Smámunasafn Sverris Hermannssonar

Í Sólgarði í Eyjafjarðarsveit er einkasafn sem er eina safn sinnar tegundar á Íslandi. Smámunasafnið er ekki minjasafn, landbúnaðarsafn, verkfærasafn, búsáhaldasafn, naglasafn, járnsmíðasafn eða lyklasafn heldur allt þetta og meira til. Í áratugi safnaði Sverrir Hermannsson yfir þúsund hlutum á ári, allt frá grammófónsnálum til heilu einkasafnanna af smíðaverkfærum. Smíðaverkfæri Sverris sjálfs og annarra skipa stóran sess í safninu en þar er hægt að sjá þróunarsögu hinna ýmsu tóla og tækja, til að mynda eru þar heflar af öllum gerðum, gamlir og nýir.

Opnunartími:
Smámunasafnið er opið frá 15. maí til 15. september ár hvert.
Opið er alla daga vikunnar milli kl. 11.00 og 17.00
Hópar geta fengið að heimsækja safnið utan auglýsts opnunartíma.
Heimasíðu Smámunasafnsins má sjá hér.

 

Síðast uppfært 21. ágúst 2019
Getum við bætt efni síðunnar?