Fréttayfirlit

Grunnskólakennari

Óskum eftir að ráða grunnskólakennara að Hrafnagilsskóla í Eyjafjarðarsveit. Ráðningin er tímabundin í eitt ár. Um er að ræða 80-100% kennarastöðu á yngsta stigi og ráðið er frá 1. ágúst 2017. Hrafnagilsskóli er grunnskóli í dreifbýli u.þ.b. 12 km. fyrir innan Akureyri og eru u.þ.b. 150 nemendur í skólanum. Uppeldisstefna Hrafnagilsskóla er Jákvæður agi og áhersla er lögð á teymisvinnu.
29.05.2017

Ársreikningur Eyjafjarðarsveitar 2016 staðfestur.

Ársreikningur Eyjafjarðarsveitar fyrir árið 2016 tekin til síðari umræðu og samþykktur samhljóða. Heildartekjur A og B hluta voru 877,4 m. kr., sem er um 9,4% hækkun frá fyrra ári, heildarútgjöld án fjármagnsliða, voru 864,6 m.kr en það er um 6,3% hækkun frá fyrra ári. Rekstrarniðurstaða A og B hluta fyrir fjármagnsliði var jákvæð um 81,9 m.kr.
26.05.2017

Íþróttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar - Lokað vegna viðhalds!

Íþróttamiðstöðin verður lokuð vegna viðhalds dagana 22. maí – 2. júní. Opnum aftur laugardaginn 3. júní kl. 10:00. Sjáumst hress, kveðja frá starfsfólki Íþróttamiðstöðvar
15.05.2017

Ársreikningur 2016

Á fundi sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar 10. maí 2017, var lagður fram ársreikningur sveitarfélagsins fyrir árið 2016. Fyrirliggjandi ársreikningur endurspeglar sterka stöðu Eyjafjarðarsveitar.
11.05.2017

Leikskólinn Krummakot í Eyjafjarðarsveit vill ráða starfsfólk - framtíðarstarf

Um er að ræða stöður deildarstjóra, 100% og sérkennslustjóra, 30%. Leikskólinn er staðsettur í Hrafnagilshverfinu, aðeins tíu kílómetra sunnan Akureyrar, í umhverfi sem hefur upp á einstaka möguleika að bjóða til útináms og hreyfingar. Deildir eru þrjár og nemendur rúmlega 60 á aldrinum eins til sex ára. Unnið er í samræmi við uppeldisstefnu Jákvæðs aga og markvisst unnið með málrækt og læsi, dygðir, umhverfisstarf, hreyfingu og tónlist.
10.05.2017

Orlofsferðir húsmæðra 2017-2018

19.-21. maí verður farið með rútu til Borgarfjarðar. Gist á Hótel Bifröst. Skoðunarferðir um Borgarfjörð. Grímseyjarferð með Ambassador 22. júní farið kl. 18:00 frá Akureyri og komið til baka um kl. 00:30. Hvala- og lundaskoðun farið yfir heimskautsbaug. Borðað í félagsheimili Grímseyjar áður en farið er til baka. Helgarferð á Löngumýri 3.-5. nóv. Prjónanámskeið, harðangur o.fl. Vorferð til Cardiff 26. apríl - 1. maí 2018. Flogið verður með Icelandair frá Akureyri.
10.05.2017

Fundarboð 496. fundar sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar

496. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarstofu 1, Skólatröð 9, 10. maí 2017 og hefst kl. 15:00
08.05.2017

Hjólreiðafélag Akureyrar heldur mót á laugardaginn

Hjólreiðafélag Akureyrar mun standa fyrir fyrsta hjólreiðamóti ársins núna á laugardaginn 6. maí. Þetta mót er svo kallað Time Trial eða TT mót og eru keppendum startað einum í einu og snýst keppninn um að hjóla sem hraðaðst frá afleggjaranum við Kjarnaskóg í gegn um Hrafnagil þar sem snúið verður við og til baka. Vonandi sjá heimamenn sér fært að koma og fylgjast með en gert er ráð fyrir fyrstu keppendum inn á Hrafnagil kl. 10:20 og mótinu lokið kl. 12:00
03.05.2017