Auglýsingablaðið

581. TBL 23. júní 2011 kl. 10:49 - 10:49 Eldri-fundur

Lokað fyrir heita vatnið - miðvikudaginn 29. júní
Miðvikudaginn 29. júní verður lokað fyrir heita vatnið í Reykárhverfi og nágrenni vegna endurbóta og viðhalds á veitukerfinu.
Að aðgerðum loknum verður rekstraröryggi veitunnar meira.
Norðurorka

 

Sundlaugin lokuð - miðvikudaginn 29. júní
Sundlaugin verður lokuð miðvikudaginn 29. júní vegna endurbóta á hitaveitu.
Starfsfólk íþróttamiðstöðvar

 

SAMHERJAR - SAMHERJAR
Fótboltabúningarnir eru komnir og verða afhentir gegn 4.000,- kr. greiðslu á fótboltaæfingum,  mánudaginn 27. júní. þeir sem ekki geta nálgast búningana þá eru vinsamlega beðnir um að hafa samband við Anítu (s. 772 7300) eða Málfríði (s. 895 1239).
Fótboltakveðjur, stjórn og fótboltaráð Umf. Samherja.

 

Landsmót UMFí 50+
Landsmót UMFí 50+ verður haldið í Húnaþingi vestra á Hvammstanga helgina 24.-26. júní. Mótið er fjölskylduhátíð með fjölbreyttri dagskrá. ásamt keppni í hinum ýmsu íþróttagreinum verða fyrirlestrar og sýningahópar. Allir, jafnt ungir sem eldri,  eiga að finna eitthvað við sitt hæfi þessa helgi sem mótið fer fram.
Framkvæmd mótsins verður í höndum Ungmennafélags íslands og USVH í samstarfi við sveitarfélagið Húnaþing vestra. Aðrir samstarfsaðilar að mótinu eru Félag áhuga fólks um íþróttir aldraðra og Landssamband eldri borgara.
Keppnisgreinar á mótinu: Blak, Bridds, Boccia, Badminton, Frjálsar íþróttir, Fjallaskokk, Hestaíþróttir, Golf, Pútt, Línudans, Skák, Sund, þríþraut.
Aðstaða á Hvammstanga til íþróttaiðkana er góð. Húnaþing vestra rekur íþróttamiðstöð á Hvammstanga. íþróttahús var byggt við búningsaðstöðu og sundlaug á árunum 2001 og 2002. íþróttamiðstöð Húnaþings vestra var svo formlega opnuð þann 4. september 2002. þá er þar risin glæsileg reiðhöll.
Sigurður Guðmundsson er framkvæmdastjóri Landsmóts UMFí 50+. Netfangið hans er sigurdur@umfi.is og sími 861-3379.
á fundi stjórnar UMSE, 8. júní var ákveðið að UMSE muni greiða þátttökugjöldin fyrir sína félaga á Landsmót UMFí 50+ sem fram fer á Hvammstanga daganna 24.-26. júní. Nánari upplýsingar hjá skrifstofu UMSE.

 

Rúlluplast
Hef til sölu gæðarúlluplast á frábæru verði: 10.800 kr. rúllan + vsk. áhugasamir hafi samband í síma 892-1197.
Jón Elvar

 

Plasthólkar óskast
óska eftir plasthólkum innan úr rúlluplasti. Hafið samband í síma 893-1246
Benedikt

 

Gerðu eitthvað fyrir garðinn þinn!
Til sölu gæðatúnþökur. Er góður í samningum. Upplýsingar í síma 892-1197.
Jón Elvar

 

Fífillinn í Fífilbrekku
á Jónsmessu mun Hadda opna sýninguna „Fífillin í Fífilbrekku“ í vinnustofunni sinni
Kerlingardyngju, Fífilbrekku, Eyjafjarðarsveit kl. 14.00, föstudaginn 24. júní. Sýningin verður opin frá 14.00 – 18.00,  24.-26. júní, aðra daga eftir samkomulagi í síma 899-8770 eða hadda@simnet.is
Hadda

 

Búvélasýning helgina 25. og 26. júní
Búvélasafnarar sýna ýmsa gullmola úr safninu sínu, stefnt er að því að grilla pylsur til styrktar félagsskapnum.
Kvenfélagið Hjálpin verður með flóamarkað ýmsir góðir munir svo sem bækur, hljómplötur, föt, skrautmunir, leiköng að ógleymdri papríku-chili sultunni, allt falt fyrir lítið fé (ekki kort).
þetta verður á túninu við Sólgarð á sama tíma og Smámunasafnið er opið kl. 13-18.
Verið velkomin að skoða og gramsa í kistlum og kössum.
Sólgarður

 

Kettlingar kettlingar :)
Fallegir og kelnir kettlingar fást gefins. Um er að ræða tvo svarbröndótta högna, eina svarbröndótta læðu og eina grábröndótta læðu. þeir eru tilbúnir að fara til nýrra eigenda. Upplýsingar veitir Víðir á Grund, sími 899 9821.

 

Einbýlishús til leigu
Til leigu 5 herbergja einbýlishús með bílskúr  frá 1. júlí,  ca. 10 km frá Akureyri, Asparhóll. Upplýsingar í síma 865-4911, Kristrún

 

Húsnæði óskast
Bráðvantar ódýrt og gott húsnæði sem fyrst hér í Eyjafjarðarsveit, helst 4-5 herbergja. Skilvísum greiðslum heitið. Reyklaus og reglusöm fjölskylda. Vinsamlegast hafið samband í síma 869-5721.
Jenný

 

Getum við bætt efni síðunnar?