Fréttayfirlit

Eyvindur 2011

Þá er undirbúningur hafinn að útgáfu Eyvindar 2011 og auglýsir ritnefndin hér með eftir efni í blaðið.  Frásagnir og sögur, ljóð og vísur, myndir og gamanmál, eða bara hvað sem er, allt kemur til greina. Hægt er að koma efni til okkar í tölvupósti eða síma.

Páll Ingvarsson pall_reyk@nett.is
Helga Gunnlaugsdóttir helgagunnl@simnet.is
Benjamín Baldursson tjarnir@simnet.is
Hannes Örn Blandon Hannes.Blandon@kirkjan.is
Margrét Aradóttir mara@simnet.is
Ingibjörg Jónsdóttir sími 4631381


 

21.10.2011

Aurskriða í Torfufellsdal

Aurskriða féll í Torfufellsdal 14. október s.l.

Gunnar Jónsson frá Villingadal sendi okkur nokkrar myndir af skriðunni.

 

20.10.2011

Freyvangsleikhúsið býður þér í leikhús

Freyvangsleikhúsið býður sveitungum í Eyjafjarðarsveit að koma og sjá sýninguna NÝVIRKI - níu ný stuttverk n.k. föstudag 14. október kl. 20:00 í Freyvangi. Þeir sem vilja þiggja þetta boð eru vinsamlega beðnir að panta miða fyrirfram á freyvangur.net eða í síma 857 5598.
Það er óþarfi að örvænta þó þú komist ekki á þessa sérstöku boðssýningu því stefnt er að því að sýna á föstudögum og laugardögum í október. Miðaverði er stillt í hóf, eða kr. 1.500,- og alltaf gott tilboð í gangi á barnum.
Vonumst til að sjá ykkur sem flest, Freyvangsleikhúsið

12.10.2011

Uppskeruhátíð Mardallar

 Sunnudaginn 16. 10. 2011, kl. 13:00 - 17:00 við ”Dyngjuna-listhús” í landi Fífilbrekku, Eyjafjarðarsveit.

Boðið upp á ýmiss konar listmuni, gómsæta vöru og tekið verður til í geymslum og fagrir munir skipta um eigendur. Forn vöruskipti verða í heiðri höfð.
Uppskeruhátíðin er haldinn í samstarfi við Mardöll – félag um menningararf kvenna.
Nánari upplýsingar og leiðarlýsing hjá Höddu í síma 899-8770 og hadda@simnet.is
Sjá nánar á www.mardoll.blog.is
Við erum undir berum himni, svo klæðið ykkur samkvæmt því.

12.10.2011

Svæðisskipulag Eyjafjarðar - skipulagslýsing

Í samræmi við 23. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 auglýsir svæðisskipulagsnefnd lýsingu á skipulagsverkefninu.

Í lýsingunni er gerð grein fyrir hvaða áherslur nefndin hefur við gerð skipulagsins, forsendur þess og fyrirliggjandi stefna.

10.10.2011

Freyvangsleikhúsið frumsýnir haustverkefni 2011

Föstudaginn 7. október kl. 20:00 verður haustverkefni Freyvangsleikhússins 2011 frumsýnt. Að þessu sinni er um að ræða einþáttungahátíð þar sem 9 stuttverk eftir 8 höfunda verða frumflutt. Miðaverð er kr. 1.500,- og hægt er að panta miða á Freyvangur.net og í síma 857 5598 (skiljið eftir skilaboð á símsvara ef ekki er svarað).
Okkur langar sérstaklega til að bjóða sveitungum okkar í Eyjafjarðarsveit á 3. sýningu kl. 20:00 föstudaginn 14. október endurgjaldslaust. Þeir sem vilja þiggja þetta boð eru vinsamlega beðnir um að panta miða fyrirfram þar sem húsið tekur bara ákveðið marga áhorfendur.
Stefnt er að því að sýna út október. Barinn og sjoppan opin meðan á sýningum stendur.
Vonumst til að sjá ykkur sem flest, Freyvangsleikhúsið.

04.10.2011

Lífrænn úrgangur sunnan Miðbrautar

Einhvers misskilnings virðist gæta um flokkun lífræns úrgangs sunnan Miðbrautar, en sérstök söfnun á honum fer ekki fram. 

 

03.10.2011