Fréttayfirlit

Á þröskuldi breytinga- þróun landbúnaðar við Eyjafjörð og framtíðarhorfur

Frá Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar: Málþing með yfirskriftinni: Á þröskuldi breytinga- þróun landbúnaðar við Eyjafjörð og framtíðarhorfur verður haldinn á Hótel Kea þriðjudaginn 3.maí kl. 20.00. Fundurinn er öllum opinn
28.04.2016

Tilkynning frá lögreglunni vegna almannavarnaæfingar

Laugardaginn 30. apríl verður almannavarnaæfing haldin við Þverá í Eyjafjarðarsveit milli kl. 10 og 14. Reikna má með að vegurinn þar verði lokaður á meðan á æfingunni stendur. Vegfarendur eru beðnir um að sýna þessu skilning, virða lokanir og aka aðra leið rétt á meðan.
28.04.2016

Ferðamálafélag Eyjafjarðarsveitar- Sumardagurinn fyrsti

Eftirtaldir ferðaþjónustuaðilar innan Ferðamálafélags Eyjafjarðarsveitar bjóða gestum og gangandi að kíkja í heimsókn á Sumardaginn fyrsta, 21. apríl n.k.
20.04.2016

Ullarsöfnun

Tekið verður á móti ull í Eyjafjarðarsveit þriðjudaginn 19. apríl frá kl. 10:00-12:00 á Melgerðismelum og á Svertingsstöðum frá kl. 13:00-14:30. Ullin þarf að vera merkt, vigtuð og skráð áður en komið er með hana á staðinn. Athugið að þetta er síðasta ferð í ullarsöfnun. Upplýsingar veita Rúnar Jóhannsson s. 847-6616 / Birgir í Gullbrekku s. 845-0029
14.04.2016

Ungmennasamband Eyjafjarðar auglýsir eftir umsóknum í Landsmótssjóð UMSE 2009

Ungmennasamband Eyjafjarðar auglýsir eftir umsóknum í Landsmótssjóð UMSE 2009 Fyrri úthlutun ársins 2016 fer fram fyrir 1. júní. Sjóðurinn hefur frá stofnun stutt vel við margvísleg verkefni. Tilgangur sjóðsins er að stuðla að öflugara starfi hjá UMSE og aðildarfélögum þess. Sjóðurinn styrkir ýmis verkefni í innra starfi UMSE.
07.04.2016