Fréttayfirlit

Þorrablót 2010 - heimanám!


Þorrablót Eyjafjarðarsveitar 2010:
Þá er komið að því!
Þorrablótsgestir eru vinsamlegast beðnir um að nota tímann fram að blóti til að æfa lagið hér fyrir neðan. Minnum ykkur á að mæta tímanlega á laugardagskvöldið, húsið opnar kl. 20:00 og borðhald hefst stundvíslega kl 20:45. Góða skemmtun!!

Í sjöunda himni (Lag: My Bonnie is over the ocean)
Í sveitinni gerist nú gaman
gleðin hún tekur öll völd.
Í sjöunda himni við saman
syngjum á blótinu í kvöld.

Syngjum, syngjum
í sveitinni tekur nú gleðin völd.
Syngjum, syngjum,
í sjöunda himni í kvöld.
Höf: S.R.S.

Kv. nefndin
29.01.2010

Þorrablót Eyjafjarðarsveitar 2010 - miðasala

Þorrablót Eyjafjarðarsveitar 2010 verður haldið með hefðbundnum hætti í íþróttahúsinu við Hrafnagilsskóla laugardagskvöldið 30. janúar n.k.
Húsið opnar kl: 20:00 en dagskráin hefst stundvíslega kl: 20:45 með áti, glaumi og gleði. Munið að hafa nóg í trogunum og þar til gerð áhöld með (diska og hnífapör), glös verða á staðnum.

Pantaðir miðar verða seldir í anddyri sundlaugar Eyjafjarðarsveitar mánudagskvöldið 25. jan. og þriðjudagskvöldið 26. jan. milli kl 20:00 og 22:00. Einnig verða seldir miðar á skrifstofu sveitarinnar milli kl 10:00 og 14:00 sömu daga.

Miðaverð er 3500 kr. ATH! Ekki er tekið við greiðslu með greiðslukortum.

 

26.01.2010

Þorrablót Eyjafjarðarsveitar 2010

Þorrablót Eyjafjarðarsveitar 2010 verður haldið með hefðbundnum hætti í íþróttahúsinu við Hrafnagilsskóla laugardagskvöldið 30. janúar n.k.

Miðapantanir voru 20. og 21. janúar en fyrir þá sem steingleymdu sér má hringja í:
461-2244 / 864-3199 – Selma og Óli
462-4474 / 866-0744 – Kristín og Gunnar
463-1281 – Árni og Gunna

Miðarnir verða seldir í anddyri sundlaugarinnar í Hrafnagilsskóla mánudagskvöldið 25. jan. og þriðjudagskvöldið 26. jan. milli kl 20:00 og 22:00. Einnig verða seldir miðar á skrifstofu sveitarinnar milli kl 10:00 og 14:00 sömu daga.
Miðaverð er 3500 kr. ATH! Tökum ekki greiðslukort.
Allir velkomnir
Með bestu kveðju  - Nefndin

21.01.2010

Kroppur deiliskipulag

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar auglýsir hér með tillögu að deiliskipulagi 9 nýrra íbúðarhúsalóða á 1,62 ha. spildu úr landi Kropps. Spildan er austan Eyjafjarðarbrautar (821), gegnt Jólahúsinu. Tillagan er í samræmi við aðalskipulag.
19.01.2010

Landspilda úr landi Kropps - deiliskipulag

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar auglýsir hér með tillögu að deiliskipulagi 9 nýrra íbúðarhúsalóða á 1,62 ha. spildu úr landi Kropps. Spildan er austan Eyjafjarðarbrautar (821), gegnt Jólahúsinu. Tillagan er í samræmi við aðalskipulag.
Skipulagið ásamt greinargerð má einnig sjá á skrifstofu sveitarfélagsins.

Deiliskipulag

Greinargerð með deiliskipulagi

Hverjum þeim aðila sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar. Frestur til að gera athugasemdir við tillögurnar er til og með 3. mars 2010. Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast skrifstofu Eyjafjarðarsveitar. Hver sá sem ekki gerir athugasemd við tillöguna fyrir auglýstan frest telst samþykkur henni.
19. janúar 2010, Sveitarstjóri Eyjafjarðarsveitar
19.01.2010

Fréttatilkynning frá Menningarráði Eyþings

Menningarráð Eyþings hefur nú auglýst til umsóknar verkefnastyrki til menningarstarfs á Norðausturlandi.
Rafrænt fréttabréf menningarráðs ásamt auglýsingu um verkefnastyrkina og viðveru menningarfulltrúa á svæðinu, má lesa hér .
18.01.2010

Ný fundaraðstaða - Nafn óskast


Nú er lokið framkvæmdum við nýja fundaraðstöðu í heimavistarhúsinu við Hrafnagilsskóla. Þarna er ágæt aðstaða fyrir u.þ.b. 20 manna fundi og er til reiðu fyrir félagasamtök og aðra sem þurfa á henni að halda. Tekið er við bókunum í Íþróttamiðstöðinni, sími 464 8140.
Áhugi er á að nefna þessa aðstöðu og er hér með óskað eftir tillögum að nafni. Tillögur sendist á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar sími 463 1335 eða á netfangið esveit@esveit.is .
Sveitarstjóri
14.01.2010

Í ljósaskiptunum

tjarnir_10.1.2010_120 Benjamín Baldursson, Ytri-Tjörnum, sendi ritstjórn þessa fallegu mynd sem hann tók í ljósaskiptunum sunnudaginn 10. janúar s. l.
Myndin er tekin til suð-vesturs frá Ytri-Tjörnum.
 
12.01.2010

Þorrablót Eyjafjarðarsveitar 30. janúar 2010


Í vini alla nú skal ná
og næra í fjallasalnum.
Þorrinn kallar alltaf á
ákaft svall í dalnum.

Gaul á ný er görnum í
geymum því að fasta
tökum frí og hjartahlý
hittumst þrítugasta.

Glettni dafni, gríni og
gleði jafnan skili,
að allir safnist sín með trog
og sukk að Hrafnagili.
Höf: S.R.S.
08.01.2010