Fréttayfirlit

Álagningarseðlar 2010

Hér að neðan má sjá gangnaseðla fyrir fjárgöngur  í Eyjafjarðarsveit. Á þeim koma fram þeir aðilar sem sleppa fé á afrétt auk Fjallskilasjóðs. Göngur eru lagðar á fjáreigendur eftir fjárfjölda, þó mismunandi eftir deildum og svæðum. Á seðlunum má sjá hvar er um 1/2 dagsverk að ræða og hvað gert er ráð fyrir mörgum mönnum í 1. og 2. göngur.

Öngulstaðadeild fjárgöngur

Saurbæjardeild fjárgöngur

Hrafnagilsdeild fjárgöngur


27.08.2010

Göngur og réttir 2010

1. göngur verða 4.-5. sept. nema norðan Fiskilækjar þar verða þær 11. sept.
Réttað verður laugardaginn 4. september í Hraungerðisrétt og Möðruvallarétt þegar gangnamenn koma að, og sunnudaginn 5. september í Þverárrétt ytri kl. 10.

2. göngur verða 18.-19. sept.

Hrossasmölun verður 1.-2. október.
Stóðréttir verða laugardaginn 2. okt. í Þverárrétt ytri kl. 10 og Melgerðismelarétt kl. 13.

 

17.08.2010

Aðsóknarmet slegin á Handverkshátíð

Það má með sanni segja að Handverkshátíð við Hrafnagilsskóla hafi farið vel af stað þessa fyrstu tvo daga.  Aðsóknarmet voru slegin strax fyrsta daginn.  Hátíðin verður opin í dag sunnudag og á morgun mánudag klukkan 12-19.  Fjöldi viðburða verða á dagskrá en hæst ber að nefna svokallaðan brunaslöngubolta en sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar mun etja kappi við nágrannasveitarstjórnir á Eyjafjarðarsvæðinu.  Leikar hefjast klukkan 14:30.  Rúningur, tískusýningar, söguþorp, fegurðarsamkeppni landnámshænsna og fleira hafa glatt gesti hátíðarinna og mun gera næstu tvo daga.   Á hátíðarsamkomu í gærkvöldi voru verðlaun veitt fyrir sölubás ársins en Volcano design og Krista design fengu þann titil.  Einnig er Handverksmaður ársins 2010 valinn hvert ár og nú var það Ragnar Arason rennismiður frá Höfn í Hornafirði sem fékk þennan eftirsóknarverða titil.

img_1181_400 

08.08.2010

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar skorar á nágranna sína

Um næstu helgi verður Eyjaförður undirlagður í hátíðum en Handverkshátíð verður haldin dagana 6.-9.ágúst.  Meðal viðburða í tengslum við hátíðina verður brunaslöngubolti þar sem sveitarstjórnir á Eyjafjarðarsvæðinu munu takast á.  Leikirnir fara fram á fótboltavellinum við hátíðarsvæðið n. k. sunnudag og hefjast kl. 14:30.  Búist er við fjörugum kappleik.  Sveitarstjórnir sem taka þátt eru Grýtubakkahreppur, Svalbarðasstrandahreppur, Hörgárbyggð, Akureyri og Eyjafjarðarsveit.

Brunaslöngubolti fer þannig fram að spilað er á fótboltavelli með tvö mörk.  Markmaður hvors liðs fær brunaslöngu sem nýta skal til varnar.  Liðin eiga svo að keppast við að skora mark hjá andstæðingnum og þá sérstaklega að komast framhjá brunaslöngumarkmanninum.

brunaslongubolti04_400

04.08.2010

Tískusýningar

Hvern dag klukkan 16 munu hönnuðir standa að tískusýningu á svæðinu.

Viðburður sem vert er að skoða því mikið af flottum hönnuðum og framleiðendum taka þátt.

handverkshatid_minni6_400_01
 

04.08.2010

Forndráttarvélar

Það er orðinn ómissandi hluti Handverkshátíðar að fá vélasýningu frá áhugahópi sem vinnur að uppbyggingu búvélasafns í sveitinni.  Hluti vélanna þeirra verður til sýnis á hátíðinni.

 img_2717_400

03.08.2010

Félag landnámshænsna á Handverkshátíð

Félag landnámshænsna tekur þátt í hátíðinni og verða með sýningu á 60 fuglum.   Þar verður keppt um fallegasta fuglinn en gestir hátíðarinnar munu kjósa.  Úrslit verða kunngjörð á sunnudeginum og titillinn er alltaf mjög eftirsóttur svo ekki sé meira sagt.  Ungar munu skríða úr eggjum á hátíðinni og mun ungviðið örugglega gleðja auga hátíðargesta.

hani 

03.08.2010

Rúningur og söguþorp

Á útisvæði Handverkshátíðar sem verður um næstu helgi verður komið upp söguþorpi en það eru Gásahópur og  Handraðinn/Laufáshópur sem ætla að taka höndum saman við að glæða fallegt útisvæði lífi.  Hugmyndin er að sýna eins konar tímavél þar sem tímabil landnáms allt til dagsins í dag er spannað í handverki.  Baðstofa og miðaldatjöld og tilheyrandi verkvinna verður viðhöfð í þessu spennandi söguþorpi.  Birgir Arason í Gullbrekku mun sýna rúning hátíðardagana, ullin verður spunnin og unnin í söguþorpinu.

handverkshatid_minni4_400
 

02.08.2010