Fundur um skriðuföll
Eins og kunnugt er féllu margar aurskriður í innanverðri Eyjafjarðarsveit í des. á síðasta ári auk þess sem stífla efri Djúpadalsvirkjunar brast og olli miklu flóði til viðbótar við gríðarlega vatnavexti sem orðið höfðu vegna mikillar úrkomu og snjóbráðnunar. Um þessa atburði, hugsanlegar ástæður, afleiðingar og viðbrögð var fjallað á almennum fundi í Sólgarði miðvikudaginn 7. þ. m.
12.03.2007