Auglýsingablaðið

569. TBL 31. mars 2011 kl. 09:17 - 09:17 Eldri-fundur

Kjörskrá vegna þjóðaratkvæðagreiðslu 9. apríl 2011
Kjörskrá fyrir Eyjafjarðarsveit, vegna þjóðaratkvæðagreiðslu 9. apríl 2011, liggur frammi á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar að Syðra-Laugalandi frá og með 30. mars 2011 til kjördags, á venjulegum opnunartíma skrifstofunnar, sem er frá kl: 10:00-14:00. Einnig er bent á vefinn www.kosning.is en þar er á auðveldan hátt hægt að nálgast upplýsingar um hvort og hvar einstaklingar eru á kjörskrá.
Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar 29. mars 2011

Kjörfundur vegna þjóðaratkvæðagreiðslu 9. apríl 2011
Kjörstaður í Eyjafjarðarsveit verður í Hrafnagilsskóla. Kjörfundur hefst kl. 10:00 og lýkur kl. 18:00.    á kjörstað gerir kjósandi grein fyrir sér með framvísun skilríkja eða á annan fullnægjandi hátt.
á kjördegi hefur kjörstjórn aðsetur í Hrafnagilsskóla, sími 464-8100 eða 899-4935.
Kjörstjórnin í Eyjafjarðarsveit 29. mars 2011,
Emilía Baldursdóttir, ólafur Vagnsson, Níels Helgason


Fundur um fjallskilamál
Fundur verður haldinn í Funaborg þriðjudaginn 12. apríl kl. 20 um fjallskilamál. Ný fjallskilasamþykktin verður kynnt á fundinum. Samkvæmt nýrri fjallskilasamþykkt eru þau nýmæli að sveitarstjórn er heimilt að láta gera við afréttargirðingar á kostnað landeiganda hafi hann ekki orðið við kröfu sveitarstjórnar þess efnis.
Fjallskilanefnd


þing ungmennaráða
íþrótta- og tómstundanefnd óskar eftir tveimur ungmennum á aldrinum 13-18 ára til þess að taka þátt á þingi ungmennaráða í Reykjavík þann 16. apríl 2011. Hér gefst ungu fólki tækifæri á að láta rödd sína heyrast og fá að móta tillögur á ýmsum málum tengdum stjórnarskrá íslands. Flug og gisting verður greitt fyrir þátttakendur.
áhugasamir hafi samband við ármann í síma 897-6036 eða senda póst á esveit@esveit.is í síðasta lagi fyrir miðvikudaginn 6. apríl.
íþrótta- og tómstundanefnd


Kæru sveitungar
Fljótlega eftir páska munum við 9. bekkingar fara í hús í sveitinni og safna dósum og flöskum til styrktar ferðasjóðnum okkar. Við munum einnig taka niður pantanir ef fólk vill kaupa klósettpappírinn góða, samskonar og seldur hefur verið undanfarin ár. Við eigum hins vegar nokkrar pakkningar hérna í skólanum og ef fólk hefur áhuga á að kaupa pappír fyrr er hægt að hafa samband við Nönnu ritara í síma 464-8100.
Bestu kveðjur, nemendur í 9. bekk Hrafnagilsskóla


Hjálparsveitin Dalbjörg
Aðalfundur Dalbjargar verður haldinn fimmtudaginn 14. apríl kl. 20 í Sólgarði. Venjuleg aðalfundarstörf. Nýjir félagar velkomnir. Kveðja stjórnin


Kæru sveitungar
Gallerýið að Teigi opnar aftur laugardaginn 2. apríl klukkan 14.00. Opið verður fram að sumaropnun allar helgar frá 14.00 til 18.00. Fjölbreytt úrval af fermingarskreytingum eftir Svönu Jóseps ásamt mörgu öðru fallegu handverki.
Verið velkomin, Gerða sími 894-1323 og Svana 820-3492

 

