Ársreikningur 2024 lagður fram
Ársreikningur Eyjafjarðarsveitar fyrir árið 2024 var tekinn til síðari umræðu í dag 22. maí og samþykktur samhljóða. Fyrri umræða fór fram 8. maí 2025. Rekstur sveitarfélagsins á árinu 2024 gekk áfram vel og fjárhagsleg staða þess er sterk. Sveitarstjórn leggur áherslu á að halda áfram að tryggja stöðugleika í rekstri og ábyrga fjármálastjórn til að skapa traustan grundvöll undir áframhaldandi uppbyggingu í sveitarfélaginu.
22.05.2025
Fréttir