Fréttayfirlit

Glæsilegur árangur Dalbjargar á björgunarleikum Landsbjargar

Björgunarleikur Slysavarnafélagsins Landsbjargar var haldinn um síðustu helgi. 24 lið voru skráð til leiks frá sveitum víðsvegar um landið. Í stuttu máli sagt gerði "Made in sveitin" sér lítið fyrir og náði 4. sæti. Nánar um björgunarleikana má lesa hér.
31.05.2013

Sumaropnun í Gamla bænum Laufási

Gamli bærinn í Laufási opnar dyr sínar upp á gátt laugardaginn 1. júní kl. 9:00 og býður velkomna alla þá gesti, innlenda og erlenda, sem leggja land undir fót í sumar. Sunnudaginn 2. júní er tilvalið að gera sér ferð í Laufás því kl. 14:00 til 16:00 verður handverksfólk úr Þjóðháttafélaginu Handraðnum að störfum í Gamla bænum og starfsfólk Pólarhesta koma með hesta og teyma undir ungum gestum á flötinni.
29.05.2013

Vinna fyrir unglinga - umsóknarfrestur framlengdur til og með þriðjudagsins 4. júní

Eyjafjarðarsveit býður unglingum fæddum 1997, 1998 og 1999 vinnu við umhverfisverkefni á komandi sumri. Skila þarf umsóknum til skrifstofu Eyjafjarðarsveitar eða á netfangið esveit@esveit.is. Í umsókn þarf að koma fram nafn og kennitala umsækjanda, nafn forráðamanns og sími. Skrifstofa Eyjafjarðarsveitar s. 463-0600
15.05.2013

Lausar stöður við Hrafnagilsskóla; leik- og grunnskóladeild

Óskað er eftir aðstoðarskólastjóra frá og með 1. ágúst, leik- og grunnskólakennurum frá og með 1. ágúst, stuðningsfulltrúum við grunnskólann frá og með 1. ágúst og sumarafleysingu við leikskólann Krummakot frá og með 3. júní.
14.05.2013

Fundarboð 433. fundar sveitarstjórnar, 22. maí n.k.

433. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarstofu 1, Skólatröð 9, miðvikudaginn 22. maí 2013 og hefst kl. 12:00
13.05.2013

Íþróttamiðstöðin verður lokuð 18. - 27. maí vegna viðhalds

Opnum aftur í potta, eimbað og sal þriðjudaginn 28. maí kl. 8:00 - 21:00 virka daga og kl. 10:00 - 17:00 um helgar. Íþróttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar
13.05.2013

Eyfirski safnadagurinn vel sóttur

Það voru margir sem gerðu sér glaðan dag, síðastliðinn laugardag, þegar EYFIRSKI safnadagurinn var haldinn í sjöunda sinn. Söfnin fengu hátt í 3000 heimsóknir. Það er því greinilegt að íbúar í Eyjafirði og ferðafólk kann vel að meta það að geta farið á milli forvitnilegra og fróðlegra safna í Eyjafirði. Sögulegt fólk var þema dagsins. Margir nýttu sér því þann fróðleik sem í boði var .
08.05.2013