Auglýsingablaðið

615. TBL 25. maí 2012 kl. 12:35 - 12:35 Eldri-fundur

Frumsýning á föstudaginn
Næstkomandi föstudag 17. febrúar kl. 20:00 verður; Himnaríki – geðklofinn gamanleikur, frumsýndur í Freyvangi. Undirbúningur hefur staðið yfir sleitulaust frá því laust eftir áramót og nú erum við loksins tilbúin að sýna áhorfendum afrakstur erfiðisins.
Sýningar verða kl. 20:00 á föstudögum og laugardögum. Miða er hægt að panta á www.freyvangur.net eða með því að hringja í miðasölusíma 857-5598 milli kl. 17 og 19 alla daga. Utan þess tíma er hægt að skilja eftir skilaboð á símsvara. Miðaverði er mjög stillt í hóf eða kr. 2.500. 1. sýning: 17. febrúar – uppselt, 2. sýning: 18. febrúar.  3. sýning: 24. febrúar
4. sýning: 25. febrúar o.s.frv. Hlökkum til að sjá ykkur öll


Frá Laugalandsprestakalli
Sunnudaginn 19. febrúar er messa í Grundarkirkju kl. 11:00.
Sr. Guðmundur Guðmundsson syngur tíðir. Vinsamlegast, Hannes


Bókasafn Eyjafjarðarsveitar Hrafnagilsskóla
í næstu viku er vetrarfrí í skólanum og þá er opið á safninu sem hér segir: Mánud. kl. 9-12.30 og 13-16. þriðjud. kl. 9-12.30 og 16-19. Miðv.-og fimmtud. kl. 16-19. Föstudag er lokað. Bókavörður


Aðalfundur Hestamannafélagsins Funa
Aðalfundur Hestamannafélagsins Funa verður haldinn í Funaborg mánudaginn 20. febrúar kl. 20.30. Dagskrá; venjuleg aðalfundarstörf. Nýir félagar velkomnir. Stjórnin


ágætu Hjálparkonur
Aðalfundur Kvenfélagsins Hjálparinnar verður haldinn í Sólgarði miðvikudagskvöldið 29. febrúar nk. kl. 20.30.  Venjuleg aðalfundarstörf.  Nýjar konur velkomnar.  Mætum sem flestar og eigum góða kvöldstund saman. Kveðja stjórnin


Fundarboð
Aðalfundur Félags aldraðra Eyjafirði 2012 verður haldinn í Félagsborg laugardaginn 25. febrúar kl. 14.00. Venjuleg aðalfundarstörf.  Nýir félagar velkomnir. Mætum sem flest. Stjórnin


Mí 11-14 ára í frjálsum íþróttum helgina 24.-26. febrúar
Um þar næstu helgi verður Meistaramót íslands haldið í Laugardalshöll fyrir 11 – 14 ára krakka í frjálsum íþróttum. Um stigamót er að ræða og mikið liggur við að fá áhugasama til liðs við okkur á þetta mót fyrir UMSE. Keppt verður í öllum helstu greinum frjálsra íþrótta og hægt að sjá tímaseðilinn á mótaforriti FRí http://mot.fri.is  Mikil stemning er í kringum þetta mót og vonum við að sem flestir sjái sér fært að koma með okkur í þetta skemmtilega ferðalag. Mikilvægt er að skrá sig í greinar fyrir mánudaginn 20. febrúar hjá þjálfurum eða undirritaðri. Ferðatilhögun og kostnaðaráætlun verður birt á heimasíðu Samherja á næstu dögum http://samherjar.is  æfingar eru nú alla þriðjudaga og fimmtudaga kl.14:10 fyrir yngri hópinn og kl.15:10-16:30 fyrir eldri hópinn.
Fyrir hönd UMSE, Jóhanna Dögg (johannad@krummi.is)


Hús til leigu
Einbýlishús til leigu. 185 m² með 65 m² sólskála, ca. 33 km frá Akureyri.
Afhendingartími samkomulag. Upplýsingar í síma 846-1784, Jón.

