Félagsheimilin

Félagsheimili var í hverjum hinna gömlu hreppa sem sameinuđust í Eyjafjarđarsveit áriđ 1991. Freyvangur í Öngulsstađahreppi, Laugarborg í Hrafnagilshreppi

Félagsheimili

Félagsheimili var í hverjum hinna gömlu hreppa sem sameinuðust í Eyjafjarðarsveit árið 1991. Freyvangur í Öngulsstaðahreppi, Laugarborg í Hrafnagilshreppi og Sólgarður í Saurbæjarhreppi. Freyvangur og Laugarborg þjóna enn sem félagsheimili þótt þau hafi að hluta fengið ný hlutverk. Nánari upplýsingar um þau má fá í valstiku hér til vinstri.

Sólgarður Eyjafjarðarsveit. Húsið var reist sem félagsheimili en hýsir nú Smámunasafn Sverris Hermannssonar.
Sólgarður stendur í landi Saurbæjar og var elst félagsheimilanna í Eyjafjarðarsveit. Elsti hluti hússins var byggður árið 1934 en síðan þá hefur verið byggt við það, enda þjónaði það um árabil sem grunnskóli Saurbæjarhrepps. Fyrstu árin eftir sameiningu hreppanna var rekið skólasel í Sólgarði en síðar var öll skólastarfsemi flutt í Hrafnagilsskóla.
Sólgarður hýsir nú Smámunasafn Sverris Hermannssonar og hefur því lokið hlutverki sínu sem félagsheimili.
 

Svćđi

Skrifstofa Eyjafjarđarsveitar

Skólatröð 9
601 Akureyri
Sími: 463 0600 Fax: 463 0611
Netfang: esveit@esveit.is
Kennitala: 410191-2029
Opnunartími: 10:00 - 14:00 

Póstlisti

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir og fleira.??

Mynd augnabliksins