Deiliskipulag íbúðarsvæðis í landi Bjarkar – kynning skipulagstillögu á vinnslustigi
Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar samþykkti á fundi sínum þann 3. júní sl. að vísa skipulagstillögu fyrir íbúðarsvæði í landi Bjarkar í kynningarferli skv. 4. mgr. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Deiliskipulagstillagan tekur til um 6,2 ha stórrar spildu úr landi Bjarkar sem í gildandi aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar er skilgreind sem íbúðarsvæði ÍB28. Innan skipulagssvæðisins er ráðgert að byggja tvö einbýlishús, bílgeymslu, gestahús og gróðurhús.
07.06.2021
Fréttir
Deiliskipulagsauglýsingar