Auglýsingablaðið er hugsað fyrir sveitunga að auglýsa sér að kostnaðarlausu.
Skilafrestur er fyrir kl. 10:00 á þriðjudögum og er blaðinu dreift á miðvikudögum skv. dreifingardagatali póstsins (Eyjafjarðarsveit er "blá").
Senda þarf texta, þ.e. texta í tölvupósti eða í word fylgiskjali á esveit@esveit.is eða hringja í 463-0600. Hægt er að birta logo eða mjög litla mynd með auglýsingu sem prentast í svart/hvítu.
Hámarksstærð auglýsinga er 100 orð (mögulega þarf þó að stytta texta ef mikið magn auglýsinga er í það skipti). Endurtekningu þarf að stilla í hóf. Auglýsingu er sleppt ef hún hefur birst í fyrra blaði og næsta blað er fullt af nýjum auglýsingum.