Rýmingarsala
í Fornbókabúðinni Fróða er rýmingarsala. Gefinn er 30% afsláttur af öllum bókum og bækur gefins. Tilboðið stendur út þennan mánuð. Erum í Gilinu.
Fróði


Fræðslukvöld
Foreldrafélög Krummakots og Hrafnagilsskóla standa fyrir sameiginlegu fræðslukvöldi miðvikudagskvöldið 13. apríl. Húgó þórisson sálfræðingur mun þá halda erindi um samskipti foreldra og leik- og grunnskólabarna. Fyrirlesturinn verður haldinn í Hrafnagilsskóla og hefst kl 20. Endilega takið kvöldið frá.
Foreldrafélög Krummakots og Hrafnagilsskóla


Vinna fyrir unglinga
Eyjafjarðarsveit býður unglingum fæddum 1995, 1996 og 1997 vinnu við umhverfisverkefni á komandi sumri. Umsækjendur skili umsóknum sínum fyrir 21. maí n.k. til skrifstofu Eyjafjarðarsveitar eða á netfangið esveit@esveit.is. þau sem skila inn umsóknum á auglýstum tíma munu sitja fyrir, ef til þess kemur að takmarka þurfi fjölda og/eða ráðningartíma.
Skrifstofa Eyjafjarðarsveitar s. 463 1335.


Kæru Iðunnarkonur
Nú er komið að síðasta Iðunnarkvöldinu sem verður 13. apríl og þá ætlum við að hittast í Félagsborg félagsmiðstöð aldraðra. Ræðum bækur, prjónum, heklum eða bara spjalla. Sjáumst hressa.
Kveðja stjórnin


Karlakórinn Söngbræður
Karlakórinn Söngbræður úr Borgarfirði heldur tvenna tónleika laugardaginn 2. apríl 2011. í Dalvíkurkirkju kl. 15:30 og í Tónlistarhúsinu Laugarborg, Eyjarfjarðarsveit kl. 20:30. Aðgangseyrir kr. 1500. Fjölbreytt og skemmtileg dagskrá.
Stjórnandi: Viðar Guðmundsson og meðleikari: Stefán Steinar Jónsson


Eldsmíðanámskeið
Beate Stormo heldur námskeið í eldsmíði dagana 8.-10. apríl. Farið er í grunnatriði í eldsmíði og nemendur spreyta sig á einföldum verkefnum. Námskeiðsgjald með efni og öllu 20.000.- kr. Leitið nánari nánari upplýsinga og skráið ykkur á netfanginu bat-72@hotmail.com


Frá Freyvangsleikhúsinu
Nú höfum við fengið enn eina rósina í hnappagatið frá gagnrýnendum: "Heilt yfir stórvel heppnuð sýning og vel við hæfi að óska Freyvangsleikhúsinu til hamingju með enn eitt stórvirkið á sviði. það verður enginn svikinn af kvöldstund með Góða dátanum Svejk í Freyvangi." þórný Barðardóttir-Landpostur.is

Tryggðu þér miða, talsvert bókað í allar sýningar fram að páskum.
Föstudagur 1. apríl       kl. 20:00   12.sýning    
Laugardagur 2. apríl     kl. 20:00   13. sýning   
Föstudagur 8. apríl       kl. 20:00   14.sýning    
Laugardagur 9. apríl     kl. 20:00   15. sýning 
Föstudagur 15. apríl     kl. 20:00   16.sýning    
Laugardagur 16. apríl   kl. 20:00   17. sýning  
Fimmtudagur 21. apríl-skírdagur  kl. 20:00   18. sýning  
Laugardagur 23. apríl   kl. 20:00   19. sýning 

Miðasala í síma 857-5598 e. kl.17 virka daga og 10 um helgar. Einnig í Eymundsson 2. hæð.
Hlökkum til að sjá ykkur, Freyvangsleikhúsið

Getum við bætt efni síðunnar?