Fréttayfirlit

Ráðning sveitarstjóra og skipan í nefndir


Jónas Vigfússon hefur verið endurráðinn í stöðu sveitarstjóra Eyjafjarðarsveitar. Þá hefur nýkjörin sveitarstjórn einnig skipað í nefndir og ráð sveitarfélagsins. Upplýsingar um skipanirnar verða settar inn hér á heimasíðu sveitarfélagsins á næstu dögum.
 
25.06.2010

Sveitarstjórnarfundur

388. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar, sem jafnframt verður fyrsti fundur nýkjörinnar sveitarstjórnar, verður haldinn að Syðra Laugalandi, þriðjudaginn. 22. júní n.k. og hefst kl. 15:00. Dagskrá fundarins má sjá á upplýsingatöflu á skrifstofu sveitarfélagsins sem og hér á heimasíðu sveitarinnar.

21.06.2010

Fréttatilkynning

Fjölskylduhátíð í tilefni af 45 ára afmæli Hólavatns

holavatn_120 Sunnudaginn 20. júní fagna sumarbúðirnar Hólavatni 45 ára afmæli og gleðjast um leið yfir fokheldri nýbyggingu sem verður til sýnis fyrir gesti.
Dagskrá hefst kl. 14.00 og stendur fram eftir degi. Fjölmargt skemmtilegt í boði fyrir alla fjölskylduna, útileiktæki, bátar og óvæntar uppákomur. Allir vinir og velunnarar eru hjartanlega velkomnir.

18.06.2010

Sundlaug Eyjafjarðarsveitar

 
sundlaug2010_400

OPIÐ 17. JÚNÍ KL. 10:00 - 20:00
FJÖLSKYLDAN Í SUND -FRÍTT FYRIR 15 ÁRA OG YNGRI

Sjá gjaldskrá og opnunartíma hér
16.06.2010

Vélasýning og flóamarkaður

Smámunasafnið í Sólgarði sunnudaginn 20. júní milli kl. 13 og 17.
 
Í aðalhlutverki verður International 1020 jarðvinnsludráttarvél frá árinu 1930. Þetta er fyrsta jarðvinnsluvélin sem Eyfirðingar eignuðust. Stórmerkilegvél og lítur svo ljómandi vel út eftir að Baldur Steingrímsson og feiri fóru höndum um hana. Vélin er nú gangfær og áhugasamir geta fengið að aka henni.
 
Á sama stað og tíma verður kvenfélagið Hjálpin með flóamarkað,. Til sölu verður allt mögulegt fyrir heimilið og fjölskylduna. Nýsoðin chilisulta þessi góða sem við vorum með á Handverkshátíðinni í fyrra, broddur og rabbarbarii. Við munum svo dreifa ágóðanum í góð málefni að vanda. Hafið íslenskar krónur með,  því við höfum ekki posa.

14.06.2010

Frá Skjólbeltasjóði Kristjáns Jónssonar

Íbúar í gamla Öngulsstaðahreppi, sem ætla að rækta skjólbelti í sumar, geta sótt um styrki úr Skjólbeltasjóði Kristjáns Jónssonar. Umsóknir sendist til formanns sjóðsins Benjamíns Baldurssonar Ytri-Tjörnum fyrir 20. júní 2010.
Ekki verður unnt að afgreiða umsóknir sem berast eftir þann tíma. Vinsamlegast endursendið umsóknir frá fyrra ári ef þær fengu ekki afgreiðslu þá.
Netfang: tjarnir@simnet.is Tilgreina skal lengd og hve margra raða fyrirhugað skjólbelti á að vera.

14.06.2010

Sleppingar - Breyttar dagssetningar


Sleppingar á sameiginleg sumarbeitilönd

Atvinnumálanefnd hefur ákveðið, vegna góðrar sprettu að undanförnu, að flýta viðmiðunardagssetningum sleppingar á sumarbeitilönd sauðfjár til 12. júní n.k. og stórgripa til 20. júní n.k.
09.06.2010

Fréttatilkynning frá Handverkshátíð 2010


Umsóknirnar streyma inn :-)

Umsóknarfresturinn rennur út 10. júní n. k.....  Sjá nánar á http://handverkshatid.is

07.06.2010

Sleppingar á sumarbeitilönd 2010


Sleppa má sauðfé á sameiginleg sumarbeitilönd frá og með 15. júní n.k og stórgripum frá og með 1. júlí.

Landeigendur eru minntir á að lagfæra girðingar sem aðskilja sumarbeitilöndin frá þeirra heimalöndum áður en að sleppingum kemur.

Þeir sem ekki hafa staðið sig að undanförnu eru sérstaklega áminntir um þetta.

07.06.2010

Úrslit sveitarstjórnarkosninganna 29. maí 2010

Á kjörskrá voru 713, 366 karlar og 347 konur.  Alls  kusu  541.  Auðir seðlar og ógildir voru 24.  Kosningaþáttakan var 75.8%.  
Kjörfundur stóð frá kl. 10:00 til 22:00.
 

02.06.2010