Fréttayfirlit

Fundarboð 518. fundar sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar

518. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarstofu 1, Skólatröð 9, 28. júní 2018 og hefst kl. 15:00
26.06.2018

ATVINNA - Starfsmaður í félagsmiðstöð

Leitum að ábyrgum, jákvæðum, áhugasömum og hugmyndaríkum einstaklingi í hlutastarf, til að sjá um félagsmiðstöðina Hyldýpið á Hrafnagili í Eyjafjarðarsveit. Gerum kröfu um frumkvæði, góða samskiptahæfileika og hreint sakavottorð. Reynsla af vinnu í félagsmiðstöð er kostur. Umsóknarfrestur er til og með 1. júlí. Allar fyrirspurnir og umsóknir berist á netfangið sundlaug@esveit.is.
19.06.2018

Sumaropnun sundlaugar

Sumaropnunartími sundlaugar Eyjafjarðarsveitar tekur gildi í dag, 13. júní. Mánudag – föstudag 06:30 – 22:00 Laugardag – sunnudag 10:00 – 20:00
13.06.2018

Fundarboð 517. fundar sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar

517. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, 14. júní 2018 og hefst kl. 15:00
12.06.2018

Ólafur Rúnar Ólafsson hefur tilkynnt að hann sækist ekki eftir endurráðningu í stöðu sveitarstjóra Eyjafjarðarsveitar

Ólafur Rúnar, sem er lögmaður, tók við stöðu sveitarstjóra á miðju síðasta kjörtímabili og kom til þeirra starfa úr lögmannsstörfum. Hann hefur nú ákveðið að snúa sér aftur að sínu fagi og hasla sér þar völl á nýjan leik. Ólafur Rúnar mun gegna stöðu sveitarstjóra til 30. júní nk. en Eyjafjarðarsveit mun þó áfram njóta liðsinnis hans í afmörkuðum verkefnum fram á haustið samkvæmt samkomulagi. Það verður því eitt af fyrstu verkefnum nýrrar sveitarstjórnar að finna eftirmann Ólafs Rúnars. Eyjafjarðarsveit þakkar Ólafi Rúnari fyrir störf hans og óskar honum velfarnaðar á nýjum vettvangi.
08.06.2018

Útboð: Nútímavæðing Hrafnagilsskóla 1708017, tölvubúnaður

Nútímavæðing Hrafnagilsskóla Eyjafjarðarsveit óskar eftir tilboðum vegna kaupa á tölvubúnaði fyrir Hrafnagilsskóla, Eyjafjarðarsveit. Um er að ræða búnað sem notaður verður við kennslu í grunnskólanum. Heiti útboðsins er „Nútímavæðing Hrafnagilsskóla 1708017“ Afhending gagna er frá 4. júní 2018. Tilboðsfrestur er til 18. júní 2018 kl. 14:00, en tilboð verða þá opnuð á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar, Skólatröð 9, 2. hæð að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. Tilboðum skal skilað á tilboðsblaði sem kaupandi leggur til. Þeir sem óska eftir að fá tilboðsgögn afhent skulu senda beiðni þar um á netfangið esveit@esveit.is með efnislínu (e. subject) Nútímavæðing Hrafnagilsskóla 1708017. Nánari lýsing er í útboðsgögnum. Ólafur Rúnar Ólafsson, sveitarstjóri Eyjafjarðarsveitar.
01.06.2018