Fréttayfirlit

Tilmæli frá Veiðifélagi Eyjafjarðarár

Veiðifélag Eyjafjarðarár mælist til þess að efnistaka úr og við Eyjafjarðará fari ekki fram á veiðitíma árinnar, sem er frá 1. apríl til 15. maí og síðan frá 21. júní til 30. september.
24.03.2017

Fundarboð 494. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar

FUNDARBOÐ 494. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarstofu 1, Skólatröð 9, 22. mars 2017 og hefst kl. 15:00
17.03.2017

Hvernig er að vera barn í Eyjafjarðarsveit?

Hagsmunafélög barnanna bjóða ykkur til kaffisamsætis í Laugarborg, þriðjudaginn 14. mars 2017 kl. 20:00. Fáum okkur tíu dropa, gæðum okkur á kökum og kruðiríi og spjöllum um börnin okkar. Ræðum um nærumhverfið, skólana, tómstundir, uppeldi og heilsu barnanna og annað sem brennur á ykkur. Hvað má gera meira/minna af? Hvernig sveitasamfélag viljum við skapa? Allir velkomnir sem vilja láta sig málið varða. Foreldrafélag Hrafnagilsskóla, Foreldrafélag Krummakots og Ungmennafélagið Samherjar
09.03.2017

Framlengdur umsóknarfrestur: Leikskólinn Krummakot í Eyjafjarðarsveit vill ráða starfsfólk - framtíðarstarf

Um er að ræða tvær 100% stöður leikskólakennara/leiðbeinanda Leikskólakennari, leikskólaliði eða starfsmaður með aðra menntun sem nýtist í starfi og/eða reynslu af vinnu með ungum börnum óskast til starf í leikskólann Krummakot. Frekari upplýsingar veitir Hugrún Sigmundsdóttir leikskólastjóri í síma 464-8120, netfang hugruns@krummi.is. Umsóknarfrestur er til og með 17. mars 2017. Æskilegt er að starfsmaður geti hafið störf sem fyrst.
03.03.2017