Eyjafjarðarsveitar - 264 - 2301006F 3.1 2209005 - Leikskólinn Krummakot - staða og horfur skólaárið 2022-2023 3.2 2302008 - Leikskólinn Krummakot - Mat á skólastarfi 3.3 2302012 - Skólanefnd - Endurskoðun skólastefnu Eyjafjarðarsveitar 3.4 1901017 - Húsnæðismál grunn- og leikskóla 3.5 2209047 - Torfufell - Erindi til skólanefndar um skólabílaáætlun 3.6 2302014 - Skólanefnd - Kosning varaformanns 4. Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 384 - 2302008F 4.1 2302010 - Finnastaðaá - umsókn um framkvæmdaleyfi til efnistöku 2023 4.2 2301010 - Stóri-Hamar 1 - Ný heimreið 4.3 2302016 - Stóri-Hamar 1 - umsókn um leyfi fyrir malarnámu 4.4 2302018 - Höskuldsstaðir 10 - umsókn um stofnun lóðar 4.5 2302022 - Ytri-Varðgjá - umsókn um stofnun nýrrar lóðar Ytri-VarðgjáVaðlaskógur 4.6 2302027 - Ytri-Varðgjá - sameining lóða 4.7 2302021 - Ytri-Varðgjá - beiðni um framkvæmdaleyfi fyrir stíg við strandlengjuna 4.8 2302023 - Torfufell 2 - umsókn um stofnun lögbýlis 4.9 2211023 - Tjarnagerði - umsókn um byggingarreit fyrir bílskúr 2022 4.10 2302001 - Kaupangur - umsókn um stofnun lóðar undir núverandi bragga Fundargerðir til kynningar 5. Samband íslenskra sveitarfélaga - fundargerð 918 - 2302005 Almenn erindi 6. SSNE - Endurskoðun Svæðisáætlunar um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi 2015-2026 - 2111020 7. Samband íslenskra sveitarfélaga - Erindi til sveitarstjórna vegna ágangs búfjár - 2302006 8. Sala fasteigna - Sólgarður - 2208011 9. Smámunasafn Sverris Hermannssonar - 2301009 10. Samningur um Barnaverndarþjónustu Eyjafjarðar - 2302002 Fyrir sveitarstjórn er lagður samningur um Barnaverndarþjónustu Eyjafjarðar sem gerður er vegna breytinga á lagaumhverfi barnaverndar. 11. Samþykkt um fullnaðarafgreiðslu mála hjá Barnaverndarþjónustu Eyjafjarðar - 2302003 Sveitarstjórn tekur til fyrri umræðu samþykkt um fullnaðarafgreiðsu mála hjá Barnaverndarþjónustu Eyjafjarðar vegna breytinga á lagaumhverfi barnaverndar. 12. Samþykkt um breytingu á stjórn Eyjafjarðarsveitar - 2302030 Sveitarstjórn tekur til fyrri umræðu samþykkt um breytingar á samþykkt um stjórn Eyjafjarðarsveitar vegna breytinga á lagaumhverfi barnaverndar. 13. Drög að þingsályktunartillögu um landbúnaðarstefnu - Umsögn - 2302020 Sveitarstjórn tekur til umræðu drög að umsögn vegna þingsályktunar um landbúnaðarstefnu. 28.02.2023 Stefán Árnason, skrifstofustjóri.  
28.02.2023
Fréttir

Tillögur að götuheitum í Hrafnagilshverfi

Eyjafjarðarsveit kallar eftir tillögum að götuheitum fyrir tvær nýjar götur í Hrafnagilshverfi. Í nýju deiliskipulagi eru göturnar kallaðar „Gata D“, sem tengir Eyjafjarðarbraut vestri við hverfið og „Gata E“ sem er sunnan við Skólatröð. Hugmynd hefur komið upp um „Hólmatröð“ fyrir götu E og byggir það á örnefninu Hólmar sem er á því svæði. Nálgast má skipulagið á heimasíðu Eyjafjarðarsveitar fyrir þá sem vilja kynna sér staðsetningu gatnanna betur. Áhugasamir vinsamlegast sendið tillögur á esveit@esveit.is
27.02.2023
Fréttir