Auglýsingablaðið

612. TBL 26. janúar 2012 kl. 08:34 - 08:34 Eldri-fundur

þorrablót Eyjafjarðarsveitar
þorrablót Eyjafjarðarsveitar verður haldið 28. janúar í íþróttahúsi Eyjafjarðarsveitar. Húsið opnar kl. 19:45 og borðhald hefst kl. 20:30 stundvíslega.
Glös verða á staðnum en annan borðbúnað verður sauðfé að taka með sér,
ásamt auðvitað fullum trogum af góðgæti. Leggja má á mölina norðan við íþróttahúsið, en ekki á tjaldsvæðinu.
Hljómsveitin í sjöunda himni leikur fyrir dansi fram eftir nóttu.
Aldurstakmark er árgangur 1995.
Sauðfjármerkingar:
Blár - Hrafnagilshreppur
Rauður - öngulsstaðahreppur
Grænn - Saurbæjarhreppur
Sjáumst hress í réttum lit!
Kveðja, nefndin

 

Sunnudagaskóli
Sunnudagaskóli í Hjartanu Hrafnagilsskóla sunnudaginn 29. janúar kl. 11:00.
Söngur og gleði. Allir hjartanlega velkomnir að koma og taka þátt.
Katrín, ósk, Brynhildur, Hrund og Hannes

 

Frá Laugalandsprestakalli
Kæru vinir.
ýmsir  sveitungar okkar eiga mjög erfitt þessa dagana og kvíði og sorg knýja dyra.
Mig langar að boða til bænastundar sunnudaginn næsta 29. janúar í Munkaþverárkirkju kl. 21:00
Vinsamlegast, Hannes

 

Sundkrakkar Samherja
á næstu dögum munu krakkar úr sunddeild Samherja ganga í hús og selja harðfisk o.fl. góðgæti til styrktar fyrstu keppnisferðar sinnar til Reykjavíkur þann 10.-12. febrúar 2012.
Harðfiskurinn er frá Darra í Grenivík, pokinn kostar 2.000 kr. 185 gr.
Vonandi takið þið vel á móti þeim.
Kveðja frá sundráði, þorgerður 660-2953 og Lilja 663-2962

 

Byggðir Eyjafjarðar
þeir sem eiga enn eftir að láta taka mynd af sér fyrir Byggðir Eyjafjarðar (nýja útg.) eru beðnir að gera það sem allra fyrst.
Með kveðju, ritnefndin

 


Námskeið um einelti fyrir iðkendur hjá Samherjum
Mánudaginn 30. janúar og mánudaginn 6. febrúar verða haldnir fræðslufyrirlestrar um eineltismál á vegum knattspyrnudeildar KA undir yfirskriftinni  „Vil ég verða fyrir einelti“. Fyrirlesari er ólafur Torfason. Iðkendum hjá Samherjum og foreldrum þeirra býðst að mæta á fyrirlestrana  án endurgjalds.
Iðkendum annarra íþróttagreina en fótbolta er einnig velkomið að mæta.
Mánudaginn 30. janúar kl. 17:00 fyrirlestur fyrir 5. flokk kvenna
Mánudaginn 30. janúar kl. 18:00 fyrirlestur fyrir 4. flokk kvenna
Mánudaginn 6. febrúar kl. 17:00 fyrirlestur fyrir 5. flokk karla
Mánudaginn 6. febrúar kl. 18:00 fyrirlestur fyrir 4. flokk karla
Fyrirlestrarnir fara fram í KA heimilinu á Akureyri.
Stjórn Samherja

 

Kvenfélagið Aldan-Voröld
Aðalfundur verður haldinn laugardaginn 11. febrúar n.k.  kl. 12:00 í Félagsborg. Venjuleg aðalfundarstörf, kosningar og margt á döfinni framundan. Vonumst til að sjá sem flestar konur. Boðið verður upp á súpu og brauð.
Kvenfélagsdagurinn er 1. febrúar.  Við auglýsum hann nánar fljótlega.
Stjórnin

 

Freyvangsleikhúsið frumsýnir Himnaríki – geðklofinn gamanleik
Freyvangsleikhúsið frumsýnir 17. febrúar Himnaríki – geðklofinn gamanleik, eftir árna Ibsen í leikstjórn Jóns Gunnars þórðarsonar.
Hægt er að panta miða á heimasíðu Freyvangsleikhússins, www.freyvangur.net og í miðasölusíma 857-5598 milli kl. 17-19 alla daga. Einnig er hægt að fá gjafabréf á afslætti í Eymundsson til 5. febrúar.
Hlökkum til að sjá ykkur öll

 

Kæru Iðunarkonur
Minnum á aðalfundinn sem verður laugardaginn 4. febrúar 2012 kl. 11, í Laugarborg.
Nýjar konur velkomnar.
Kv. stjórnin

 

Tilkynning
Vegna þorrablóts Eyjafjarðarsveitar verður lokað eftir kl. 18 á Kaffi Kú laugardaginn 28. janúar.
Vöfflurnar og allt hitt gómsæta sætabrauðið verður hinsvegar á sínum stað
bæði laugardag og sunnudag meðan bjart er.
Opnunartímar næstkomandi helgi eru:
Laugardagur kl. 14-18
Sunnudagur kl. 14-18
Hlökkum til að sjá ykkur

Getum við bætt efni síðunnar?