Fréttayfirlit

Starf - leikskólinn Krummakot

Um er að ræða 100% stöður leikskólakennara/leiðbeinanda Leikskólakennari, leikskólaliði eða starfsmaður með aðra menntun sem nýtist í starfi og/eða reynslu af vinnu með ungum börnum óskast til starf í leikskólann Krummakot.
29.08.2018

Ráðstefna um Jón lærða Jónsson í Möðrufelli

Ráðstefna um efni sem skiptir máli úr fortíðinni fyrir framtíðina. Kastljósinu verður beint að Jóni Jónssyni (1759-1846), presti í Grundarþingum, fróðum manni með vakandi huga fyrir náttúru og samfélagi, en einnig menningu og trúarbrögðum á hans tímum. Ráðstefnan verður haldin í félagsheimilinu Laugarborg, Hrafnagili laugardaginn 8. september n.k. kl. 11-17 Ekkert ráðstefnugjald er né þörf að skrá sig.
23.08.2018

Vetraropnun íþróttamiðstöðvar

Vetraropnun er hafin í Íþróttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar. Opið virka daga frá kl 6:30 – 21:00 og um helgar frá 10:00 – 17:00.
21.08.2018

Finnur Yngvi Kristinsson nýr sveitarstjóri Eyjafjarðarsveitar

Finnur Yngvi Kristinsson hefur verið ráðinn sveitarstjóri í Eyjafjarðarsveit. Á fundi sveitarstjórnar þann 16. ágúst var samþykkt að ráða Finn Yngva Kristinsson í starf sveitarstjóra Eyjafjarðarsveitar og tekur hann við af Ólafi Rúnari Ólafssyni sem þegar hefur látið af störfum að eigin ósk.
16.08.2018

Gangnaseðlar 2018

Gangnaseðla 2018 má nálgast hér og prenta út.
15.08.2018

Göngur og réttardagar 2018

1. göngur í Öngulsstaðadeild sunnan Fiskilækjar verði föstudaginn 31. ágúst og laugardaginn 1. september. Norðan Fiskilækjar og í Hrafnagils- og Saurbæjardeild verður gengið 8.-9. september.
15.08.2018

Þríþrautakeppni um verslunarmannahelgina

Þríþrautafélag Norðurlands, í samstarfi við Íþróttamiðstöðina Hrafnagilshverfi og Ungmennfélagið Samherja, verða með þríþrautakeppni um verslunarmannahelgina
02.08.2018

Umsækjendur um starf sveitarstjóra

Alls bárust 22 umsóknir um stöðu sveitarstjóra Eyjafjarðarsveitar, en umsóknarfrestur um starfið var til 29. júlí. Lista yfir umsækjendur má sjá hér að neðan.
01.08.2018