Auglýsingablaðið

565. TBL 02. mars 2011 kl. 16:16 - 16:16 Eldri-fundur

Aðalfundur Náttfara
Aðalfundur Náttfara verður haldinn í Funaborg, fimmtudagskv. 3. mars kl. 20.30. Venjuleg aðalfundarstörf, önnur mál.
Stjórn Náttfara


Kvenfélagið Hjálpin
Aðalfundur kvenfélagsins Hjálparinnar verður haldinn föstudagskvöldið 4. mars n.k. kl. 20.30 í Sólgarði. Munið árgjaldið. Nýjar félagskonur velkomnar.
Kveðja stjórnin


Hagyrðingakvöld
Árlegt hagyrðingakvöld Karlakórs Eyjafjarðar verður í Laugarborg föstudagskvöldið  4. mars kl. 20.30. Húsið opnað kl. 19.30. Miðasala við innganginn. Getum ekki tekið við kortagreiðslum.
Kveðja, Karlakór Eyjafjarðar


Dalbjörg bíður þér í heimsókn
Hjálparsveitin verður með opið hús í Bangsabúð við Steinhóla fyrir sveitunga og velunnara á afmælisdaginn okkar laugardaginn 5. mars frá kl 14:30-17. Við viljum bjóða þér að koma og kynna þér starfsemi hjálparsveitarinnar, auk tækja og búnaðar. Ný endurbættur björgunarsveitarjeppi verður formlega tekinn í notkun. Við hvetjum alla til að heiðra okkur með nærveru sinni þennan dag, þiggja veitingar og njóta dagsins með okkur.

Hlökkum til að sjá ykkur
Hjálparsveitin Dalbjörg Eyjafjarðarsveit.


Messa í Munkaþverárkirkju 6. mars kl. 11
Æskulýðsdagur þjóðkirkjunnar verður haldinn í Munkaþverárkirkju 6. mars kl. 11. Þá mun Kór Hrafnagilsskóla syngja undir stjórn Maríu Gunnarsdóttur, einnig mun sunnudagaskólinn taka þátt með nokkrum af sínum söngvum og fermingarbörnin aðstoða við helgihaldið. Yfirskrift æskulýðsmessunnar er
“Samferða” og verður hún fyrir alla aldurshópa og væri gaman að sjá kynslóðirnar saman við þetta tækifæri í kirkjunni.
Guðmundur Guðmundsson, héraðsprestur í Eyjafjarðarprófastsdæmi


Veiðifélag Eyjafjarðarár
Framhaldsaðalfundur verður haldinn mánudaginn 7. marz kl. 20.30. í Funaborg. Málefni: Atkvæðagreiðsla um nýjar samþykktir félagsins sem sendar voru í síðasta fundarboði. Tekin verður ákvörðun um ráðstöfun arðs. Á aðalfundinum kom fram tillaga, að arður fyrir árið 2010 verði notaður til styrktar lífríkis árinnar (lengja göngusvæði bleikjunnar, hrygningarsvæðið, um 8 km upp fyrir Brúsahvamm).
Stjórnin

 

Munkaþverársókn
Aðalfundur Munkaþverársóknar verður haldinn þriðjudaginn 8. mars kl. 20.30 á Rifkelsstöðum (Gunnar og Vala). Venjuleg aðalfundarstörf.
Sóknarnefndin.


Tek að mér rúning.   Sindri sími 862-4354


SUNDLEIKFIMI ALDRAÐRA!
Íþrótta- og tómstundanefnd hefur ákveðið eins og undanfarin ár að bjóða öldruðum upp á sundleikfimi. Tímarnir verða kl. 15:00 á miðvikudögum í Kristneslaug og verður fyrsti tíminn miðvikudaginn 9. mars. Leiðbeinandi er Kirsten Godsk, sjúkraþjálfari.


Frá bókasafni Eyjafjarðar
Vegna vetrarleyfis í skólanum verður bókasafnið lokað miðvikudaginn 9. mars, fimmtudaginn 10. mars og föstudaginn 11. mars. Frá mánudeginum 14. mars er opið eins og venjulega:
Mánudaga frá 9:00-12:00 og 13:00-16:00
Þriðjudaga frá 9:00-12:30
Miðvikudaga frá 9:00-12:30
Fimmtudaga frá 9:00-12:30
Föstudaga frá 9:00-12:30
Bókavörður


Saurbæjarsókn
Aðalfundur í Saurbæjarsókn verður haldinn laugardaginn 12. mars kl. 11:00 í Hleiðargarði. Venjuleg aðalfundarstörf. Öll sóknarbörn velkomin. Kaffi og meðlæti.
Stjórnin


Frá Freyvangsleikhúsinu
Föstudaginn sl. frumsýndum við Góða dátann Svejk í leikgerð Colin Teevan.
Það er skemmst frá því að segja að viðtökur voru stórkostlegar. Við erum alveg í skýjunum og hlökkum til að fá sem flesta til þess að hlægja og gleðjast með okkur.

Leikstjóri sýningarinnar er Þór Tulinius og er það Brynjar Gauti Schiöth sem fer með hlutverk dátans og Ingólfur Þórsson sem fer með hlutverk Lautinant Lúkas. Alls eru það 20 leikarar sem fara með tæplega 80 hlutverk í sýningunni. 

Hægt er að nálgast miða á www.freyvangur.net í Eymundsson Akureyri, 2. hæð og í síma 857 5598 frá kl.17 virka daga og 10 um helgar.

Næstu sýningar:

Föstudagur 4. mars  kl. 20:00 3. sýning Laus sæti – Stjánasýning!
Laugardagur 5. mars kl. 14:00 4. sýning Örfá sæti laus
Föstudagur 11. mars kl. 20:00 5. sýning Laus sæti
Laugardagur 12. mars kl. 20:00 6. sýning Laus sæti
Föstudagur 18. mars kl. 20:00 7. sýning Laus sæti
Laugardagur 19. mars kl. 16:00 8. sýning Uppselt
Laugardagur 19. mars kl. 20:00 9. sýning Laus sæti

Kær kveðja, Freyvangsleikhúsið


Undirburður úr íslenskum skógum

Framleiðum og seljum sag til undirburðar. – Sagið er unnið úr ferskum skógarviði og ilmar svo umtalað er. - Sótthreinsað og sérstaklega þróað til notkunar undir mjólkurkýr og er afar vel kynnt meðal notenda.

Gott verð og ókeypis heimkeyrsla í Eyjafjarðarsveit.
Pantaðu í síma 864-0290 (Gestur) eða skoðaðu betur á http://www.undirburdur.is

Getum við bætt efni síðunnar?