Fréttayfirlit

Frá Norðurorku: Kaldavatnsrof 25.07.2016 við Hrafnagil

Vegna vinnu við dreifikerfi verður lokað fyrir KALT VATN við Hrafnagil (sjá kort) á mánudag 25.07.2016 Kl. 10:00 og frameftir degi. Á heimasíðu okkar www.no.is má sjá góð ráð við kaldavatnsrofi
25.07.2016

Umhverfisverðlaun Eyjafjarðarsveitar fyrir tímabilið 2015-2017

Umhverfisverðlaun Eyjafjarðarsveitar fyrir tímabilið 2015 til 2017 voru afhent í liðinni viku. Markmið með umhverfisverðlaunum er að sýna þakklæti fyrir lofsvert framtak til fegrunar umhverfisins og auka umhverfisvitund íbúa sveitarfélagsins. Umhverfisverðlaun Eyjafjarðarsveitar eru afhent annað hvert ár. Að þessu sinni afhenti Hákon Bjarki Harðarson, formaður umhverfisnefndar, annars vegar Önnu Guðmundsdóttur og Páli Ingvarssyni á Reykhúsum ytri og hins vegar Laugarborg viðurkenningar umhverfisnefndar vegna framlags þeirra til umhverfismála og fegrunar umhverfis.
05.07.2016

Hollvinasamtök SAK færðu Kristnesspítala veglega gjöf

Hollvinasamtök Sjúkrahússins á Akureyri (SAk) afhentu Kristnesspítala veglega gjöf þann 30.júní síðastliðinn. Um er að ræða 9 fullkomna flatskjái sem settir verða upp á setustofum spítalans sem og inn á nokkur herbergi. Eining-Iðja og Félag málmiðnaðarmanna styrktu verkefnið veglega og einnig útvegaði Ormsson tækin með góðum afslætti og studdu þannig við verkefnið. Eru þeim færðar bestu þakkir fyrir stuðninginn. Það er einlæg von stjórnar Hollvinasamtakanna að gjöfin nýtist skjólstæðingum spítalans sem allra best.
01.07.2016