Deiliskipulagsauglýsingar

Espihóll, Eyjafjarðarsveit - kynning aðal- og deiliskipulagstillögu

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar samþykkti á fundi sínum þann 18. apríl 2023 að vísa aðal- og deiliskipulagstillögu vegna breytingar á aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2018-2030 og vegna nýs deiliskipulags fyrir fyrirhugað íbúðarhús á landareigninni Espihóli, í kynningu.
23.05.2023
Fréttir Deiliskipulagsauglýsingar

Kroppur íbúðarsvæði - Ölduhverfi, Eyjafjarðarsveit auglýsing aðal- og deiliskipulagstillögu

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar samþykkti á fundi sínum þann 2. febrúar sl. að vísa aðal- og deiliskipulagstillögu fyrir íbúðarbyggð í landi Kropps í auglýsingu. Í aðalskipulagstillögunni felst að byggingarheimildir á íbúðarsvæði ÍB8 í landi Kropps eru auknar úr 80-100 íbúðum í 213 íbúðir.
04.05.2023
Fréttir Aðalskipulagsauglýsingar Deiliskipulagsauglýsingar

Samkomugerði, Eyjafjarðarsveit auglýsing aðal- og deiliskipulagstillögu

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar samþykkti á fundi sínum þann 22. september 2022 sl. að vísa aðal- og deiliskipulagstillögu fyrir frístundarbyggð í landi Samkomugerðis í auglýsingu. Í aðalskipulagstillögunni felst að skilgreint verði svæði fyrir frístundarbyggð í landi Samkomugerðis. Bætt er við svæði fyrir frístundarbyggð F17. Deiliskipulagstillagan gerir ráð fyrir tveimur frístundahúsum og er byggingarheimild fyrir einu húsi á svæðinu því óráðstafað að sinni.
23.11.2022
Fréttir Aðalskipulagsauglýsingar Deiliskipulagsauglýsingar

Eyrarland, Eyjafjarðarsveit, auglýsing aðal- og deiliskipulagstillögu

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar samþykkti á fundi sínum þann 22. september 2022 sl. að vísa aðal- og deiliskipulagstillögu fyrir íbúðarbyggð í landi Eyrarlands í auglýsingu. Í aðalskipulagstillögunni felst að byggingarheimildir á íbúðarsvæði ÍB14, þar sem í gildandi aðalskipulagi er gert ráð fyrir 10 íbúðarhúsum, eru auknar í 15 hús. Deiliskipulagstillagan tekur til tíu íbúðarlóða á íbúðarsvæði ÍB14, á spildu austan Veigastaðavegar og sunnan íbúðarbyggðarinnar Kotru.
23.11.2022
Fréttir Aðalskipulagsauglýsingar Deiliskipulagsauglýsingar

Nýtt deiliskipulag Hrafnagilshverfis tekur gildi

Nýtt deiliskipulag fyrir Hrafnagilshverfi tók gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda föstudaginn 11. nóvember síðastliðinn.
21.11.2022
Fréttir Deiliskipulagsauglýsingar

Ölduhverfi í landi Kropps, Eyjafjarðarsveit – kynning aðal- og deiliskipulagstillögu á vinnslustigi

Kynningargögn sem sýnd voru á kynningarfundi vegna aðal- og deiliskipulagstillaga á vinnslustigi fyrir fyrirhugaða uppbyggingu Ölduhverfis í landi Kropps eru nú aðgengileg á heimasíðu sveitarfélagsins. Almenningur og aðrir hagsmunaaðilar hafa nú frest til 1. desember 2022 til kynna sér skipulagstillögurnar og koma sjónarmiðum sínum varðandi tillögurnar á framfæri við sveitarfélagið. Skipulagsgögnin liggja einnig frammi á sveitarskrifstofunni og þar er unnt að spyrja fulltrúa sveitarfélagsins nánar út í skipulagsáformin.
21.11.2022
Aðalskipulagsauglýsingar Deiliskipulagsauglýsingar

Ölduhverfi í landi Kropps, Eyjafjarðarsveit – kynning aðal- og deiliskipulagstillögu á vinnslustigi

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar samþykkti á fundi sínum 8. september 2022 að kynna drög að aðal- og deiliskipulagstillögu fyrir Ölduhverfi í landi Kropps fyrir íbúum sveitarfélagsins og öðrum hagsmunaaðilum.
07.11.2022
Fréttir Deiliskipulagsauglýsingar

Eyrarland, Eyjafjarðarsveit – kynning aðal- og deiliskipulagstillögu á vinnslustigi

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar samþykkti á fundi sínum þann 25. ágúst 2022 sl. að vísa aðal- og deiliskipulagstillögu fyrir íbúðarbyggð í landi Eyrarlands í kynningarferli. Í aðalskipulagstillögunni felst að byggingarheimildir á íbúðarsvæði ÍB14, þar sem í gildandi aðalskipulagi er gert ráð fyrir 10 íbúðarhúsum, eru auknar í 15 hús. Deiliskipulagstillagan tekur til tíu íbúðarlóða á íbúðarsvæði ÍB14, á spildu austan Veigastaðavegar og sunnan íbúðarbyggðarinnar Kotru.
01.09.2022
Fréttir Aðalskipulagsauglýsingar Deiliskipulagsauglýsingar

Samkomugerði, Eyjafjarðarsveit – kynning aðal- og deiliskipulagstillögu á vinnslustigi

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar samþykkti á fundi sínum þann 25. ágúst 2022 sl. að vísa deiliskipulagstillögu fyrir frístundabyggð í landi Samkomugerðis 1 í kynningarferli. Aðalskipulagstillagan gerir ráð fyrir nýju frístundasvæði á landeigninni Samkomugerði 1 landsp. 1 þar sem heimilt er að byggja þrjú frístundahús. Deiliskipulagstillagan gerir ráð fyrir tveimur frístundahúsum og er byggingarheimild fyrir einu húsi á svæðinu því óráðstafað að sinni.
01.09.2022
Fréttir Deiliskipulagsauglýsingar

Bilskirnir, Eyjafjarðarsveit – auglýsing skipulagslýsingar

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar samþykkti á fundi sínum þann 25. ágúst sl. að vísa skipulagslýsingu fyrir fyrirhugaða íbúðarbyggð á landeigninni Bilskirni í kynningarferli. Skipulagsverkefnið lýtur að einni nýrri íbúðarlóð á svæði sem auðkennt er ÍB19 í Aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2018-2030. Skipulagslýsingin er aðgengileg á sveitarskrifstofu Eyjafjarðarsveitar, Skólatröð 9 Hrafnagilshverfi, milli 31. ágúst og 13. september 2022 sem og á heimasíðu sveitarfélagsins, esveit.is.
31.08.2022
Fréttir Deiliskipulagsauglýsingar