Fréttayfirlit

Kærar þakkir og hamingjuóskir Hans Rúnar

Hans Rúnar Snorrason kennari við Hrafnagilsskóla hlaut hvatningaverðlaun íslensku menntaverðlaunanna 2024 ásamt Bergmanni Guðmundssyni, verkefnisstjóra við Brekkuskóla og Giljaskóla á Akureyri fyrir leiðbeiningar um notkun upplýsingatækni í kennslu.
07.11.2024
Fréttir

Frá og með 18. nóvember verður öllum pósti í Hrafnagilshverfi dreift í póstbox

Athugið að þetta á við íbúa Hrafnagilshverfis en allir sem vilja geta hins vegar valið að fá sendingar í póstboxið. Nú er lokið við uppsetningu á póstboxi við Skólatröð 11 og verður það tekið í notkun frá og með 18. nóvember. Íslandspóstur hefur nú dreift eyðublaði í alla póstkassa í hverfinu og gengið í hús í Bakkatröðinni til að dreifa því. Fylla þarf út þetta eyðublað sem fyrst og setja í póstkassa sem er við póstboxið í Skólatröð 11, til að hægt sé að koma pósti til skila til einstaklinga og fyrirtækja í Hrafnagilshverfi.
06.11.2024
Fréttir

Heitavatnslaust í Hrafnagilshverfi og næsta nágrenni þess, þriðjudaginn 5.nóvember

Vegna vinnu við dreifikerfi verður lokað fyrir heitt vatn í Hrafnagilshverfi þriðjuudaginn 5. nóvember. Áætlaður tími er frá kl. 9:00 og fram eftir degi, eða meðan vinna stendur yfir.
04.11.2024
Fréttir

Héraðsreiðleið RH7 – Breyting á Aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2018-2030

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar samþykkti á fundi sínum 5. september 2024 að breyttri legu RH7 í Aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2018-2030 verði vísað í breytingarferli skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
29.10.2024
Fréttir

Kæru sveitungar

Við minnum á flösku- og dósagáminn okkar sem er á gámasvæðinu norðan við Bakkatröð. Allar endurgjaldsskyldar umbúðir eru velkomnar í hann og ágóðinn rennur beint í ferðasjóðinn okkar. Þakkir og kveðjur, nemendur í 10. bekk Hrafnagilsskóla.
29.10.2024
Fréttir

Heitavantslaust í Hrafnagilshverfi og næsta nágrenni þess miðvikudaginn 30.október

Vegna vinnu við dreifikerfi verður lokað fyrir heitt vatn í Hrafnagilshverfi miðvikudaginn 30. október. Áætlaður tími er frá kl. 10:00 og fram eftir degi, eða meðan vinna stendur yfir. Góð ráð við hitaveiturofi má finna inná heimasíðu Norðurorku á www.no.is
29.10.2024
Fréttir

Fundarboð 642. fundar sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar

FUNDARBOÐ 642. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarstofu 1, Skólatröð 9, fimmtudaginn 31. október 2024 og hefst kl. 08:00.
28.10.2024
Fréttir

Boð til eldri borgara frá Skógarböðunum

Við ætlum að endurtaka leikinn frá því í fyrra og bjóða eldri borgurum í sveitarfélögunum á Eyjafjarðarsvæðinu til okkar, sér að kostnaðarlausu. Hægt að sjá dagsetningar hér að neðan. Hlökkum til að taka á móti sem flestum :-)
25.10.2024
Fréttir

Starf hjá Skipulags- og byggingarfulltrúa Eyjafjarðar

Skipulags- og byggingarfulltrúi Eyjafjarðar auglýsir eftir aðila í afleysingu til eins árs í 50 % stöðu starfsmanns á skrifstofu. Skipulags- og byggingarfulltrúi Eyjafjarðar er byggðasamlag sem annast skipulags- og byggingarmál í Grýtubakkahreppi, Svalbarðsstrandarhreppi, Eyjafjarðarsveit og Hörgársveit og mun nýr starfsmaður annast verkefni á skrifstofu byggðasamlagsins. Starfið felst í móttöku erinda og símavörslu og fer fram á skrifstofu embættisins, Skólatröð 9 í Hrafnagilshverfi.
24.10.2024
Fréttir

Tilkynning frá RARIK - rafmagnslaust í Hrafnagilshverfi

Rafmagnslaust verður í Hlébergi, Sunnutröð, Hjallatröð, Laugatröð, Skógartröð, Vallatröð, Brekkutröð og Skólatröð þann 24.10.2024 frá kl 15:00 til kl 16:00 vegna vinnu við dreifikerfið. Mögulega kemur rafmagn á í stuttan tíma undir lok straumleysis vegna prófunar Nánari upplýsingar veitir stjórnstöð í síma 5289000. Kort af svæðinu má sjá á www.rarik.is/rof
24.10.2024
Fréttir