Fréttayfirlit

Óvissa um hvort takist að tæma endurvinnslutunnur í dag

Óvísst er hvort að Gámaþjónustan geti tæmt endurvinnslutunnur í dag sökum mikillar hálku. Ef það tekst ekki verður það gert við fyrsta tækifæri.
28.12.2015

Jólakveðja

Eyjafjarðarsveit sendir íbúum sveitarfélagsins sem og landsmönnum öllum hugheilar jóla- og nýjárskveðjur með þökk fyrir ánægjuleg samskipti á árinu sem er að líða.
23.12.2015

Kynning á breytingu á aðalskipulagi Eyjafjaraðrsveitar

Nú er til kynningar breyting á aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2005-2025 þar sem legu gönguleiðar GL-1 og reiðleiðar HL-1 (héraðsleið) sem liggja frá Akureyri að Hrafnagilshverfi er breytt á hluta leiðarinnar. Kynningin er í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
22.12.2015

Fjárhagsáætlun Eyjafjarðarsveitar 2016 og fyrir árin 2017 -2019 samþykkt

Fjárhagsáætlun Eyjafjarðarsveitar fyrir árið 2016 og árin 2017 - 2019 var tekin til síðari umræðu 11. desember síðast liðinn. Áætlunin endurspeglar sterka stöðu Eyjafjarðarsveitar en samhliða henni var fjárfestingar- og viðhaldsáætlun samþykkt fyrir árið 2016 kr. 47,5 millj. og fyrir árin 2017 - 2019 kr. 168 millj.
15.12.2015

Tafir á sorphirðu

Vegna færðar og veðurs hafa orðið tafir á sorphirðu, Gámaþjónustan stefnir að því að klára verkið eftir hádegið á morgun, miðvikudaginn 9.12.2015.
08.12.2015

Fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar

Fundur sveitarstjórnar verður haldinn föstudaginn 11. desember kl.16.00 í fundarstofu 2, Skólatröð 9.
08.12.2015

Tilkynning vegna óvissuástands

Líkt og fram hefur komið hefur embætti Ríkislögreglustjóra lýst yfir óvissustigi á landinu vegna óveðurs, í samráði við alla lögreglustjóra landsins. Gert er ráð fyrir að veðrið byrji hér seinni partinn og standi fram á hádegi á morgun. Aðgerðarstjórnir hér í umdæminu hafa fundað í dag og tekið stöðuna og eru í viðbragðsstöðu.
07.12.2015

Opnunartímar í Íþróttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar yfir hátíðirnar

Opnunartímar í Íþróttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar yfir hátíðarnar verður sem hér segir: 23.-26. des. lokað 27. des. opið kl 10.00-17.00 28.-30. des. opið kl. 06.30-21.00 31. des lokað 1. jan. lokað 2. jan opið kl 10.00-17.00
07.12.2015