Auglýsingablaðið

598. TBL 24. október 2011 kl. 10:34 - 10:34 Eldri-fundur

Uppskeruhátíð
Lokaútkall, það er hægt að skrá til fimmtudagskvöldsins. Miðaverð er kr. 3.500.
Munið við erum ekki með posa. Fordrykkur í boði. Húsið opnar kl. 20:00 og borðhald hefst kl. 20:30. það verður diskó frískó.
 LionsKvenellibúnaðarhjálparfélagið SamFuni.


ágætu sveitungar
Sunnudaginn næsta 23. október verður sunnudagaskólinn í Grundarkirkju kl. 11:00.
þetta verður ákaflega fjölskylduvæn athöfn og kirkjan rúmar marga.
Aðstandendum sunnudagaskólans þeim Brynhildi, Katrínu, Hrund, ósk og mér þætti vænt um að sjá sem flesta.
Messa í Kaupangskirkju sunnudaginn 23. október kl. 20:30.
Kv. Hannes


Ertu orðinn leið/ur á því að það sé alltaf verið að gera grín að þér í kabarett?
Ef svo er skaltu mæta á kabaretts-fund næstkomandi mánudag, þann 24. október, klukkan 20:00 í Freyvangi og taka þátt í skemmtilegu gríni. þessi aðferð hefur virkað í mörg ár fyrir marga sveitunga okkar, til dæmis þá Sverri í Brekku, Pálma í Gröf og Freysa á Uppsölum.
Endilega mætið ef þið viljið ekki láta gera grín að ykkur.
Ari á þverá, Logi á Garðsá og Pétur á Rútsstöðum eru beðnir að halda sig heima!
Einnig viljum við minna á að næstkomandi föstudag, þann 21. október,  er lokasýningin á haustverkefni Freyvangsleikhússins, einþáttungahátíðinni Nývirki.
Sýningin hefst klukkan 20:00 og kostar litlar 1500 krónur inn.
Með bestu kveðjum - Freyvangsleikhúsið


Kaffi Kú
Frá kl. 22 næstkomandi laugardagskvöld verður lifandi tónlist á Kaffi Kú framreidd af þeim Atla og Bobba sem báðir eru hljóðfæraleikarar í hinni síungu hljómsveit Helga og hljóðfæraleikurunum.
Svo má ekki gleyma að á daginn er sætabrauðið frá Sauðárkróksbakarí ásamt rjómavöfflunum í aðalhlutverki.
Opnunartími staðarins er frá kl. 14-01 á laugardögum og frá kl. 14-18 á sunnudögum.
Hlökkum til að sjá ykkur.
Ps. Hestarnir eru búnir

Sorphirðudagatal á bakhlið auglýsingablaðsins! (Smellið á hlekkinn hér!)

Getum við bætt efni síðunnar?