Fréttayfirlit

FUNDARBOÐ 468. fundar sveitarstjórnar

468. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarstofu 1, Skólatröð 9, miðvikudaginn 2. september 2015 og hefst kl. 15:00
28.08.2015

Göngur og réttir 2015

Fyrstu fjárgöngur verða 5. og 6. september og aðrar göngur 19. og 20. september. Norðan Fiskilækjar verða fyrstu göngur 12. september og aðrar göngur 26. september. Hrossasmölun verður 2. október og hrossaréttir 3. október. Gangnaseðlar verða sendir út föstudaginn 28. ágúst en þá má einnig sjá hér fyrir neðan
28.08.2015

Ljósleiðari í Eyjafjarðarsveit

Starfsmenn á vegum Tengis munu á næstu dögum koma við á þeim bæjum sem eru á svæðinu frá Sólgarði að Hólsgerði, bæði austan og vestan ár. Starfsmennirnir vilja kanna áhuga íbúa á ljósleiðaratengingu og skoða aðstæður með húseigendum ásamt því að svara spurningum ef einhverjar eru. Rétt er að benda á að eigendur sumar- og frístundahúsa þurfa sjálfir að hafa samband við Tengi í s: 460 0460 hafi þeir áhuga á að tengjast ljósleiðara. Það er mun ódýrara að fá tenginguna meðan á framkvæmdunum stendur heldur en fá hana síðar. Tengir ehf.
26.08.2015

Göngur og réttir 2015

Fyrstu fjárgöngur verða 5. og 6. september og aðrar göngur 19. og 20. september. Norðan Fiskilækjar verða fyrstu göngur 12. september og aðrar göngur 26. september. Fjárréttir verða sem hér segir: Hraungerðisrétt 5. september kl. 16.00 Þverárrétt ytri 6. september kl. 10.00 Möðruvallarétt 6. september kl. 15.00 Hrossasmölun verður 2. október. Stóðréttir verða sem hér segir: Þverárrétt ytri 3. október kl. 10.00 Melgerðismelarétt 3. október kl. 13.00 Gangnaseðlar verða sendir út á næstunni og verða einnig birtir hér á heimasíðunni.
19.08.2015

Fundarboð 467. fundar sveitarstjórnar

467. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarstofu 1, Skólatröð 9, miðvikudaginn 19. ágúst 2015 og hefst kl. 15.00
17.08.2015

Verðlaunahafar Handverkshátíðar 2015

Árlega velur valnefnd Handverkshátíðar fallegasta sölubás ársins og handverksmann ársins. Handverksmaður ársins er Þórdís Jónsdóttir og verðlaun fyrir sölubás ársins hlýtur Vagg og Velta. Valnefnd veitti ein aukaverðlaun í ár, Gleði og bjartsýnisverðlaunin, en þau hlaut Hildur Harðardóttir með sölubásinn Hildur H. List-Hönnun. Fleira vakti athygli valnefndar, s.s. bás Hjartalags, Leðurverkstæðið Hlöðutúni og Erna Jónsdóttir leirlistamaður.
09.08.2015

Sætaferðir frá Akureyri á Handverkshátíðina

Saga Travel er í samstarfi við Handverkshátíðina og býður upp á sætaferðir frá Akureyri. Brottför frá Saga Travel í miðbæ Akureyrar alla sýningardagana: 12.30, 14.30 og 16.30 Brottför frá Hrafnagili 15.00, 17.00 og 18.00 Allar nánari upplýsingar veitir Saga Travel í síma 558-8888
06.08.2015

Handverkshátíðin opnar á hádegi í dag

Á hádegi í dag opnar Handverkshátíðin í 23. sinn og getum við lofað einni glæsilegastu sýningu hingað til. Alls verða 94 sýnendur alla helgina. Þar að auki taka 55 aðilar þátt á handverks- og matarmarkaði. Handverksmarkaðurinn fer fram fimmtudag, föstudag og sunnudag en á laugardeginum bjóðum við upp á matarmarkað úr Eyjafjarðarsveit. Á þeim markaði verður margt spennandi í boði svo sem kornhænuegg og broddur. Á mörkuðunum verða nýir sýnendur í hvert sinn svo ef þú vilt ekki missa af neinu, heimsæktu sveitina.
06.08.2015

Morgunverðarhlaðborð að hætti Silvu dagana 6.-9. ágúst

Morgunverðarhlaðborð að hætti Silvu fimmtudaginn 6. ágúst til og með sunnudagsins 9.ágúst frá kl 8:00 til 10:00 Verð: 1900.- Hálft verð fyrir börn
06.08.2015