Fréttayfirlit

Hrafnagilshverfi, Eyjafjarðarsveit – kynning aðal- og deiliskipulagstillögu á vinnslustigi

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar samþykkti á fundi sínum 13. janúar sl. að kynna drög að aðal- og deiliskipulagstillögu fyrir Hrafnagilshverfi fyrir íbúum sveitarfélagsins og öðrum hagsmunaaðilum.
01.02.2022
Fréttir Aðalskipulagsauglýsingar Deiliskipulagsauglýsingar

Brúarland, Eyjafjarðarsveit – auglýsing skipulagslýsingar

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar samþykkti á fundi sínum þann 27. janúar sl. að vísa skipulagslýsingu fyrir fyrirhugaða íbúðarbyggð í landi Brúarlands í kynningarferli.
31.01.2022
Fréttir Deiliskipulagsauglýsingar

Sorphirða – ábendingar og kvartanir

Kæru íbúar, undanfarið hefur borið á aukinni óánægju vegna sorphirðu í sveitarfélaginu. Til að ná utan um umfang og eðli þeirra kvartana sem íbúar hafa yfir sorphirðunni óskar skrifstofa sveitarfélagsins eftir að fá allar ábendingar eða kvartanir beint til sín, annað hvort með tölvupósti á esveit@esveit.is eða með því að hringja í síma 463-0600. Finnur Yngvi Kristinsson, sveitarstjóri.
25.01.2022
Fréttir

Fundarboð 580. fundar sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar - 580 FUNDARBOÐ 580. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarstofu 1, Skólatröð 9, 27. janúar 2022 og hefst kl. 8:00
25.01.2022
Fréttir

Starf skipulagsfulltrúa

Vegna mikilla umsvifa í skipulags- og mannvirkjagerð óskar byggðasamlagið Skipulags- og byggingarfulltrúi Eyjafjarðar (SBE) eftir sérfræðingi í skipulagsmálum í 80-100% starf.
20.01.2022
Fréttir

Vakin er athygli á því að skráning er hafin í Lífshlaupið 2022, keppnin hefst 2. febrúar

Allar nánari upplýsingar um Lífshlaupið er að finna á vefsíðu verkefnisins www.lifshlaupid.is Lífshlaupið er heilsu- og hvatningarverkefni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands sem höfðar til allra landsmanna. Markmið þess er að hvetja landsmenn til þess að fara eftir ráðleggingum Embættis landlæknis um hreyfingu hvort sem er í frítíma, vinnu, skóla eða við val á ferðamáta. Í ráðleggingunum segir að börn og unglingar ættu að hreyfa sig í minnst 60 mínútur daglega og fullorðnir ættu að stunda miðlungserfiða hreyfingu í minnst 30 mínútur daglega. Eins og ávallt hvetjum við alla landsmenn til þess að taka þátt í Lífshlaupinu og skapa skemmtilega stemningu og auka félagsandann á vinnustaðnum/í skólanum. Það er gaman að geta fylgst með sinni hreyfingu og jafnframt tekið þátt í þessari skemmtilegu landskeppni.
19.01.2022
Fréttir

Þorrablót 2022

Rafræna nefndin heldur áfram að undirbúa þorrablót sem haldið verður laugardagskvöldið 29. janúar kl. 21.
18.01.2022
Fréttir

Til félaga eldri borgara

Kæru félagar. Því miður fellum við niður félagsstarfið til 8. febrúar vegna hertra aðgerða stjórnvalda. En vonandi getum við mætt þá. Kv. stjórnin.
18.01.2022
Fréttir

Tæming endurvinnslu tefst vegna veðurs

Tafir verða á tæmingu endurvinnslu í innri hring vegna veðurs. Farið verður af stað aftur þegar vindur minnkar. 
17.01.2022
Fréttir

Vertu breytingin! - Kynning á styrkjum fyrir ungt fólk til að framkvæma verkefni sem hafa jákvæð áhrif á samfélagið. This Friday session will be conducted in English.

Ertu að vinna með ungu fólki eða ert sjálf/ur/t á aldrinum 18-30 ára? Komdu þá á kynninguna Vertu breytingin! um styrki fyrir ungt fólk til að framkvæma verkefni sem hafa jákvæð áhrif á samfélagið fimmtudaginn 20. janúar kl. 15:00! ➡️ https://www.facebook.com/events/894393367889265 This Friday session will be conducted in English whereas the one on Thursday will be in Icelandic. Timing: 21 January, 14:00-15:30. Skráðu þig hér ➡️ https://docs.google.com/forms/d/e/1FAIpQLScA_rYevmBM2BOFCfTT4J_ZzQ7SUw7BCUGSdSelwOjOba0Fjg/viewform?usp=sf_link
14.01.2022
Fréttir