Fréttayfirlit

Opnar dyr í Eyjafjarðarsveit laugardaginn 6. desember 2025 kl. 13:00-17:00

Við ætlum að opna upp á gátt og bjóða gestum og gangandi í aðventustemningu í sveitinni. Upplagt að krækja sér í umhverfisvænar jólagjafir eins og gjafabréf á upplifanir, eitthvað ætilegt beint frá býli eða handunnar gæðavörur.
24.11.2025
Fréttir

Fjárhagsáætlun ársins 2026 samþykkt í sveitarstjórn

Sveitarstjórn tók þann 4. desember til síðari umræðu fjárhagsáætlun Eyjafjarðarsveitar fyrir árið 2026 og 2027 til 2029. Áfram er gert ráð fyrir jákvæðri afkomu bæði í A-hluta og samstæðu, með 342 m.kr. afgangi í A-hluta og 423 m.kr. afgangi á samstæðu. Rekstrartekjur samstæðu eru áætlaðar 2.205 m.kr., eða 20,8% hækkun frá útkomuspá 2025. En áfram er gert er ráð fyrir jákvæðri afkomu til ársins 2029.
04.12.2025
Fréttir

Skötuveisla á Þorláksmessu

Lionsklúbbarnir Vitaðsgjafi og Sif í Eyjafjarðarsveit bjóða til skötuveislu á Þorláksmessu, í Hrafnagilsskóla frá 11:30 til 13:30. Saltfiskur verður til reiðu handa þeim sem ekki þora. Verð er 5.000 kr. á manninn og allur ágóði rennur til líknarmála. Komið og eigið saman ilmandi góða stund fyrir jólin.
02.12.2025
Fréttir

Syndum 2025 - lengra synt en í fyrra

Gestir sundlaugarinnar í Hrafnagilshverfi lögðust hver um annan þveran til sunds í nóvembermánuði en þá var átakið Syndum sem er á vegum ÍSÍ, keyrt líkt og síðustu ár. Í fyrra voru syntir samtals 116,7 kílómetrar en í ár var bætt í og niðurstaðan er 120,95 kílómetrar. Sá sem lengst synti fór slétta 13 km, næst lengsta vegalengdin var 10 km og sú þriðja 9,2 km. Ef niðurstöðurnar eru brotnar niður á daga kemur í ljós að 17. nóvember trónir á toppnum með flesta km eða samtals 8,150 km. Sundlaugin í Hrafnagilshverfi endaði í 25. sæti yfir allar sundlaugar landsins að þessu sinni. Nú er tími til að hefja markvissar æfingar fyrir næsta Syndum-átakið 2026 og færa sig aðeins ofar í töflunni.
02.12.2025
Fréttir

Bókasafn Eyjafjarðarsveitar

Ágætu sveitungar. Jólabækurnar streyma inn á safnið þessa dagana. Af óviðráðanlegum orsökum verður þó lokað á safninu fimmtudaginn 4. og föstudaginn 5. desember.
01.12.2025
Fréttir

Bókmenntahátíð barnanna

Bókmenntahátíð barnanna verður haldin í félagsheimilinu Laugarborg í Hrafnagilshverfi fimmtudaginn 4. desember 2025. Um er að ræða samvinnuverkefni fjögurra skóla á Norðurlandi; Hrafnagilsskóla í Eyjafjarðarsveit, Valsárskóla á Svalbarðseyri, Reykjahlíðarskóla og Stórutjarnaskóla í Þingeyjarsveit. Nemendur í 5. – 8. bekk hafa skrifað bækur, hannað bókakápur og myndskreytt bækurnar. Þegar bók er gefin út þarf að sjálfsögðu að stofna bókaforlag fyrir útgáfuna og útbúa merki forlagsins og það hefur hver skóli gert. Viðburðurinn fer fram milli kl. 16:00 og 18:00. Dagskrá hefst á upplestrum, umræðum og skemmtiatriði.
25.11.2025
Fréttir

Auglýsing frá Umhverfis- og orkustofnun: Styrkir til loftslagsvænna tæknilausna í landbúnaði

"Loftslags- og orkusjóður auglýsir 80 milljónir króna í styrki til loftslagsvænna tæknilausna í landbúnaði. Í ljósi markmiða ríkisstjórnarinnar um eflingu nýsköpunar í landbúnaði og markvissari stuðning við bændur hafa Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis- orku- og loftslagsráðherra, og Hanna Katrín Friðriksson, atvinnuvegaráðherra, ákveðið að ráðstafa 80 m.kr. í sérstakan fjárfestingarstuðning við bændur. Stutt er við innleiðingu á tækni sem stuðlar að samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda með minni áburðarnotkun. Styrkumsóknir eru afgreiddar samkvæmt reglugerð nr. 1566/2024 um Loftslags- og orkusjóð. Aðferðir nákvæmnislandbúnaðar við áburðardreifingu skila sér í bættri nýtingu næringarefna, minni losun gróðurhúsalofttegunda og bættum rekstri. Árangur getur verið breytilegur eftir ræktunaraðstæðum en áhrifin eru alltaf jákvæð. Búnaðurinn er þó dýr og þessum styrkveitingum er ætlað að koma til móts við það."
24.11.2025
Fréttir

Fyrri umræða um fjárhagsáætlun 2026

Fjárhagsáætlun Eyjafjarðarsveitar fyrir árið 2026 sem lögð var fram til fyrri umræðu þann 20. nóvember 2025 gerir ráð fyrir 342 m.kr. rekstrarafgangi af A-hluta og 418 m.kr. afgangi af rekstri samstæðu.
20.11.2025
Fréttir

Alþjóðlegur minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa

"Dagurinn er til að minnast þeirra sem látist hafa í umferðinni, leiða hugann að ábyrgð hvers og eins í umferðinni en ekki hvað síst að þakka þeim viðbragðsaðilum sem veita hjálp og björgun. Að þessu sinni er sérstök áhersla lögð á notkun öryggisbelta."
14.11.2025
Fréttir

Finnastaðir var líka tilnefnt sem ræktunarbú ársins 2025

Fagráð í hrossarækt valdi alls 12 hrossaræktarbú til árlegrar heiðursviðurkenningar Bændasamtaka Íslands, sem ræktunarbú ársins og var hrossarækt á Finnastöðum eitt af þessum 12 og annað þeirra úr Eyjafjarðarsveit, sem tilnefnd voru. Upphaflega stóð valið á milli 56 búa sem náðu athyglisverðum árangri á árinu.
11.11.2025
Fréttir