Fréttayfirlit

Lýðheilsustyrkur eldri borgara

Umsóknir þurfa að berast í síðasta lagi 15. desember hvers árs. Umsóknir sem berast fyrir 15. hvers mánaðar eru afgreiddar í lok mánaðarins. Styrkur fyrir árið 2024 er fjárhæð 15.000kr. Til að fá styrkinn greiddan þurfa eftirfarandi gögn að fylgja: 1. Afrit af reikningi þar sem fram kemur fyrir hvaða félagsstarf eða líkamsrækt er verið að greiða. 2. Staðfesting á greiðslu. 3. Reikningsupplýsingar til að leggja styrkinn inn á.
20.09.2024
Fréttir

Styrkveitingar vegna keppnis- og æfingaferða

Börn, ungmenni og afreksíþróttafólk sem æfa hjá félagi sem á aðild að ÍSÍ eða tekur þátt í viðurkenndum íþróttamótum getur sótt um ferðastyrk vegna keppnisferða/æfingaferða sem fylgir umtalsverður kostnaður fyrir umsækjanda. Framvísa skal staðfestingu frá þjálfara, fararstjóra eða öðrum tilbærum aðila ásamt gögnum um greiðslu kostnaðar og öðrum gögnum eftir ákvörðun skrifstofu. Hámarksstyrkur er kr. 20.000,- á ári fyrir hvern iðkanda. Umsóknir þurfa að berast í síðasta lagi 15. desember hvers árs.
20.09.2024
Fréttir

Íþrótta- og tómstundastyrkur barna og ungmenna, 6-17 ára

Styrkur árið 2024 er fjárhæð 50.000 kr. Umsóknir þurfa að berast í síðasta lagi 15. desember hvers árs. Umsóknir sem berast fyrir 15. hvers mánaðar eru afgreiddar í lok mánaðarins. Umsókn um íþrótta- og tómstundastyrk
20.09.2024
Fréttir

Application Workshop for Northeast Iceland Development Fund

A workshop for applicants for the Northeast Iceland Development fund will be held on the 20th of September. Northeast Iceland Development Fund is open for applications from the 11th of September till 16th October at 12:00 (noon). For more information see here. Northeast Iceland Development Fund is a competitive fund with the purpose of funding projects which support the objectives of Northeast Iceland Development Plan in three categories; business development and innovation, cultural projects, and start-up and operating grants in the field of culture. The workshop is on TEAMS and will cover what kind of projects are eligible for grants and where and how to apply. Sign up for the workshop here.
19.09.2024
Fréttir

Góð heilsa alla ævi - Frábærir fyrirlestrar í tilefni Íþróttaviku

UNGLINGAR – HEILBRIGÐUR LÍFSSTÍLL í Hyldýpinu föstudaginn 27. september kl. 19.30 ELDRI BORGARAR – GÓÐ NÆRING Á EFRI ÁRUM í matsal Hrafnagilsskóla laugardaginn 28. september kl. 10.00. ALMENNINGUR – MÁTTUR MATARINS í matsal Hrafnagilsskóla laugardaginn 28. september kl. 14.00.
19.09.2024
Fréttir

Fundarboð 639. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar

FUNDARBOÐ 639. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarstofu 1, Skólatröð 9, fimmtudaginn 19. september 2024 og hefst kl. 8:00.
17.09.2024
Fréttir

Styrkjatækifæri og ráðgjöf á sviði menntunar, menningar, rannsókna, nýsköpunar og æskulýðsstarfs

Kynning í Hofi þriðjudaginn 17. september kl. 16:00-18:00. Styrkja- og samstarfstækifæri sem verða kynnt er á sviði menntunar, menningar, rannsókna, nýsköpunar og æskulýðsstarfs.
17.09.2024
Fréttir

Íþróttavika Evrópu 23. – 30. september 2024 í Eyjafjarðarsveit

Íþróttavika Evrópu (European Week of Sport) er haldin víðsvegar um álfuna í september ár hvert. Markmið íþróttavikunnar er að kynna íþróttir og hreyfingu fyrir almenningi í Evrópu og er hún ætluð öllum óháð aldri, bakgrunni eða líkamlegu ástandi. Hér í Eyjafjarðarsveit verður boðið upp á góða dagskrá sem öll er án endurgjalds fyrir þátttakendur. Leitað var til einstaklinga og félagasamtaka um aðkomu að dagskránni og hafa undirtektir verið frábærar. Frítt er í sund alla þessa daga, frá mánudeginum 23. – mánudagsins 30. september.
16.09.2024
Fréttir

Messur í Eyjafjarðarsveit september 2024 - júní 2025

Sunnudaginn 29. september Messa í Kaupangskirkju kl. 13.30 Sunnudaginn 6. október Munkaþverárkirkja 180 ára. Afmælismessa kl. 13 Sunnudagskvöldið 3. nóvember Allraheilagra messa í Möðruvallakirkju kl. 20
16.09.2024
Fréttir

Opið er fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð Norðurlands eystra frá 11. september til kl. 12:00 þann 16. október.

Veittir eru styrkir úr Uppbyggingarsjóði Norðurlands eystra í eftirfarandi þremur flokkum: Verkefnastyrkir á sviði atvinnuþróunar og nýsköpunar Verkefnastyrkir á sviði menningar Stofn- og rekstrarstyrkir á sviði menningar Rafræn vinnustofa fyrir umsækjendur fer fram 18. september kl. 16:15 Skráning á vinnustofuna fer fram hér. Nánari upplýsingar um Uppbyggingarsjóð má nálgast hér.
13.09.2024
Fréttir