Fréttayfirlit

Bókasafnið verður lokað föstudaginn 12. janúar

Af óviðráðanlegum orsökum verður bókasafnið lokað föstudaginn 12. janúar. Annars eru venjulegir opnunartímar: Þriðjudagar kl. 14:00-17:00 Miðvikudagar kl. 14:00-17:00 Fimmtudagar kl. 14:00-18:00 Föstudagar kl. 14:00-16:00 Á safninu er fjöldi bóka, tímarita og upplýsingaefnis, bæði til útláns, lestrar og skoðunar á staðnum. Komið við á bókasafninu og kynnið ykkur hvað þar er að finna. Bókasafnið er staðsett í kjallara íþróttahúss Hrafnagilsskóla og er gengið inn að austan. Ekið er niður með skólanum að norðan. Bókavörður.
03.01.2024
Fréttir

Leikskólinn Krummakot auglýsir eftir tímabundinni afleysingu í móttökueldhús

● Um er að ræða 50 - 100% stöðu eða e.t.v tvær 50% stöður. ● Afleysing a.m.k. bara í janúar og febrúar en möguleiki á meiri vinnu. ● Æskilegt er að byrja sem fyrst eða eftir samkomulagi. Allur matur er eldaður í eldhúsinu í Hrafnagilsskóla þannig að það þarf að taka á móti matnum og græja fyrir bæði matsal og vagna. Síðan er það frágangur og uppvask sem og að sjá um allan þvottinn. Þar sem að hann er mikill á svona stóru heimili. Menntunar- og hæfniskröfur ● Skipulögð vinnubrögð, sjálfstæði og frumkvæði, góðir samskiptahæfileikar og þjónustulund. ● Metnaður og áhugi til að taka þátt í góðu skólastarfi. Umsóknarfrestur er til 10.janúar 2024 Umsóknum skal fylgja ferilskrá og upplýsingar um meðmælendur. Öllum umsóknum verður svarað. Frekari upplýsingar veitir Erna Káradóttir leikskólastjóri í síma 464-8120, netfang erna@krummi.is
03.01.2024
Fréttir