Auglýsingablaðið

586. TBL 28. júlí 2011 kl. 15:18 - 15:18 Eldri-fundur

Sumardagur á sveitamarkaði

Alla sunnudaga í sumar til 14. ágúst.

Markaðurinn er opinn öllum sem vilja taka þátt í að skapa skemmtilegan markaðsdag og koma varningi sínum á framfæri. Varningurinn sem boðinn er skal vera heimaunninn og/eða falla vel að umhverfinu þ.e. gróðrinum og sveitalífinu.

Markaðurinn er á torgi Gömlu Garðyrkjustöðvarinnar v/Jólagarðinn og opnar kl. 11.

áhugasamir söluaðilar hafi samband við markaðsstjórn í síma 857 3700 (Margrét)  eða sendi tölvupóst á sveitamarkadur@live.com

Fimmgangur

 

Athugið

Vantar minnst 4 herbergja húsnæði í Eyjafjarðarsveit fyrir 1. september, skilvísum greiðslum heitið. Róleg og reglusöm fjölskylda. Jenný, sími 869-5721.

 

Timburgámar

Timburgámar verða staðsettir við Rifkelsstaði og Litla-Garð frá föstudeginum 29. júlí n. k. til mánudagsins 8. ágúst og verða þá fluttir að Vatnsenda og þverá.

Skrifstofa Eyjafjarðarsveitar.

 

ágætu Samherjar - útkall 2 fyrir Handverkshátíð

Hin árlega Handverkshátíð verður haldin dagana 5.-9. ágúst nk.. Ungmennafélagið Samherjar, ásamt Hjálparsveitinni Dalbjörgu, munu líkt og undanfarin ár sjá um veitinga­söluna og er það ein helsta fjáröflun félaganna. Ríkt hefur mikill einhugur um framkvæmdina og skemmtileg stemning skapaðist þar sem tugir fullorðinna og barna tóku höndum saman og má segja að hinn sanni ungmennafélagsandi hafi svifið yfir svæðinu.
Allir sem hug hafa á að leggja verkefninu lið og hafa enn ekki skráð sig til vinnu eru beðnir að skrá sig sem fyrst á netfangið umf.samherjar@gmail.com eða hringja í síma 862-4453 (Gunnur).

þörf er á mannskap við vinnu í eldhúsi meðan á hátíðinni stendur, í veitingasölu, við undirbúning og frágang ásamt fleiru. Reynt verður að dreifa vinnuálagi og skipta hópnum niður á vaktir til að forðast að of stór hluti framkvæmdarinnar hvíli á herðum fárra manna.

Margar hendur vinna létt verk.

Með góðri kveðju frá stjórn Samherja

 

Opnunartími sundlaugar yfir verslunarmannahelgina

Sundlaugin verður opin alla verslunarmannahelgina

laugardag til mánudags frá kl. 10:00 – 20:00.

íþróttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar

 

Gamli bærinn á öngulsstöðum – opið hús

Við viljum bjóða sveitungum okkar að líta við í opið hús í Gamla bænum á öngulsstöðum á sunnudaginn kemur (31.07.) kl 13 - 17. Nú eru framkvæmdir við varðveislu bæjarins hafnar í samvinnu við Húsafriðunarnefnd og stefnt að því að fyrir veturinn verði búið að lagfæra ytra byrði þess hluta sem á að varðveita í upprunalegri mynd.

Vonumst til að sjá ykkur sem flest á staðnum á sunnudaginn,

Ragnheiður og Jóhannes Geir

 

óskilahross

Jarpstjörnótt hryssa um fjögurra til fimm vetra gömul er í óskilum að Hrafnagili, en aðra jarpa vantar í staðinn. Hugsanlega hafa merarnar víxlast á Melgerðismelarétt, jafnvel fyrir nokkru síðan. Ekki finnst örmerki eða mark á hryssunni. þeir sem telja sig geta átt hryssuna vinsamlegast hafið samband við Jón í síma 892 1197. 

Getum við bætt efni síðunnar?