Auglýsingablaðið

595. TBL 29. september 2011 kl. 16:17 - 16:17 Eldri-fundur

Hrossasmölun 2011
Hrossasmölun verður 7. október.
Gangnaseðlar hafa verið sendir þeim sem eiga að leggja til gangnamenn og eru jafnframt á heimasíðu Eyjafjarðarsveitar.
þverárrétt verður laugardaginn 8. okt. kl. 10 og Melgerðismelarétt sama dag kl. 13.
Fjallskilanefnd


Aðalfundur Foreldrafélags Hrafnagilsskóla
Aðalfundur Foreldrafélags Hrafnagilsskóla fyrir skólaárið 2011-2012 verður haldinn í kvöld, fimmtudaginn 29. september, kl. 20.30 í Hrafnagilsskóla. Að loknum hefðbundnum aðalfundarstörfum mun  Aníta Jónsdóttir kennari/námsráðgjafi  flytja erindi um jákvæðan aga og segir frá námskeiði sem kennarar fóru á í haust.
Við minnum á að foreldrar/forráðamenn allra barna í Hrafnagilsskóla eru sjálfkrafa félagar í Foreldrafélaginu og eiga því fullt erindi á þennan fund!! í boði verða léttar veitingar.  Vonumst til að sjá sem flesta...
Stjórn Foreldrafélags Hrafnagilsskóla


Bókasafn Eyjafjarðarsveitar
Frá og með mánudeginum 3. október verður safnið opið sem hér segir í vetur:                                              
Mánudaga frá kl. 9:00-12:30 og 13:00-16:00.
þriðjudaga frá kl. 9:00-12:30
Miðvikudaga frá kl. 9:00-12:30.                                          
Fimmtudaga frá kl. 9:00-12:30.
Föstudaga frá kl. 9:00-12:30.
á safninu er fjöldi bóka, tímarita og upplýsingaefnis, bæði til útláns og lestrar á staðnum.
Bókasafnið er staðsett í kjallara íþróttahúss Hrafnagilsskóla og er gengið inn að austan.  Ekið er niður með skólanum að norðan.  Einnig er hægt að ganga um sundlaugarinngang og þaðan niður á neðri hæð.


Fé sem er enn í afrétt
Gangnaforingjar eru beðnir um að sjá til þess að fé sem er enn í afrétt verði komið til byggða.
Fjallskilanefnd


Uppskeruhátíð 22. október 2011
Eins og á síðasta ári ætla félögin í sveitinni að halda skemmtun fyrsta vetradag sem er 22. okt. í ár. Skemmtunin verður haldin í Funaborg. Nánari upplýsingar koma síðar.
Nefndin


Stóðréttardansleikur í Funaborg
Laugardagskvöldið 8. október verður Stóðréttardansleikur í Funaborg.
Stórsveit Jakobs Jónssonar og Stefán Tryggvi leikur fyrir dansi fram á nótt.
Endilega takið þetta kvöld frá og höldum okkar ekta sveitaball af eyfirskum sið :-)
Skemmtinefnd Funa

Lifandi tónlist mun hljóma fljótlega eftir mjaltir næstkomandi laugardagskvöld á Kaffi kú. Tveir piltar úr kaupstað mæta með gítarana sína og spila létta og ljúfa tóna.
Nú til að skapa alvöru sveitakráar stemmingu þá verður til sölu matarmikil gúllassúpa ásamt okkar sérhannaða nautakjötsforrétti úr hráu nautakjöti til kl. 23 á laugardagskvöldið.
Svo er aldrei að vita nema hægt sé að versla einhverja stóðhesta eða merar af nýráðnum barþjóni staðarins.
Opnunartími staðarins er frá kl. 14-01 á laugardögum og frá kl. 14-18 á sunnudögum.
Hlökkum til að sjá ykkur, Einar örn og Sesselja
Ps. Aðalsteinn sem vildi ekki nafnið sitt hér, hlakkar líka til.


Kæru Iðunnarkonur
Nú er komið að kvöldverðarhaustfundi sem haldinn verður á öngulsstöðum föstudaginn 7. október kl. 20.
Kær kveðja stjórnin


Söngskemmtun til styrktar kaupa á flygli í Laugarborg - Kristján Jóhannsson syngur!
Sunnudaginn 9. október kl. 14 stígur Kristján Jóhannsson á svið Laugarborgar og syngur mörg af þekktustu íslensku sönglögunum. Söngskemmtunin er á vegum Tónvinafélags Laugarborgar og marka þeir upphaf söfnunarátaks til kaupa á Steinway & Sons flygli í Laugarborg. Flygilinn hefur nú þegar staðið á sviði Laugarborgar um nokkurt skeið og hefur gripurinn fengið góðar umsagnir þeirra sem á hann hafa leikið fram að þessu, jafnvel talað um að hann sé mun betri en sá sem áður var í Laugarborg!
Söngskemmtunin verður með hefðbundnu sniði kaffitónleika sem tíðkuðust í Laugarborg í upphafi og enda starfsárs, meðan betur áraði til tónleikahalds. Kvenfélagið Iðunn mun reiða fram sitt margrómaða sunnudagskaffi að söngnum loknum. á píanóið leikur þórarinn Stefánsson. Framlag allra sem að söngskemmtuninni standa er án endurgjalds.
Miðaverð er 5.000 kr. Miðapantanir í síma 841-1568; Eggert húsvörður í Laugarborg
Tónvinafélag Laugarborgar


Sorphirðudagatal fyrir Eyjafjarðarsveit
Sorphirðudagatal fyrir árið 2011 má nú finna á heimasíðu sveitarfélagsins (eyjafjardarsveit.is) og á heimasíðu Gámaþjónustu Norðurlands (gþn.is). Meðan reynsla er að komast á sorphirðuna verða tvær aukalosanir en að öðru leyti verður fyrirkomulagið eftirfarandi fram að næstu áramótum:

Almennt sorp og lífrænt þar sem við á, hálfsmánaðarlega:

Svæði 1:  *Sunnan Miðbrautar
      *Norðan Miðbrautar að vestanverðu og að austanverðu að þverá
Mánud. 10. og 24. okt. (aukalosun laugard. 5. nóv), 14. og 28. nóv, 12. og 26. des.

Svæði 2:  *Norðan við þverá
þriðjud. 11. og 25. okt. (aukalosun laugard. 5. nóv), 15. og 29. nóv, 13. og 27. des.

Endurvinnslutunnan, á fjagra vikna fresti:
Svæði 1 og 2: þriðjud. 3. og miðvikud. 4. okt. (aukalosun 22. okt), 9. nóv. og 7. des.

Skrifstofa Eyjafjarðarsveitar / Gámaþjónusta Norðurlands

Getum við bætt efni síðunnar?