Erindi um Guðrúnu Ketilsdóttur - vinnukonu í Eyjafjarðarsveit á 18. öld
Fimmtudagskvöldið 27. mars kl. 20:00 í mötuneyti Hrafnagilsskóla mun Guðný Hallgrímsdóttir flytja erindi um sögu Guðrúnar Ketilsdóttur, sem vann á fjölmörgum bæjum sveitarinnar á 18. öld. Margt fróðlegt kemur þar fram um lífshætti og menningu þess tíma. Guðrún fæddist á Sámsstöðum 1759 og er sjálfsævisaga hennar líklega elsta varðveitta sjálfsævisaga íslenskrar alþýðukonu.
Erindið og veitingar eru í boði Menningarmálanefndar.
25.03.2014