Grábröndóttur högni týndur
Fór að heiman um síðustu mánaðarmót. Ef einhver hefur upplýsingar um ferðir hans vinsamlegast látið vita í síma 865-2434, Lóa Steinhólum


Hvolpar Hvolpar Hvolpar
ágætis efni í smalahunda, íslensk blanda (ekki border collie). Ef þig vantar hund endilega hafðu samband í síma 863-6912, Sigríður


Boltinn í beinni
Við höldum áfram að sýna boltann í beinni á nýja 51 tommu skjánum okkar.
Leikir sem sýndir verða eru eftirfarandi:
Fim. 16/2 – Ajax – Man Utd. kl. 17:50
Fim. 16/2 – Porto – Man City kl. 19:55
Lau. 18/2 – Chelsea – Birmingham kl. 12.20
Lau. 18/2 – Sunderland – Arsenal kl. 17:00
Lau. 18/2 – Real Madrid – Racing Santander kl. 18:50
Sun. 19/2 – Liverpool – Brighton kl. 16:20
Bolta-tilboð (léttöl) meðan á útsendingu stendur

Opnunartímar næstkomandi helgi eru:
Laugardagur kl. 14-01
Sunnudagur kl. 14-18
Kaffiku.is

LJóSMYNDASöFNUN, Saga og þjóðlíf
Ljósmyndir frá liðnum tíma hafa mikið menningar- og  sögulegt gildi. þær eru merkileg heimild um sögu kynslóða í starfi og leik, greina frá tímamótum í lífi þeirra og varpa ljósi á atburði af ýmsum toga, atburði sem hafa haft áhrif á þróun samfélagsins, atvinnuhætti og menningu. Um leið geyma þær persónulegar minningar einstaklinga og fjölskyldna.

þann fjársjóð sem myndirnar eru þarf að varðveita og koma þannig í veg fyrir að sú saga og þjóðlífslýsing sem þær geyma lendi í glatkistunni. því hafa Hollvinafélag Búnaðarsögusafns Eyjafjarðar og menningarmálanefnd Eyjafjarðarsveitar, í samvinnu við Minjasafnið á Akureyri, ákveðið að leita eftir samstarfi við íbúa Eyjafjarðarsveitar um söfnun og varðveislu ljósmynda úr fórum þeirra. Fyrirhugað er að viðhafa eftirfarandi verklag við söfnun myndanna:

1.  þeir sem hafa áhuga á að veita okkur lið eru beðnir að draga fram myndasöfn sín og veita fulltrúum okkar aðgang að þeim. þessir fulltrúar okkar munu velja myndir úr söfnunum sem falla að tilgangi þessa verkefnis sem er að halda til haga þeirri sögu og þjóðlífslýsingu sem í þeim birtist og getur verið ómentanleg heimild um mannlíf og atvinnuhætti á liðnum áratugum.

2.  þær myndir sem safnast verða skannaðar á  Minjasafninu á Akureyri.  Frummyndunum verður að því loknu  skilað til þeirra sem þær léðu ásamt tölvudiski sem þær varðveitir.

3.  Skannaðar myndir verða varðveittar á Minjasafninu á Akureyri. Upprunalegir eigendur þeirra veiti leyfi sitt fyrir því að þær megi sýna á opinberum vettvangi.

4.  Aðstandendur þessa verkefnis áforma að finna sér fulltrúa einn eða fleiri sem hafi það hlutverk að vera tengiliðir þeirra við íbúa  á tilteknum svæðum innan sveitarinnar. þegar þeir eru fundnir verður frá því greint sem og ákvörðun um svæðisskiptinguna.

á næstu vikum verður undirbúningi þessa verkefnis haldið áfram. þegar honum lýkur verður nánar greint frá niðurstöðunni, væntanlega eigi síðar en fyrir lok mars mánaðar. þangað til eru þeir sem hafa áhuga og vilja til að opna myndasöfn sín í þeim tilgangi sem að framan greinir beðnir að gefa sig fram við Bjarna Kristjánsson í síma 861-7620 eða sendi tölvupóst á  knarrarberg@gmail.com.

Með ósk um góðar undirtektir,
Hollvinafélag Búnaðarsögusafns Eyjafjarðar
Menningarmálanefnd Eyjafjarðarsveitar
Minjasafnið á Akureyri

Getum við bætt efni síðunnar?