Auglýsingablaðið

602. TBL 17. nóvember 2011 kl. 09:12 - 09:12 Eldri-fundur


Sunnudagaskóli

Næstkomandi sunnudag 20. nóvember verður sunnudagaskóli í Hjartanu Hrafnagilsskóla. það verður piparköku-sunnudagaskóli og biðjum við alla um að taka með piparkökumót og kökukefli. Gleði, söngur og gaman.
Vonumst til að sjá sem flesta. Hannes, Katrín, ósk, Brynhildur og Hrund


Ullarflutningar í Eyjafjarðarsveit
Sótt verður ull í Eyjafjarðarsveit fimmtudaginn 24. nóv.n.k. þeir bændur sem verða tilbúnir með ull eru beðnir að hafa samband við Rúnar í síma 847-6616 eða á netfangið run@simnet.is, einnig má hafa samband við Birgir í Gullbrekku í síma 845-0029. Tilgreina þarf pokafjölda og hve mörg kíló bændur eru að senda frá sér.
Byrjað verður á Halldórsstöðum. P.s. munið að merkja, vigta og skrá ullina.


Frá Félagi aldraðra í Eyjafirði

Jólahlaðborð verður í Félagsborg í Hrafnagilsskóla 25. nóv. n.k. kl.19.00, húsið opnað
kl. 18.30. þeir sem koma ekki í Félagsborg á mánudögum látið vita í síma:
Vilborg á Ytra-Laugalandi  s. 463-1472   gsm 868-8436
Addi í Laugarholti  s. 463-1203   gsm 893-3862
Miðaverð kr. 4.000  (erum ekki með posa). Hver gestur kemur með einn jólapakka.
Nefndin


Kæru sveitungar

Við í 10. bekk erum að selja boli og hettupeysur með merki Hrafnagilsskóla. Búið er að fara á heimili allra nemenda skólans og taka niður pantanir. þeir sem hafa áhuga á að panta peysu eða bol, en hafa ekki fengið heimsókn frá okkur, geta komið til Nönnu ritara í Hrafnagilsskóla föstudaginn 18. og mánudaginn 21. nóv. og skoðað, mátað og pantað. Með kærri kveðju, nemendur í 10. bekk í Hrafnagilsskóla

Freyvangsleikhúsið kynnir Kabarett 2011

„Með fullri lengd“  í leikstjórn Jónsteins Aðalsteinssonar.

Föstudagskvöldið 18. nóvember hefst sýningin kl. 20.30. Að henni lokinni verður gömludansaball þar sem þuríður formaður og hásetarnir spila til kl. 01.
Miðaverð er 2000 krónur. Kaffi, meðlæti og ball innifalið.

Laugardagskvöldið 19. nóvember hefst sýningin kl. 21.00. Eftir sýninguna verður hörkuball þar sem Rúnar Eff og Manhattan halda uppi stuðinu til kl. 04.
Miðaverð er 2500 krónur. Ball innifalið.

Miðasala við innganginn - Aðeins þessar tvær sýningar - Malpokar leyfðir bæði kvöldin.

Hefur þú spáð í...
... hvort gert verði grín að einhverjum sem þú þekkir?
... hollustu þess að hlæja á sig magavöðva?
... hvort tekið verði í tólin?
... að MæTA á Kabarett!!!?


Takk fyrir okkur

Við þökkum öllum þeim sem fögnuðu með okkur afmæli okkar í Funaborg um seinustu helgi. þökkum góðar kveðjur og gjafir. Kvöldið var ógleymanlegt.
Kristín og Jónas, Litla-Dal


Leiðalýsing 2011

Lionsklúbburinn Vitaðsgjafi annast lýsingu leiða í kirkjugörðum í Eyjafjarðarsveit eins og undanfarin ár. Krossarnir verða settir upp fyrsta sunnudag í aðventu. þeir sem hafa leigt krossa undanfarin ár þurfa aðeins að tilkynna ef þeir hyggjast hætta lýsingu, annars eru krossarnir settir á sömu leiði og í fyrra.

Gjald fyrir hvern kross er kr. 2.800.-

Panta skal leigu á nýjum krossum hjá Hirti í síma 894-0283 eða Stefáni í
síma 864-6444.
Lionsklúbburinn Vitaðsgjafi


Jólaföndur á yngsta stigi
Hið árlega jólaföndur yngsta stigs verður laugardaginn 26. nóv. kl. 11:00 – 13:00 í kennslustofum yngsta stigs. Fjölbreytt föndurefni verður á staðnum á vægu verði. Takið með pensla til að mála á keramik.
Mætum sem flest og eigum notalega stund saman með börnunum.
Kaffi og heitt súkkulaði verður í boði foreldrafélagsins en smákökur og annað góðgæti væri vel þegið að heiman.
Kveðja, bekkjarfulltrúar yngsta stigs og foreldrafélagið


Jólakortakvöld á miðstigi

Mánudagskvöldið 5. desember kl. 20:00 – 22:00 verður jólakortakvöld fyrir börn (og foreldra) á miðstigi. Komið með lím, skæri og skraut, kort verða seld á staðnum á vægu verði. Kaffi og heitt súkkulaði verður í boði foreldrafélagsins en smákökur og annað góðgæti væri vel þegið að heiman. Við hvetjum alla foreldra/aðstandendur til að mæta og eiga notalega kvöldstund með börnunum.
Kveðja, bekkjarfulltrúar miðstigs og foreldrafélagið


Kæru vinir
Nýlega kom út á vegum Hólíká Records Group diskurinn "Ein Sveitastemming" með hljómsveitinni Matti Sjokk og Messuguttarnir. þarna eru að finna lög sem eru mestmegnis eftir Cornelis Vreeswijk heitinn við texta Hannesar Blandon. Kristján Edelstein sá um útsetningar  og stjórnaði hljómsveitinni. Diskurinn fæst í Pennanum Eymundsson og hjá mér. S. 899-7737 og kostar kr. 2.500.
Kv. Hannes


Gamanþátturinn Skilvindan
Takið eftir kæru sveitungar; nú fer gamanþátturinn Skilvindan í loftið á N4 sjónvarp, fimmtudaginn 17. nóvember kl. 18.30. Höfundar eru þeir Pálmi í Gröf, Sverrir í Brekku, Freyr á Uppsölum og Daníel Freyr Akureyrarbúi.
Góða skemmtun, kveðja höfundar (sjá nánar á: www.dv.is/menning/2011/11/16/bjoda-upp-grin-beint-fra-byli/ )

Frá kl. 22 á laugardagskvöldið mun hljóma lifandi tónlist að venju á Kaffi Kú. Eitthvað eru þeir Atli og Bobbi að gera rétt því nytin ásamt fleiru rjúka upp á laugardagskvöldum.

Bannað er að auglýsa tilboðin við afgreiðsluborðið þannig að fólk verður að koma til að fræðast um þau. Ekki má gleyma að á Kaffi Kú er kaffihús á daginn með flestu því sem svoleiðis fylgir.

Kaffi Kú er opið á laugardögum kl. 14-01 og á sunnudögum kl. 14-18.

Hópar eru velkomnir utan auglýsts opnunartíma, nánari upplýsingar gefur
Einar örn í síma 867-3826.
Hlökkum til að sjá ykkur, Kaffi Kú

Getum við bætt efni síðunnar?