Deiliskipulagsauglýsingar

Skipulagslýsing deiliskipulags

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar auglýsir skipulagslýsingar skv. 3. mgr. 40 gr. skipulagslaga vegna deiliskipulags fyrir athafnasvæði í landi Stokkahlaða. Svæðið er auðkennt AT4 í gildandi aðalskipulagi sveitarfélagsins og mun deiliskipulagið taka til byggingar tveggja húsa sem nýtt verða sem atvinnu- og geymsluhúsnæði. Lýsingin mun liggja frammi á skrifstofu sveitarfélagsins frá 18. júní 2019 til og með 2. júlí 2019. Lýsingin verður einnig aðgengileg á vef sveitarfélagsins, esveit.is.
19.06.2019
Deiliskipulagsauglýsingar

Deiliskipulagstillaga

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar auglýsir tillögu að deiliskipulagi skv. 1. mgr. 41 gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir eftirtalin verkefni: Svönulundur úr landi Holtsels – íbúðarsvæði fyrir eitt einbýlishús. Kotra úr landi Syðri-Varðgjár – íbúðarsvæði fyrir sex einbýlishús. Arnarholt úr landi Leifsstaða – frístundasvæði fyrir fjögur frístundahús.
29.03.2019
Deiliskipulagsauglýsingar

Torfur, Eyjafjarðarsveit – tillaga að deiliskipulagi fyrir svínabú

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar samþykkti á fundi sínum þann 29. nóvember 2018 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir svínabú í landi Torfa í Eyjafjarðarsveit skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
03.01.2019
Deiliskipulagsauglýsingar

Skipulags- og matslýsing deiliskipulags fyrir svínabú í landi Torfna í Eyjafjarðarsveit.

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar samþykkti þann 1. október 2018 að kynna skipulags- og matslýsingu vegna vinnu deiliskipulags fyrir svínabú í landi Torfna skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagssvæðið er um 17,5 ha að stærð og er staðsett við Eyjafjarðarbraut vestari rétt sunnan Finnastaðaár. Byggingaráformin fela í sér byggingu tveggja gripahúsa alls um 5700 fm að flatarmáli sem rúma munu um 400 gyltur og 2400 grísi.
02.10.2018
Deiliskipulagsauglýsingar

Efnisnáma í landi Hvamms – tillaga að deiliskipulagi

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar samþykkti þann 8. júní 2016 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir efnisnámu í landi Hvamms skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan fellur undir lög um umhverfismat áætlana nr. 105/2006 og fylgir henni umhverfisskýrsla.
13.06.2016
Deiliskipulagsauglýsingar

Tillaga að deiliskipulagi

Tillaga að deiliskipulagi svæðis fyrir ferðaþjónustu í landi Syðri-Varðgjár, Eyjafjarðarsveit Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar samþykkti þann 11. júní 2012 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir ferðaþjónustu í landi Syðri-Varðgjár skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagssvæðið nær til verslunar- og þjónustusvæðis, sem merkt verður VÞ5-a með breytingu á Aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2005-2025 sem auglýst er samhliða auglýsingu þessari. Í tillögunni er gert ráð fyrir nýju gistihúsi og íbúðarhúsi.
15.07.2014
Deiliskipulagsauglýsingar

Þverárnáma deiliskipulag

Með vísan til ákvæða 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og í samræmi við ákvörðun sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar, 18. nóvember 2013, er hér með auglýst tillaga að deiliskipulagi efnisnámu sunnan Þverár ytri í Eyjafjarðarsveit ásamt tilheyrandi umhverfisskýrslu.
11.03.2014
Deiliskipulagsauglýsingar

Arnarholt í Leifsstaðabrúnum – deiliskipulag - endurauglýsing

Vegna formgalla við birtingu auglýsingar á gildistöku deiliskipulags 4 frístundalóða á Arnarholti, er skipulagið hér með auglýst að nýju, sbr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
31.10.2013
Deiliskipulagsauglýsingar

Hrafnagilshverfi IV, breyting á deiliskipulagi

Í samræmi við ákvörðun sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar, 25. júní 2013, er hér með auglýst tillaga að breytingu á deiliskipulagi Hrafnagilshverfis IV, skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
17.07.2013
Deiliskipulagsauglýsingar

Syðri-Varðgjá, deiliskipulag

Í samræmi við ákvörðun sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar, 12. júní 2012, er hér með auglýst tillaga að deiliskipulagi verslunar- og þjónustusvæðis VÞ 5a að Syðri-Varðgjá, skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
14.06.2012
Deiliskipulagsauglýsingar