Fréttayfirlit

Opnunartími sundlaugar um verslunarmannahelgina

Sundlaugin verður opin alla verslunarmannahelgina

laugardag til mánudags frá kl. 10:00 - 20:00.

Íþróttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar

27.07.2011

Miðaldadagar á Gásum 16. – 19. júlí

Miðaldadagar 2010 - Mynd: akureyri.is Þung högg eldsmiðsins og  háreysti kaupmanna í bakgrunni ásamt sverðaglamri kappsfullra fornmanna blandast hlátrasköllum barna  á MIÐALDADÖGUM  á Gásum í Eyjafirði 16.-19. júlí. Þetta er hluti af þeirri miðaldamynd sem gestir geta upplifað þar.  Á MIÐALDADÖGUM færist líf í Gásakaupstað sem var forn verslunarstaður á miðöldum. Handverksfólk, íklætt miðaldaklæðnaði, vinnur að leður- og vattarsaumi, jurtalitun, reipisgerð, tálgun í tré, spjaldvefnaði, boga- og örvagerð svo eitthvað sé nefnt.

14.07.2011