Fréttayfirlit

Sölusýning og stóðréttardansleikur

Mikið verður um að vera á Melgerðismelum laugardaginn 3. október n. k.  Í framhaldi af stóðréttinni kl. 13, stendur Hrossaræktarfélagið Náttfari fyrir sölusýningu. Ótamin tryppi verða þá sýnd í Melaskjóli og tamin hross á hringvellinum við stóðhestahúsið.

Um kvöldið heldur svo Hestamannafélagið Funi stóðréttardansleik í Funaborg. Húsið opnar kl 22:00 og mun hljómsveitin Í sjöunda himni leika fyrir dansi fram á morgun.

29.09.2009

Hrossasmölun og stóðréttir


Hrossum verður smalað í Eyjafjarðarsveit 2. – 3. október. Hrossaeigendur hafa fengið gangnaseðla senda heim en einnig má sjá seðlana hér að neðan.
 
Hrafnagilsdeild
Réttað verður á Þverárrétt laugardaginn 3. október kl 10:00 og á Melgerðismelarétt kl. 13:00. Á Melgerðismelum verða seldar alls kyns ljúffengar veitingar.
28.09.2009

Sala á háhraðanettengingum hafin


Fjarskiptasjóður samdi fyrr á þessu ári við Símann hf um uppbyggingu á háhraðanettengingum til að tryggja öllum landsmönnum aðgang tenginga óháð búsetu. Uppbyggingu er nú lokið í Eyjafjarðarsveit og skv. tilkynningu fjarskiptasjóðs, átti salan að hefjast 22. sept. s. l.

Tilkynning fjarskiptasjóðs

23.09.2009

Heimsókn á skrifstofu sveitarfélagins

skolaheimsokn_220909_02_120 Útivistardagur Hrafnagilsskóla var í dag 22. september. Nemendur á yngsta stigi skólans (1.-4. bekkur) komu þá við á skrifstofu sveitarfélagsins og fengu  léttar veitingar.
Starfsfólk skrifstofu þakkar gestunum kærlega fyrir komuna.
22.09.2009

Atvinna


Starfsmaður óskast

Leikskólinn Krummakot óskar að ráða starfsmann í blönduð störf. Vinnutími er frá 12:00 – 16:00. Upplýsingar veitir Þorvaldur skólastjóri Krummakots í síma 464 8120 / 464 8122 og á netfangið  krummakot@krummi.is    
Heimasíðuslóð leikskólans er http://www.krummakot.krummi.is

10.09.2009

Fréttatilkynning frá Minjasafninu á Akureyri


Evrópski menningarminjadagurinn í Gamla bænum Laufási

Evrópski menningarminjadagurinn 2009 verður haldinn sunnudaginn 6. september. Þema dagsins að þessu sinni er torfhús í fortíð og nútíð. Af því tilefni verður boðið uppá forvitnilega dagskrá í Gamla bænum Laufási í Eyjafirði frá kl 14 – 16.
04.09.2009

Vetraropnun sundlaugar 2009 - 2010


Vetraropnun sundlaugar frá  og með 1. september 2009

Mánudaga - föstudaga  6:30  - 20:00
Laugardaga – sunnudaga 10:00 - 17:00
Á helgidögum og almennum frídögum 10:00 - 17:00

Hætt er að hleypa ofan í laugina 15 mín fyrir lokun.

Sími : 464-8140 / 895-9611

01.09.2009