Fréttayfirlit

FUNDARBOÐ 546. fundar sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar

546. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, 26. mars 2020 og hefst kl. 15:00
24.03.2020
Fréttir

Heimsending á matvörum til áhættuhópa á tíðum Covid19

Kæru sveitungar, á fundi sínum ákvað sveitarstjórn að sveitarfélagið muni sjá til þess að þeir sem í áhættuhópi eru geti leitast eftir að fá aðstoð með heimsendingu á matvælum. Hér eru frekari upplýsingar um útfærsluna og hvernig hægt er að sækja um þjónustuna.
24.03.2020
Fréttir

Íþróttamiðstöð, líkamsrækt og sundlaug loka

Íþróttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar hefur nú verið lokað fyrir almennri umferð vegna samkomubanns. Á þetta einnig við um aðgang að sundlaug og líkamsræktaraðstöðu.
23.03.2020
Fréttir

Samheldin og jákvæð við örkum af stað

Þakklæti er efst í mínum huga þegar ég fer yfir atburði líðandi viku. Það er ótrúlegt hverju samfélagið getur komið í verk með samheldni og jákvæðni að vopni.
21.03.2020
Fréttir

Skemmtilegar hugmyndir að leik foreldra og barna

Nú spá eflaust margir í því hvernig hægt er að brjóta upp hversdagsleikann á heimilinu og hvað hægt er að gera skemmtilegt með börnunum.  Við fengum skemmtilega ábendingu með hygmyndum sem hægt er að heimfæra á hvaða heimili sem er og er til þess fallið að viðhalda og efla lýðheilsu okkar.
20.03.2020
Fréttir

Matjurtir í vannýtt land

Matarstígur Helga magra hefur áhuga á því að kortleggja möguleika sveitunga á því að rækta matjurtir í sumar í tengslum við bændamarkaði matarstígsins. Matarstígurinn opnar tækifæri til að koma uppskerunni í verð og tækifæri til að glæða samfélagið lífi. Þeir landeigendur sem hyggjast rækta matjurtir í sumar og hafa áhuga á samstarfi við Matarstíg Helga magra, eða hafa land aflögu til láns eða leigu til áhugasamra aðila, eru beðnir um að hafa samband við Kalla á netfanginu matarstigur@simnet.is eða í síma 691 6633 fyrir kl. 16 á daginn.
20.03.2020
Fréttir

Aðstoð við innkaup vegna COVID-19

Sveitarstjórn samþykkir á fundi sínum þann 17. mars sl. að bjóða uppá að sækja vörur í matvöruverslanir fyrir einstaklinga sem tilheyra viðkvæmum hópum og ekki geta nálgast þær sjálfir sökum faraldursins.
19.03.2020
Fréttir

Fasteignagjöld ferðaþjónustufyrirtækja

Sveitarstjórn samþykkir á fundi sínum þann 17. mars sl. heimild til þess að næstu þremur gjalddögum fasteignagjalda hjá ferðaþjónustufyrirtækjum verði færðir aftur fyrir síðustu gjalddaga til að létta undir rekstri þeirra fram á haust að því gefnu að aðilar sækist eftir slíku.
19.03.2020
Fréttir

Skemmtileg frétt: Útivistastígurinn skreyttur og opinn fyrir umferð

Í dag fengum við senda sérlega skemmtilega ábendingu og frásögn af skemmtilegheitum í sveitarfélaginu frá Ingileifu Ástvaldsdóttur. "Einhver var svo skemmtilegur og skapandi í vikunni að skreyta göngustíginn með snjóskúlptúrum. Það lífgaði heldur betur uppá skokktúrinn þann daginn." Fleiri myndir er hægt að sjá á facebook https://www.facebook.com/1120839546/posts/10216586986523384/?d=n
19.03.2020
Fréttir

Takmarkaður aðgangur að skrifstofu

Í ljósi neyðarstigs og samkomubanns sem gildir í landinu hefur verið ákveðið að takmarka aðgang að skrifstofu sveitarfélagsins. Erindi verða afgreidd í síma 463-0600 og tölvupósti esveit@esveit.is.
19.03.2020
Fréttir