Fréttayfirlit

Opnunartími Íþróttamiðstöðvar um páska

ÍÞRÓTTAMIÐSTÖÐIN VERÐUR OPIN ALLA PÁSKANA SEM HÉR SEGIR: PÁLMASUNNUDAGUR 10.00-17.00 SKÍRDAGUR 10:00-20:00 FÖSTUDAGURINN LANGI 10:00-18:00 LAUGARDAGURINN 10:00-18:00 PÁSKADAGUR 10:00-18:00 ANNAR Í PÁSKUM 10:00-20:00
27.03.2018

Skrifstofan lokuð til kl. 13 mánudaginn 26. mars

Skrifstofa Eyjafjarðarsveitar verður lokuð til kl. 13:00 mánudaginn 26. mars vegna námskeiðs starfsmanna.
23.03.2018

Nýr upplýsingabæklingur

Hafin er vinna við upplýsingabækling yfir afþreyingu og ferðaþjónustu í Eyjafjarðarsveit. Bæklingurinn verður með svipuðu sniði og síðast þ.e. árið 2014. Opnað hefur verið fyrir rafrænar umsóknir á heimasíðu Eyjafjarðarsveitar undir Stjórnsýsla – Eyðublöð.
22.03.2018

Fundarboð 513. fundar sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar

513. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarstofu 1, Skólatröð 9, 22. mars 2018 og hefst kl. 15:00.
22.03.2018

Sumarstarf - heimaþjónusta og fleira

Eyjafjarðarsveit óskar eftir að ráða starfsmann í sumarafleysingar í heimaþjónustu. Starf í heima­þjónustu er um 60% en til greina kemur að ráða í allt að 100% starf og viðkomandi sinni þá öðrum verkefnum, t.a.m. á tjaldsvæði. Í starfinu felst að sjá um almenn þrif í heimahúsum, fara sendiferðir (t.d. innkaup) og veita persónulega aðstoð. Leitað er eftir einstaklingi sem hefur góða þjónustulund og færni í mannlegum samskiptum, hefur almenna kunnátta við þrif og er stundvís og heiðarlegur. Bílpróf er skilyrði og viðkomandi þarf að hafa bíl til umráða. Umsóknarfrestur er til og með 9. apríl 2018.
21.03.2018

Sumarstarf - flokkstjóri vinnuskóla

Eyjafjarðarsveit óskar eftir starfsmanni í stöðu flokkstjóra vinnuskóla í sumar. Starf flokkstjóra felst í að stjórna starfi nemenda vinnuskólans, leiðbeina nemendum og fræða þá um rétt vinnubrögð og verkþætti í starfinu, halda skýrslu um mætingar og ástundun nemenda og vinna markvisst að því að efla liðsheild og góða líðan nemenda í vinnuskólanum. Starfstími vinnuskólans er 9 vikur, frá byrjun júní fram í ágúst. Leitað er að einstaklingi sem er góð fyrirmynd, stundvís og vinnusamur, sjálfstæður, skipulagður og sýni frumkvæði í starfi. Reynsla af starfi með unglingum er kostur. Bílpróf er skilyrði. Umsóknarfrestur er til og með 9. apríl 2018.
21.03.2018

Umsóknir í Umhverfissjóð íslenskra fjallaleiðsögumanna

Umhverfissjóður íslenskra fjallaleiðsögumanna veitir styrki á tveggja ára fresti. Sjóðnum er ætlað að úthluta styrkjum til verkefna sem stuðla að verndun náttúru Íslands. Fyrirtæki, einstaklingar, eignarhaldsfélög, félagasamtök, sveitarfélög og opinberar stofnanir geta fengið framlög frá sjóðnum. Umsóknaraðilar geta einnig verið samstarf nokkurra aðila. Umsóknafrestur rennur út 10. april 2018. Sjá nánar um reglur sjóðsins á heimasíðu félagsins; https://fjallaleidsogumenn.is/um-okkur/umhverfisstefna/umhverfissjodur/
19.03.2018

Atvinna - Forstöðumaður Íþróttamiðstöðvar Eyjafjarðarsveitar

Eyjafjarðarsveit óskar eftir starfsmanni í 100% starf forstöðumanns Íþróttamiðstöðvar Eyjafjarðarsveitar. Forstöðumaður hefur meðal annars umsjón með reksti íþróttahúss, sundlaugar, íþróttavalla og tjaldsvæðis ásamt því að hafa umsjón með íþrótta- og tómstundastarfi í sveitarfélaginu. Starfið veitist frá 1. maí 2018 eða eftir samkomulagi.
16.03.2018

Kynningarfundur vegna breytinga á Svæðisskipulagi Eyjafjarðar 2012-2024

Kynningarfundur verður haldinn í Laugarborg 21. mars 2018 vegna breytinga á Svæðisskipulagi Eyjafjarðar 2012-2024 um flutningslínur raforku.
16.03.2018
Svæðisskipulagsauglýsingar

Sveitarstjóri á leið til vinnu

Sveitarstjóri Eyjafjarðarsveitar, Ólafur Rúnar Ólafsson, nýtti sér nýjan hjóla- og göngustíg á milli Hrafnagils og Akureyrar á leið til vinnu í morgun. Á föstudaginn sl. 9. mars tróð Skógræktarfélag Eyfirðinga skíðaspor frá Kjarnaskógi að Hrafnagili eftir hjóla- og göngustíg sem verður tilbúinn til notkunar sem slíkur síðar á þessu ári. Var gaman að sjá hve margir nýttu sér þetta í góða veðrinu um helgina.
12.03.2018